flugfréttir

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

- Segja að einkavæðing sé eina leiðin til að bjarga rekstri Air India

3. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Boeing 747 júmbó-þota Air India

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins fyrir horn.

Tuttugu og sex forsvarsmenn þeirra 13 verkalýðsfélaga á Indlandi sem fara fyrir þeim 14.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air India hafa fundað með indverskum stjórnvöldum til að fá skýr svör varðandi framtíð starfsfólksins ef einkaaðilar finnast til að taka yfir reksturinn en á sama tíma stendur indverska ríkisstjórnin í örvæntingarfullri leit af áhugasömum kaupendum.

Ríkisstjórn Indlands segir að það sé engin von fyrir flugfélag sem skuldar yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða króna nema að áhugasamur kaupandi komi fram og hægt sé að semja um heildarskuldina við kaupsaming.

Heildarskuld Air India er yfir 1.300 milljarðar króna

Í gær var greint frá því að tvö stór flugfélög hafi nú sýnt Air India áhuga sem eru Etihad Airways og indverska lágfargjaldafélagið IndiGo Airlines en bæði félögin hafa átt fund með stjórnvöldum á Indlandi varðandi yfirtöku.

Ríkisstjórn landsins hefur tilkynnt að Air India verði selt í heilu lagi og hefur verið gefin frestur til enda þessa mánaðar fyrir þá aðila sem vilja senda inn áhugayfirlýsingu vegna sölu á félaginu.

Etihad Airways hefur áður átt hlut í indversku flugfélagi en félagið átti 24% hlut í Jet Airways en ákvað á endanum að yfirgefa sinn hlut og hætti það félag starfsemi sinni í apríl árið 2019.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin til þess að afskrifa um þriðjung af skuldum Air India sem þýðir að nýr eigandi gætu samt þurft að taka á sig skuld upp á 600 milljarða króna.

Air India þarf allt að 18 milljarða króna sem fyrst til að fjármagna nýja hreyfla fyrir tólf Airbus A320 þotur sem hafa verið kyrrsettar vegna viðhaldsmála.

Talið er líklegt að ef ekki verður hægt að finna nýjan eiganda og ganga frá sölu á félaginu fyrir mitt árið gæti svo farið að rekstrur Air India stöðvist í júní í sumar sem gæti verið upphafið að endalokum flugfélagsins sem á rætur sínar að rekja til ársins 1932.  fréttir af handahófi

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Framleiðsla á Boeing 737-800 líður undir lok

19. desember 2019

|

Boeing afhenti í gær síðasta eintakið sem smíðað hefur verið af Boeing 737-800 og hefur framleiðslan því runnið sitt skeið en síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í flota hollenska flugfélagsins KL

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.