flugfréttir

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

- Óska eftir tilboði í fimm A340-300 og fjórar A340-600 breiðþotur

17. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:56

Breiðþotufloti South African Airways á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Um er að ræða alls níu Airbus A340 breiðþotur, fimm af gerðinni A340-300 og fjórar af gerðinni A340-600 en flugfélagið suðurafríska hefur 16 Airbus A340 breiðþotur í flotanum.

Airbus A340-300 þoturnar eru frá 15 til 22 ára gamlar á meðan meðalaldur A340-600 breiðþotnanna eru um 16.5 ár. Eftir söluna mun félagið standa uppi með þrjár Airbus A340-300 þotur og fimm A340-600 þotur.

Þá hefur félagið auglýst til sölu fimmtán þotuhreyfla af gerðinni CFM56 og Trent 500 frá Rolls-Royce auk varaaflstöðvakerfis (APU).

Félagið hefur einnig ráðið ráðgjafarfyrirtækið Matuson Associates til þess að sjá um að gera viðsnúningsáætlun en fyrri viðsnúningsáætlanir hafa ekki gengið eftir eins og til stóð.

ZS-SND er ein af þeim breiðþotum sem félagið hefur sett á sölu

Áhugasamir aðilar hafa frest til 30. janúar næstkomandi til þess að senda inn tilboð og mun tilboðið gilda í 180 daga eftir það.

South African Airways sótti um gjaldþrotameðferð í desember 2019 og stóð til að ríkisstjórn Suður-Afríku og einkareknir fjárfestar myndu setja 17 milljarða króna inn í rekstur félagsins en ríkisstjórnin hefur ekki enn greitt sinn hlut af þeirri fjárveitingu.

Fram kemur að ef félagið fær ekki aukafjármagn inn í reksturinn fyrir 19. janúar gæti svo farið að félagið neyðist til þess að fella niður flugferðir og mögulega verður ekki hægt að greiða starfsfólki laun.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX 10 frumsýnd - Hjólastellið lengist í flugtakinu

25. nóvember 2019

|

Boeing frumsýndi síðastliðna helgi fyrstu útgáfuna af 737 MAX 10 sem er lengsta MAX-þotan en hún kemur á markað á næsta ári.

Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak í Vestur-Darfúr

3. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er súdönsk herflutningaflugvél af gerðinni Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í El Geneina, höfuðborg Vestur-Darfúr, í gær.

FAA: Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr heldur en síðar

27. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr en áætlanir Boeing gera ráð fyrir.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.