flugfréttir

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

- Flogið í 19.000 feta hæð í 5 tíma og með flapa niðri

16. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:03

Flugtíminn frá Varsjá til Tel Aviv í gær var rúmar 5 klukkustundir

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Pólska flugfélagið Enter Air flaug einni Boeing 737 MAX 8 þotu í gær sérstakt ferjuflug frá Varsjá til Tel Aviv en þotan mun gangast undir viðhald í Ísrael á næstu dögum.

Líkt og þegar Icelandair flaug nýju Boeing 737 MAX þotunum af landi brott fyrir veturinn sl. haust þá þurftu flugmenn hjá Enter Air einnig að fljúga vélinni með flapa niðri sem þýddi að þotan flaug í lægri flughæð og brenndi meira eldsneyti á leiðinni suður til botns Miðjarðarhafsins.

SP-EXB í aðflugi að Ben Gurion flugvellinum í Tel Aviv í gær

Þotan, sem ber skráninguna SP-EXB var ekki flogið hærra en í 19.000 fetum og lá flugleiðin frá Varsjá suður yfir Slóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og meðfram vesturströnd Tyrklands og lækkaði þotan svo flugið suður af Kýpur.

Enter Air hefur fengið tvær Boeing 737 MAX þotur afhentar en að öðru leyti hefur félagið 21 þotu af gerðinni Boeing 737-800 í flotanum.

Í byrjun þessarar viku voru liðnir 10 mánuðir frá því að flugmálayfirvöld víðsvegar um heiminn kyrrsettu Boeing 737 MAX þoturnar en enn er ekki vitað hvenær þær fá grænt ljós til þess að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fraktflugvél brotlenti í Sómalíu

14. júlí 2020

|

Allir komust lífs af í flugslysi í Sómalíu er fraktflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 frá flugfélaginu Blue Bird Aviation brotlenti í lendingu í dag á Belet Uen flugvellinum nálægt borginni Bele

Skortur á geymsluplássi fyrir nýjar Dreamliner-þotur

20. júlí 2020

|

Boeing stendur nú frammi fyrir þeim vanda að vera uppiskroppa með pláss til að leggja öllum þeim Dreamliner-þotum sem koma út úr færibandinu í verksmiðjunum í Everett.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00