flugfréttir

NTSB mun taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran

10. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segir að stofnunin muni taka þátt í rannsókn á slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segja að nefndin muni taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Teheran þann 8. janúar síðastliðinn.

NTSB tekur ekki fram með hvaða hætti stofnunin ætlar að taka þátt í rannsókninni á slysinu þar sem írönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki sé vilji til þess að vinna að rannsókninni með aðkomu Bandaríkjanna.

NTSB tekur fram að stofnunin hafi fengið formlega tilkynningu varðandi flugslysið og vitnar í sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í viðauka Annex 13 er varðar flugslys og rannsóknir á flugslysum og flugatvikum.

Samkvæmt Annex 13 kemur fram að það land skal leiða rannsókn á flugslysi þar sem slysið átti sér stað eða nefna það land sem skal taka rannsóknina að sér ef svo ber undir. Þá eru öðrum löndum gert að taka þátt ef þau búa yfir betri sérfræðiþekkingu til þess eða hafa yfir að ráð betri tækjum og aðbúnaði.

176 manns létu lífið í flugslysinu en flestir farþega um borð voru Íranir og Kanadamenn

Tilkynning NTSB kemur sama dag og yfirlýsing frá bandarískum stjórnvöldum sem tilkynntu í gær að þau hafi undir höndum áreiðanlegar heimildir fyrir því að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Þá hefur myndbandi verið dreift, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem á að sýna hvar flugskeyti er skotið á loft að næturlagi og hæfir þotuna í flugtaki sem fellur logandi til jarðar.

Stjórnvöld í Íran hafa neitað því að flugskeyti hafi verið skotið í átt að þotunni af þeirra hálfu en þotan fórst nokkrum klukkutímum eftir loftskeytaárás Írana á herstöðvar í Írak.  fréttir af handahófi

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

2. desember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Fyrsta A350 þotan fyrir SAS flýgur fyrsta flugið

7. nóvember 2019

|

Fyrsta Airbus A350 þotan fyrir SAS (Scandinavian Airlines) hóf sig á loft í gær er hún fór í sitt fyrsta tilraunaflug áður en hún verður afhent til félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00