flugfréttir

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

- Stærsta flugfélagið í innanlandsflugi á Bretlandi berst í bökkum

14. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

De Havilland Dash 8 Q400 flugvél Flybe á flugvelinum í Cork á Írlandi

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að félagið sé á barmi gjaldþrots.

Neyðarfundur fer fram í dag innan herbúða Flybe sem mun eiga viðræður með breska samgönguráðuneytinu vegna framtíð félagsins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin vinni hörðum höndum að því að gera allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Flybe fyrir horn en tekur fram að það sé takmarkað hvað stjórnvöld geta gert til þess að bjarga einstaka fyrirtækjum.

Ein leiðin sem nefnd er sé að lækka skatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi en með því myndu skattagreiðslur í rekstri Flybe upp á 16 milljarða króna frestast fram til ársins 2023 sem myndi létta róður félagsins og skapa rými fyrir Flybe til þess að snúa rekstrinum á réttan kjöl.

Farþegar ganga um borð í flugvél Flybe á flugvellinum í Edinborg

Sú tillaga hefur sætt harðri gagnrýni þar sem það er sagt stangast á við stefnu stjórnvalda í öðrum löndum í Evrópu sem hafa hækkað skatta á flugsamgöngur af umhverfissjónarmiðum og segir Doug Parr hjá Greenpeace í Bretlandi að það væri mikil afturför fyrir stefnu Bretlands í málum er varðar kolefnisjöfnun í fluginu.

Flybe er umsvifamesta flugfélag í innanlandsfluginu á Bretlandseyjum og er félagið einnig stærsti flugrekandi í heimi er kemur að Dash 8 Q400 flugvélunum en félagið flýgur milli 85 flugvalla og þar af til 17 flugvalla í Bretlandi auk þess sem félagið flýgur einnig til Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Sviss og til Frakklands.

Flybe hefur einn stærsta flugflota í heimi af Dehavilland Dash 8 Q400 flugvélunum

Flybe býður upp á nauðsynlegar samgöngur fyrir fjölmörg bæjarfélög á Bretlandseyjum og flýgur til margar flugvalla sem önnur flugfélög myndu ekki geta fyllt í skarðið strax ef félagið hættir starfsemi sinni auk þess sem aðrar samgönguleiðir eru ekki í boði fyrir suma bæi.

„Leiðirnar sem félagið er að fljúga eru of litlar fyrir flugfélög á borð við easyJet og Ryanair sem nota mun stærri flugvélar“, segir Garry Graham, ritari hjá verkalýðsfélaginu Prospect, en hann tekur fram að ef Flybe heyrir sögunni til þá munu um 2.000 starfsmenn missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Tvær þotur til Akureyrar eftir að flugvél sat föst á braut í Keflavík

28. október 2019

|

Viðbúnaðarástand skapaðist snemma í morgun á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraþota af gerðinni British Aerospace BAe 125-800, sem var að koma frá Írland, festist á flugbraut eftir að hafa runnið út

Tvær einkaþotur rákust saman

18. nóvember 2019

|

Árekstur varð milli tveggja einkaþotna sem skullu saman á flugvellinum í San Antonio í Texas sl. föstudag.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00