flugfréttir

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

- Flugu með fyrrum forstjóra Nissan frá Japan til Tyrklands

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Nissan, flúði stofufangelsi sitt milli jóla og nýárs og leigði sér einkaþotu til að yfirgefa Japan

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

Ghosn hafði verið í stofufangelsi í Japan fyrir fjármálamisferli og hafði hann verið settur í farbann en honum tókst að flýja frá Japan skömmu fyrir áramót.

Í ljós kom að Ghosn hafði tekið á leigu einkaþotu sem flaug með hann frá Japan þann 29. desember til Istanbúl þar sem skipt var um einkaþotu og honum flogið þaðan til Beirút í Líbanon.

Ekki er staðfest hvaða einkaþota flaug Ghosn frá Japan en samkvæmt erlendum flugfréttamiðli kemur fram að eina einkaþotan sem flaug frá Japan til Tyrklands tveimur dögum fyrir gamlársdag var þota af gerðinni Bombardier Global Express með tyrknesku skráninguna TC-TSR en hún fór í loftið frá Kansai-flugvellinum í Osaka kl. 23.10 að staðartíma.

Einkaþotan sem talið er að hafi flogið með Carlos Ghosn frá Osaka þann 29. desember sl.

Sú þota lenti í Istanbúl kl. 17:26 að staðartíma og rúmri klukkustund síðar, kl. 18:30, fór einkaþota af gerðinni Bombardier Challenger 300, í loftið frá Istanbúl til Beirút. Báðar einkaþoturnar eru skráðar á fyrirtækið MNG Jet Aerospace

Innanríkisráðuneytið í Tyrklandi staðfesti að fjórir flugmenn hafi verið handteknir í tengslum við flótta Ghosn en talið er að þeir starfi allir fyrir leiguflugfélag sem hefur höfuðstöðvar í Istanbúl. Einnig voru þrír aðrir starfsmenn handteknir sem starfa fyrir flugþjónustufyrirtæki og fraktflugfélag.

Ghosn var látinn laus gegn tryggingu í apríl í fyrra en gert að halda sig á heimili sínu í Tókýó og voru öll vegbréf tekinn af honum en hann er með brasilískt, líbanonsk og franskt ríkisfang.

Einkaþotufyrirtækið hefur hafið rannsókn á leigunni á þotunum

MNG Jet Aerospace, sendi frá sér tilkynningu á nýársdag þar sem fram kemur að leigan á einkaþotunum hafi ekki verið „ólögleg“ og sé fyrirtækið að rannsaka með hvaða hætti þoturnar voru teknar á leigu.

Fram kemur að MNG Jet Aerospace hafi komist að tilgangi flugferðanna í gegnum fjölmiðla og segir fyrirtækið að ekki hafi verið skráð rétt nafn fyrir leigunni þar sem nafn Carlos Ghosn kom aldrei fram.

Við komuna til Istanbúl flaug Bombardier Challenger einkaþota með Carlos Ghosn til Beirút í Líbanon„Flóttaflugið“ á Flightradar frá Osaka til Istanbúl  fréttir af handahófi

FAA varar fólk við því að panta flugfar gegnum smáforrit

24. desember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að nýta sér deilihagkerfi með smáforrittum til þess að þiggja flugfar sem virkar eins og Uber í háloftunum

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

Talið að þota frá bandaríska hernum hafi farist í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Talið er að flugvél, sem fórst í Afghanistan í dag, sé einkaþota sem tilheyrir bandaríska flughernum af gerðinni Bombardier E-11A.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00