flugfréttir

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

- Var að skrifa niður minnispunkta og var ekki að horfa út um gluggann

1. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:03

Meira en einn metri klipptist af vinstri væng flugvélarinnar eftir að hún flaug á einn af þeim vírum sem halda uppi útvaprsmastrinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri af vinstri væng vélarinnar klippist af er flugvélin flaug á línur sem halda útvarpsmastri uppi.

Atvikið átti sér stað nálægt bænum Abiline í Texas í Bandaríkjunum þann 21. desember árið 2018 en fram kemur að flugmaðurinn hafi verið að fljúga sérstakt skoðunarflug til þess að athuga með ástand á olíleiðslu sem liggur þverrt yfir stóran hluta Texas.

Flugmaðurinn, sem var einn um borð og komst heill á húfi frá atvikinu, segir að hann hafi verið að fljúga meðfram lögninni og hafi verið með höfuðið niður þar sem hann var að skrifa niður athugasemdir og minnispunkta varðandi olíulögnina er skyndilega kom mikið högg á vélina.

Eitt af nokkrum útvarpsmöstrum á svæðinu

Flugvélin hafði þá rekist með vinstri vænginn utan í víra sem halda uppi háu útvarpsmastri. Flugmaðurinn náði að halda stjórn á flugvélinni og lýsti yfir neyðarástandi en hann lenti flugvélinni á Abilene Regional flugvellinum sem var í 10 mílna fjarlægð.

Eftir lendingu kom í ljós að 1.2 meter vantaði á vænginn sem hafði klippst af rétt við hallastýrið við áreksturinn.

Flugmaðurinn sagði að vanalega væru tveir flugmenn í þessum eftirlitsflugferðum, einn sem skrifar niður upplýsingar og athugasemdir og annar sem fylgist með út um gluggan. Í þetta skiptið var hann þó einn og þurfti hann að skrifa niður athugasemdirnar sjálfur en viðurkenndi að hann hefði þó átt að bíða aðeins með það til betri tíma.  fréttir af handahófi

Yfir 800 starfsmönnum sagt upp hjá Textron Aviation

9. desember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Textron Aviation hefur sagt upp nokkur hundruð starfsmönnum í framleiðsludeildinni og í verksmiðjum fyrirtækisins auk þess sem til stendur að loka einhverjum vinnustöðum.

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa hlut í Lufthansa

2. desember 2019

|

Qatar Airways hefur gefið í skyn að félagið hafi áhuga á því að fjárfesta í Lufthansa með því að kaupa hlut í flugfélaginu þýska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.