flugfréttir

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:21

Maðurinn, sem var að ferðast með flugi í fyrsta sinn á ævinni, kastaði tveimur smámyntum í átt að þotuhreyfli

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfil á þotu af gerðinni Airbus A320 skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í borginni Anqing áleiðis til Kunming.

Atvikið átti sér stað þann 17. febrúar árið 2019 en maðurinn, sem er 28 ára, var að fljúga í fyrsta sinn ásamt eiginkonu sínu og eins árs barni og gengu farþegar um borð með stigabíl.

Þegar maðurinn gekk framhjá hreyflinum tók hann upp tvær smámyntir og fleygði inn í hreyfilinn á þotu flugfélagsins Lucky Air en slíkt átti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú.

Fluginu var afslýst strax er upp komst um atvikið sem endaði með því að bóka þurfti hótel fyrir alla þá 162 farþegana sem áttu að fara með vélinni en þeir komust með öðru flugi daginn eftir.

Lucky Air gaf frá sér kæru og dæmdi dómstóll í Kína að maðurinn skyldi greiða sekt upp á 2.181.000 krónur að kröfu félagsins sem varð fyrir miklu tjóni vegna viðgerðarkostnaðar þar sem mikill tími fór í að ganga úr skugga um að ekki væri meira klink inni í hreyflinum auk hótelskostnaðar fyrir alla farþegana.

Farþeginn, sem er 28 ára karlmaður, sagði að þetta ætti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú

Lögfræðingur mannsins fór fram á að milda dóminn á þeim forsendum að skjólstæðingur sinn hefði ekki hlotið mikla menntun og gerði hann sér því ekki grein fyrir alvarleika málsins auk þess sem hann hafði þegar þurft að dúsa í 10 daga í varðhaldi í kjölfarið.

Þá sagði lögfræðingurinn að atvikið væri einnig flugvellinum að kenna fyrir að hafa ekki varað farþega við þessari hjátrú en þetta er ekki í fyrsta sinn sem farþegi í Kína kastar klinki inn í þotuhreyfil.

Dómari andmælti orðum lögfræðingsins og sagði að hver heilvita manneskja ætti að gera sér grein fyrir því að kasta klinki inn í þotuhreyfil gæti haft í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar sem gæt orsakað flugslys. Einnig tók dómari fram að það væri ekki í verkahring flugvallarins að hafa sérstakan starfsmann til að koma í veg fyrir slík uppátæki.

Í yfirlýsingu frá Lucky Air kemur fram að þrisvar í fyrra hafi komið upp atvik þar sem farþegar hafi kastað klinki í átt að þotuhreyfli en samkvæmt kínverskri hjátrú er talið að það boði gæfu að kasta mynt í átt að einhverju sem vekur óhug eða því sem fólk óttast í von um að hættan sé einungis ímyndun.  fréttir af handahófi

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

Fékk háa sekt fyrir að lenda dróna á flugvellinum í Las Vegas

4. desember 2019

|

Drónaeigandi í Kaliforníu er ekki sáttur við að þurfa að greiða sekt upp á 2.4 milljónir króna eftir að dróni, sem hann stýrði yfir Las Vegas í fyrra, lenti á McCarran-flugvellinum í spilaborginni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00