flugfréttir

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

- Stærsta flugfélagið í innanlandsflugi á Bretlandi berst í bökkum

14. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

De Havilland Dash 8 Q400 flugvél Flybe á flugvelinum í Cork á Írlandi

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að félagið sé á barmi gjaldþrots.

Neyðarfundur fer fram í dag innan herbúða Flybe sem mun eiga viðræður með breska samgönguráðuneytinu vegna framtíð félagsins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin vinni hörðum höndum að því að gera allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Flybe fyrir horn en tekur fram að það sé takmarkað hvað stjórnvöld geta gert til þess að bjarga einstaka fyrirtækjum.

Ein leiðin sem nefnd er sé að lækka skatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi en með því myndu skattagreiðslur í rekstri Flybe upp á 16 milljarða króna frestast fram til ársins 2023 sem myndi létta róður félagsins og skapa rými fyrir Flybe til þess að snúa rekstrinum á réttan kjöl.

Farþegar ganga um borð í flugvél Flybe á flugvellinum í Edinborg

Sú tillaga hefur sætt harðri gagnrýni þar sem það er sagt stangast á við stefnu stjórnvalda í öðrum löndum í Evrópu sem hafa hækkað skatta á flugsamgöngur af umhverfissjónarmiðum og segir Doug Parr hjá Greenpeace í Bretlandi að það væri mikil afturför fyrir stefnu Bretlands í málum er varðar kolefnisjöfnun í fluginu.

Flybe er umsvifamesta flugfélag í innanlandsfluginu á Bretlandseyjum og er félagið einnig stærsti flugrekandi í heimi er kemur að Dash 8 Q400 flugvélunum en félagið flýgur milli 85 flugvalla og þar af til 17 flugvalla í Bretlandi auk þess sem félagið flýgur einnig til Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Sviss og til Frakklands.

Flybe hefur einn stærsta flugflota í heimi af Dehavilland Dash 8 Q400 flugvélunum

Flybe býður upp á nauðsynlegar samgöngur fyrir fjölmörg bæjarfélög á Bretlandseyjum og flýgur til margar flugvalla sem önnur flugfélög myndu ekki geta fyllt í skarðið strax ef félagið hættir starfsemi sinni auk þess sem aðrar samgönguleiðir eru ekki í boði fyrir suma bæi.

„Leiðirnar sem félagið er að fljúga eru of litlar fyrir flugfélög á borð við easyJet og Ryanair sem nota mun stærri flugvélar“, segir Garry Graham, ritari hjá verkalýðsfélaginu Prospect, en hann tekur fram að ef Flybe heyrir sögunni til þá munu um 2.000 starfsmenn missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Skaðabótagreiðslunni verður deilt með starfsfólkinu

3. janúar 2020

|

American Airlines hefur greint frá því að félagið hyggst deila skaðabótaupphæðinni, sem félagið á von á því að fá greidda frá Boeing venga kyrrsetningarinnar á 737 MAX þotunum, með starfsfólki félags

Banna allt innanlandsflug með farþega á Indlandi

23. mars 2020

|

Ríkisstjórn Indlands hefur bannað allt innanlandsflug með farþega þar í landi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

A321neo framleidd í Toulouse eftir að smíði A380 verður hætt

22. janúar 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á Airbus A321neo þotunum í Toulouse í fyrsta sinn og verður sú staðsetning því sú þriðja í heiminum þar sem A321neo þotan verður framleidd auk

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00