flugfréttir

Læstir stýrislásar orsök þess að Jetstream fór út af í flugtaki

- Gleymdu að framkvæma prófanir á stýrum fyrir brottför

30. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

Atvikið átti sér stað á flugvellinum í borginni Munster í Þýskalandi þann 8. október síðastliðinn

Rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi hefur komist að því að orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni Jetstream 32 fór út af flugbraut í flugtaksbruni á flugvellinum í borginni Munster þann 8. október sl. hafi verið sú að stýrislásar voru enn virkjaðir þar sem flugmennirnir gleymdu að framkvæma prófanir á stýrum fyrir brottför.

Flugvélin, sem var á vegum AIS Airlines, var á leið frá Munster til Stuttgart með einn farþega um borð og þriggja manna áhöfn. Flugstjórinn sá um að hefja flugtakið en lét stjórnina í hendur flugmannsins þegar vélin hafði náð 70 hnúta hraða í flugtaksbruninu.

Flugmennirnir náðu að stýra vélinni aftur inn á brautina eftir að hafa farið
út af henni

Þegar flugvélin hafði náð V1 hraða og flugmaðurinn ætlaði sér að toga í stýrið tilkynnti hann flugmanninum að stýrið væri fast. Flugmennirnir hættu við flugtakið á 130 hnúta hraða en flugmönnunum tókst ekki að halda brautarstefnu með nefhjólastýringu þar sem hliðarstýri vélarinnar var fast.

Vélin fór út af brautinni og staðnæmdist eftir að hafa farið um 530 metra eftir graslendi við hlið brautarinnar áður en þeir náðu að fara aftur inn á brautina og stöðva vélina.

Samkvæmt hljóðupptökum úr flugrita vélarinnar kom í ljós að flugmennirnir hefðu gleymt einu atriði á tékklista sem telur atriði sem þarf að fara yfir fyrir brottför sem varðar prófanir á stýrum en við það hefðu flugmennirnir áttað sig á að stýrin voru læst.

Í skýrslu kemur fram að undir venjulegum kringumstæðum hefðu flugmennirnir ekki átt að geta sett fullt afl á mótorana og fært sköftin úr „flight idle“ stöðu þar sem vörn kemur í veg fyrir aflsinngjöf á meðan stýrislæsingin er virk en sá búnaður var bilaður.

Rannsóknarskýrslan tekur fram að misræmi sé á milli tékklista frá flugfélaginu og framleiðanda þar sem ekki er sérstaklega tekið fram sjálfstæð prófun á stýrislásum en margir tékklistar taka þá aðgerð fram tvisvar í tékklistunum fyrir brottför.

Flugvélinni hafði verið flogið tvisvar áður þennan dag en flugfélagið segir að það sé regla hjá félaginu að virkja stýrislæsingu á meðan á akstri stendur til að koma í veg fyrir að stýrisfletir séu að hreyfast á meðan á akstri stendur en fram kemur að vanalega sé stýrislæsing aðeins tekin af fyrir fyrsta flug í upphafi dags.  fréttir af handahófi

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Air Greenland sagt vera að skoða Airbus A330-800neo

18. desember 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni fá pöntun frá Air Greenland sem er sagt vera að íhuga að panta minni tegundina af Airbus A330neo þotunni.

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfi

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00