flugfréttir

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

- Óska eftir tilboði í fimm A340-300 og fjórar A340-600 breiðþotur

17. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:56

Breiðþotufloti South African Airways á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Um er að ræða alls níu Airbus A340 breiðþotur, fimm af gerðinni A340-300 og fjórar af gerðinni A340-600 en flugfélagið suðurafríska hefur 16 Airbus A340 breiðþotur í flotanum.

Airbus A340-300 þoturnar eru frá 15 til 22 ára gamlar á meðan meðalaldur A340-600 breiðþotnanna eru um 16.5 ár. Eftir söluna mun félagið standa uppi með þrjár Airbus A340-300 þotur og fimm A340-600 þotur.

Þá hefur félagið auglýst til sölu fimmtán þotuhreyfla af gerðinni CFM56 og Trent 500 frá Rolls-Royce auk varaaflstöðvakerfis (APU).

Félagið hefur einnig ráðið ráðgjafarfyrirtækið Matuson Associates til þess að sjá um að gera viðsnúningsáætlun en fyrri viðsnúningsáætlanir hafa ekki gengið eftir eins og til stóð.

ZS-SND er ein af þeim breiðþotum sem félagið hefur sett á sölu

Áhugasamir aðilar hafa frest til 30. janúar næstkomandi til þess að senda inn tilboð og mun tilboðið gilda í 180 daga eftir það.

South African Airways sótti um gjaldþrotameðferð í desember 2019 og stóð til að ríkisstjórn Suður-Afríku og einkareknir fjárfestar myndu setja 17 milljarða króna inn í rekstur félagsins en ríkisstjórnin hefur ekki enn greitt sinn hlut af þeirri fjárveitingu.

Fram kemur að ef félagið fær ekki aukafjármagn inn í reksturinn fyrir 19. janúar gæti svo farið að félagið neyðist til þess að fella niður flugferðir og mögulega verður ekki hægt að greiða starfsfólki laun.  fréttir af handahófi

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

Innanlandsflug í Kína að ná fullum bata eftir COVID-19

27. ágúst 2020

|

Innanlandsflug í Kína er að ná fullum bata eftir COVID-19 heimsfaraldurinn og er því spáð að fjöldi flugferða í innanlandsflugi þar í landi á eftir að verða sá sami og árið 2019 strax í næsta mánuði

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00