flugfréttir

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

- Hægt að leigja Cessna 150 flugvélar í allt að 4 vikur

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:55

Fyrsta Cessna 150 flugvélin hjá TimeBuildUSA

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Fyrirtækið, sem heitir TimeBuildUSA og hefur höfuðstöðvar sínar á Palatka-Kay Larkin flugvellinum, skammt vestur af Palm Coast, segir að hugmyndin sé að gefa flugmönnum kost á því að leigja flugvélar af gerðinni Cessna 150 í nokkra daga og þessvegna í nokkrar vikur í stað þess að leigja vélar í nokkrar klukkustundir í senn.

Cary Green hjá TimeBuildUSA segir að vegna skorts á flugmönnum og aukinnar aðsóknar í flugnám að þá sé takmarkað aðgengi að tímasöfnunarflugvélum á markaðnum vestanhafs.

„Með því að gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á að fá langtímaðgengi að flugvélum þá geta flugmenn náð að safna tímum með meiri hraða“, segir Green sem tekur fram að með þessu geta flugmenn í tímasöfnun flogið hvert sem er, á hvaða staði sem þeir langar til og farið í raunverulegri yfirlandsflug og fengið víðtækari reynslu í stað þess að þurfa skila flugvélinni eftir nokkrar klukkustundir.

TimeBuildUSA mun bæta fleiri flugvélum í flotann á árinu

Lágmarksleigutímafjöldi hjá TimeBuildUSA eru 20 klukkustundir og er klukkutíminn á „þurrleigu“ frá 75 bandaríkjadölum sem samsvarar 9.200 krónum.

Fyrirtækið fékk sína fyrstu Cessnu 150 flugvél afhenta í nóvember og munu tvær til viðbótar bætast við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verður fleiri vélum bætt við eftir því sem eftirspurnin eykst.

Gert er ráð fyrir að flestir viðskiptavinirnir séu flugmenn með lágan flugtímafjölda sem eru að safna tímum til að ná lágmarkstímum sem flugfélög fara fram á er kemur að ráðningu.

Ekki má fljúga flugvélum fyrirtækisins lengur en í 500 nm fjarlægð frá Palatka-Kay Larkin flugvellinum

Allir þeir sem sækja um leigu á flugvél munu gangast undir öryggisferli til að tryggja að þeir séu hæfir til þess að leigja vélarnar og verður öryggið í fyrirrúmi að sögn Cary Green sem nefnir að flugmönnum, sem eru ekki að safna tímum vegna flugnáms, standi einnig til boða að leigja vélarnar fyrir persónuleg afnot eða sér til skemmtunnar.

„Bæði erlendir og bandarískir flugmenn vilja einnig leigja flugvélar til þess að fara í fríið og fljúga um“, segir Green.

TimeBuildUSA stefnir einnig á að opna útibú á næstunni í fylkjum þar sem gott veður ríkir flesta daga ársins og sé verið að skoða bæði Arizona og Texas.  fréttir af handahófi

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00