flugfréttir

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

- Hægt að leigja Cessna 150 flugvélar í allt að 4 vikur

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:55

Fyrsta Cessna 150 flugvélin hjá TimeBuildUSA

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Fyrirtækið, sem heitir TimeBuildUSA og hefur höfuðstöðvar sínar á Palatka-Kay Larkin flugvellinum, skammt vestur af Palm Coast, segir að hugmyndin sé að gefa flugmönnum kost á því að leigja flugvélar af gerðinni Cessna 150 í nokkra daga og þessvegna í nokkrar vikur í stað þess að leigja vélar í nokkrar klukkustundir í senn.

Cary Green hjá TimeBuildUSA segir að vegna skorts á flugmönnum og aukinnar aðsóknar í flugnám að þá sé takmarkað aðgengi að tímasöfnunarflugvélum á markaðnum vestanhafs.

„Með því að gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á að fá langtímaðgengi að flugvélum þá geta flugmenn náð að safna tímum með meiri hraða“, segir Green sem tekur fram að með þessu geta flugmenn í tímasöfnun flogið hvert sem er, á hvaða staði sem þeir langar til og farið í raunverulegri yfirlandsflug og fengið víðtækari reynslu í stað þess að þurfa skila flugvélinni eftir nokkrar klukkustundir.

TimeBuildUSA mun bæta fleiri flugvélum í flotann á árinu

Lágmarksleigutímafjöldi hjá TimeBuildUSA eru 20 klukkustundir og er klukkutíminn á „þurrleigu“ frá 75 bandaríkjadölum sem samsvarar 9.200 krónum.

Fyrirtækið fékk sína fyrstu Cessnu 150 flugvél afhenta í nóvember og munu tvær til viðbótar bætast við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verður fleiri vélum bætt við eftir því sem eftirspurnin eykst.

Gert er ráð fyrir að flestir viðskiptavinirnir séu flugmenn með lágan flugtímafjölda sem eru að safna tímum til að ná lágmarkstímum sem flugfélög fara fram á er kemur að ráðningu.

Ekki má fljúga flugvélum fyrirtækisins lengur en í 500 nm fjarlægð frá Palatka-Kay Larkin flugvellinum

Allir þeir sem sækja um leigu á flugvél munu gangast undir öryggisferli til að tryggja að þeir séu hæfir til þess að leigja vélarnar og verður öryggið í fyrirrúmi að sögn Cary Green sem nefnir að flugmönnum, sem eru ekki að safna tímum vegna flugnáms, standi einnig til boða að leigja vélarnar fyrir persónuleg afnot eða sér til skemmtunnar.

„Bæði erlendir og bandarískir flugmenn vilja einnig leigja flugvélar til þess að fara í fríið og fljúga um“, segir Green.

TimeBuildUSA stefnir einnig á að opna útibú á næstunni í fylkjum þar sem gott veður ríkir flesta daga ársins og sé verið að skoða bæði Arizona og Texas.  fréttir af handahófi

Flugu yfir 21.000 flugferðir með ranga jafnvægisútreikninga

13. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað bandaríska flugfélagið Southwest Airlines fyrir að hafa framkvæmt ranga jafnvægis- og þyngdarútreiknina fyrir yfir 21.000 flugferðir sem félagið flaug á t

Ætla að hætta flugrekstri vegna skorts á flugmönnum

2. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Trans States Airlines hefur tilkynnt öllu starfsfólki sínu að félagið muni leggja árar í bát og hætta flugrekstri fyrir lok þessa árs.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00