flugfréttir

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

- Segja að einkavæðing sé eina leiðin til að bjarga rekstri Air India

3. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Boeing 747 júmbó-þota Air India

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins fyrir horn.

Tuttugu og sex forsvarsmenn þeirra 13 verkalýðsfélaga á Indlandi sem fara fyrir þeim 14.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air India hafa fundað með indverskum stjórnvöldum til að fá skýr svör varðandi framtíð starfsfólksins ef einkaaðilar finnast til að taka yfir reksturinn en á sama tíma stendur indverska ríkisstjórnin í örvæntingarfullri leit af áhugasömum kaupendum.

Ríkisstjórn Indlands segir að það sé engin von fyrir flugfélag sem skuldar yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða króna nema að áhugasamur kaupandi komi fram og hægt sé að semja um heildarskuldina við kaupsaming.

Heildarskuld Air India er yfir 1.300 milljarðar króna

Í gær var greint frá því að tvö stór flugfélög hafi nú sýnt Air India áhuga sem eru Etihad Airways og indverska lágfargjaldafélagið IndiGo Airlines en bæði félögin hafa átt fund með stjórnvöldum á Indlandi varðandi yfirtöku.

Ríkisstjórn landsins hefur tilkynnt að Air India verði selt í heilu lagi og hefur verið gefin frestur til enda þessa mánaðar fyrir þá aðila sem vilja senda inn áhugayfirlýsingu vegna sölu á félaginu.

Etihad Airways hefur áður átt hlut í indversku flugfélagi en félagið átti 24% hlut í Jet Airways en ákvað á endanum að yfirgefa sinn hlut og hætti það félag starfsemi sinni í apríl árið 2019.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin til þess að afskrifa um þriðjung af skuldum Air India sem þýðir að nýr eigandi gætu samt þurft að taka á sig skuld upp á 600 milljarða króna.

Air India þarf allt að 18 milljarða króna sem fyrst til að fjármagna nýja hreyfla fyrir tólf Airbus A320 þotur sem hafa verið kyrrsettar vegna viðhaldsmála.

Talið er líklegt að ef ekki verður hægt að finna nýjan eiganda og ganga frá sölu á félaginu fyrir mitt árið gæti svo farið að rekstrur Air India stöðvist í júní í sumar sem gæti verið upphafið að endalokum flugfélagsins sem á rætur sínar að rekja til ársins 1932.  fréttir af handahófi

Íhuga næturflugbann vegna hárrar raforku á nóttunni

2. mars 2020

|

Flugmálayfirvöld í Pakistan eru að íhuga að setja á bann við næturflugi á helstu flugvöllum landsins vegna aukins kostnaðar sem hefur orðið á verði á raforku er kemur að lýsingu á flugvöllum í Pakist

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00