flugfréttir

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

- Hægt að leigja Cessna 150 flugvélar í allt að 4 vikur

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:55

Fyrsta Cessna 150 flugvélin hjá TimeBuildUSA

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Fyrirtækið, sem heitir TimeBuildUSA og hefur höfuðstöðvar sínar á Palatka-Kay Larkin flugvellinum, skammt vestur af Palm Coast, segir að hugmyndin sé að gefa flugmönnum kost á því að leigja flugvélar af gerðinni Cessna 150 í nokkra daga og þessvegna í nokkrar vikur í stað þess að leigja vélar í nokkrar klukkustundir í senn.

Cary Green hjá TimeBuildUSA segir að vegna skorts á flugmönnum og aukinnar aðsóknar í flugnám að þá sé takmarkað aðgengi að tímasöfnunarflugvélum á markaðnum vestanhafs.

„Með því að gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á að fá langtímaðgengi að flugvélum þá geta flugmenn náð að safna tímum með meiri hraða“, segir Green sem tekur fram að með þessu geta flugmenn í tímasöfnun flogið hvert sem er, á hvaða staði sem þeir langar til og farið í raunverulegri yfirlandsflug og fengið víðtækari reynslu í stað þess að þurfa skila flugvélinni eftir nokkrar klukkustundir.

TimeBuildUSA mun bæta fleiri flugvélum í flotann á árinu

Lágmarksleigutímafjöldi hjá TimeBuildUSA eru 20 klukkustundir og er klukkutíminn á „þurrleigu“ frá 75 bandaríkjadölum sem samsvarar 9.200 krónum.

Fyrirtækið fékk sína fyrstu Cessnu 150 flugvél afhenta í nóvember og munu tvær til viðbótar bætast við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verður fleiri vélum bætt við eftir því sem eftirspurnin eykst.

Gert er ráð fyrir að flestir viðskiptavinirnir séu flugmenn með lágan flugtímafjölda sem eru að safna tímum til að ná lágmarkstímum sem flugfélög fara fram á er kemur að ráðningu.

Ekki má fljúga flugvélum fyrirtækisins lengur en í 500 nm fjarlægð frá Palatka-Kay Larkin flugvellinum

Allir þeir sem sækja um leigu á flugvél munu gangast undir öryggisferli til að tryggja að þeir séu hæfir til þess að leigja vélarnar og verður öryggið í fyrirrúmi að sögn Cary Green sem nefnir að flugmönnum, sem eru ekki að safna tímum vegna flugnáms, standi einnig til boða að leigja vélarnar fyrir persónuleg afnot eða sér til skemmtunnar.

„Bæði erlendir og bandarískir flugmenn vilja einnig leigja flugvélar til þess að fara í fríið og fljúga um“, segir Green.

TimeBuildUSA stefnir einnig á að opna útibú á næstunni í fylkjum þar sem gott veður ríkir flesta daga ársins og sé verið að skoða bæði Arizona og Texas.  fréttir af handahófi

Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak í Vestur-Darfúr

3. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er súdönsk herflutningaflugvél af gerðinni Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í El Geneina, höfuðborg Vestur-Darfúr, í gær.

Airbus fær nýja pöntun í minni gerðina af Airbus A330neo

6. desember 2019

|

Airbus hefur fengið óvænta pöntun í fjórar Airbus A330-800neo breiðþotur en tiltölulega lítill áhugi hefur verið fyrir styttri útgáfunn af A330neo þotunni og á tímabili var Airbus ekki með neinar pan

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00