flugfréttir

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

- Xiamen Airlines hefur 167 þotur í flotanum sem eru allar af Boeing-gerð

16. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:15

Frá stofnun Xiamen Airlines árið 1984 hefur félagið eingöngu haft Boeing-þotur í flotanum

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Xiamen Airlines hefur 167 þotur í flotanum af gerðinni Boeing 737-700, 737-800, Boeing 737 MAX 8 auk Dreamliner-þotna af gerðinni Boeing 787-8 og Boeing 787-9.

Félagið íhugar nú að panta tíu Airbus A321neo þotur sem yrðu afhentar frá árinu 2021 og myndu afhendingar standa fram til ársins 2023.

Tilkynningin frá Xiamen Airlines kemur degi eftir að Bandaríkin og Kína undirrituðu Phase One viðskiptasamkomulagið sem mun auðvelda Boeing að selja fleiri flugvélar til Kína.

Með samkomulaginu hafa stjórnvöld í Kína fallist á að auka innflutning á vörum og þjónustu frá Bandaríkjunum um allt að 200 milljarða bandaríkjadali á næstu tveimur árum og þar á meðal á innflutningi á flugvélum en Boeing hefur átt í samskiptum við Kína vegna sölu á flugvélum í yfir hálfa öld.

Xiamen Airlines, sem hefur 138 Boeing 737-800 þotur í flotanum, hefur fengið tíu Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar en félagið á einnig von á tíu vélum af gerðinni Boeing 737 MAX 10.  fréttir af handahófi

Starfsmenn á Heathrow boða til verkfalls

10. ágúst 2020

|

Starfsmenn á Heathrow-flugvellinum í London hafa boðað til verkfallsaðgerða og hóta þeir að leggja niður störf sín til þess að mótmæla „óheiðarlegum launalækkunum“ og skerðingu á kjörum og fríðindum.

Svíþjóð hafnar beiðni Norwegian um ríkisábyrgð

19. ágúst 2020

|

Eftir að hafa rétt náð að þrauka í gegnum fyrri bylgju COVID-19 faraldursins stendur norska flugfélagið Norwegian núna frammi fyrir miklum vanda þar sem sænska ríkisstjórnin hefur hafnað beiðni féla

Icelandair náði samningum við flugfreyjur í nótt

19. júlí 2020

|

Samningar hafa náðst milli Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands en flugfreyjur og flugþjónar settust aftur að samningaborðinu í gærkvöldi þar sem gerð var lokatilraun til þess að ná samningum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00