flugfréttir
Boeing mælir með þjálfun í hermi fyrir endurkomu 737 MAX
- Fóru áður fram á þjálfun með tölvutæki efni á spjaldtölvu

Boeing 737 MAX flughermir
Boeing hefur skipt um skoðun varðandi kröfur sem farið er fram á áður en flugmenn byrja að fljúga aftur Boeing 737 MAX þotunum þegar kyrrsetningu vélanna verður aflétt.
Áður hafði flugvélaframleiðandinn bandaríski greint frá því að nóg væri að þeir flugmenn, sem fljúga Boeing 737 MAX, myndu gangast undir þjálfun með þjálfunarefni á tölvutæku formi á spjaldtölvum til þess að kynna sér þær breytingar sem gerðar hafa verið vegna uppfærslna á MCAS-kerfinu.
Núna hefur Boeing mælt með því að flugmenn fari í þjálfun í flughermi áður en þeir snúa til baka í stjórnklefann en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru að fara yfir kröfur Boeing og verður í kjölfarið ákveðið hvort að skylda verði
að flugmenn gangist undir þjálfun í flughermi.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 10 mánuði
Ef það verður krafa að allir flugmenn gangist undir þjálfun í flughermi gæti það tekið marga mánuði þar sem þjálfa
þarf þúsundir flugmanna á tiltölulega skömmu tímabili á sama tíma sem aðeins 34 flughermar eru tiltækir í heiminum fyrir þann
fjölda.
Átta þessara flugherma eru í eigu Boeing á meðan 26 flugherma er að finna í eigu þeirra flugfélag sem hafa
Boeing 737 MAX í flota sínum. Southwest Airlines hefur til að mynda þrjá flugherma sem verið er að uppfæra
með nýju uppfærslunni á MCAS-kerfinu en það flugfélag hefur 9.100 flugmenn sem fljúga Boeing 737 þotum.
Talið er að FAA muni taka meðmæli Boeing til skoðunar á sama tíma og aðalfundur á vegum Joint Operations Evaluation Board fer fram sem er sérstök nefnd sem stofnuð var í tengslum við flugslysin tvö með Boeing 737 MAX vélarnar.
FAA segist ætla að sjá til þess að því verður fylgt eftir að allar breytingar og uppfærslur verði gerð skil í þjálfun
Boeing 737 MAX flugmanna.


7. desember 2020
|
Markaðsfyrirtækið JetNet telur að eftirspurn eftir einkaþotum á næstu árum verður ekki eins mikil og upphaflega var gert ráð fyrir en fyrirtækið hefur uppfært spá sína varðandi eftirspurn eftir einka

29. október 2020
|
Stofnað hefur verið nýtt flugfélag í Litháen sem nefnist Heston Airlines og stendur til að félagið hefji reglubundið flug snemma á næsta ári.

14. desember 2020
|
Ekki stendur til að aflýsa rússnesku flugsýningunni MAKS sem fram fer á næsta ári þrátt fyrir að búið sé að aflýsa bæði Paris Air Show flugsýninginni og Farnborough flugsýningunni í Bretlandi.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.