flugfréttir

Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak í Vestur-Darfúr

- Átján manns voru um borð og komst enginn lífs af

3. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Antonov An-12 herflutningaflugvél á vegum flughersins í Súdan

Enginn komst lífs af er súdönsk herflutningaflugvél af gerðinni Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í El Geneina, höfuðborg Vestur-Darfúr, í gær.

Um borð í flugvélinni voru 18 manns, sjö manna áhöfn og að minnsta kosti 11 farþegar og þar á meðal fjögur börn. Meðal farþega voru yfirmenn súdanska hersins, dómarar og starfsfólk á vegum matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Flugvélin hafði verið að flytja hjálpargögn til svæðisins þar sem mikil átök hafa geisað að undanförnu. Ekki er enn vitað hver orsök slyssins var en fram kemur að vélin hafi brotlent um 5 mínútum eftir flugtak.

Fram kemur að flugvélin hafi brotlent 5 mínútum eftir flugtak

Flugvélin var á leið aftur til Khartoum í Súdan þegar hún fórst. Rannsókn á slysinu er þegar hafin.

Slysið er tólfta atvikið í heiminum á fyrstu tveimur dögum ársins og þriðja banvæna flugslysið en fyrsta flugslysið á árinu átti sér stað á Nýársdag í Argentínu er lítil listflugvél fórst í fjalllendi með tvo innanborðs.  fréttir af handahófi

Fyrsta MC-21 þotan verður afhent í nóvember árið 2021

6. júlí 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut áætlar að afhenda fyrsta eintakið af MC-21 farþegaþotunni í nóvember á næsta ári.

Qantas fær fyrstu Airbus A321P2F fraktþotuna

31. ágúst 2020

|

Qantas Freight, dótturfélag Qantas, mun á næstunni fá fyrstu Airbus A321P2F þotuna afhenta sem er farþegaþota sem breytt hefur verið í fraktþotu.

Uppsagnir 114 flugmanna hjá Icelandair dregnar til baka

16. júlí 2020

|

Icelandair stefnir á að draga til baka uppsagnir meðal 114 flugmanna hjá félaginu sem þýðir að 139 flugmenn munu starfa hjá félaginu frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta er haft eftir Jóni Þóri Þorva

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00