flugfréttir
Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni
- Spilaði tölvuleik á upplýsingaskjá sem sýnir farþegum kort af flugstöðinni

Ljósmynd sem farþegi í flugstöðinni tók er hann gaf því gaum að annar farþegi væri að nota skjánna í flugstöðinni til að spila tölvuleik
Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingaskjá í flugstöðinni.
Ekki kemur fram hvaða tölvuleik farþeginn var að spila en talsmaður flugvallarins í Portland sagði að starfsfólk
hefði beðið manninn um að vera ekki að spila tölvuleiki á skjám sem eru ætlaðir til þess að sýna farþegum upplýsingar
um flugstöðina.
Farþeginn spurði starfsmanninn hvort hann mætti allaveganna klára leikinn og var því svarað neitandi og var farþeginn
mjög samvinnufús og aftengdi leikjatölvuna án frekari eftirmála.
„Svo virðir vera að hann hafi verið mjög kurteis í samskiptum og þetta var ekkert vesen. Góð áminning um hvað
á ekki að gera á flugvöllum“, segir Kara Simonds, talsmaður flugvallarins í Portland.
Ekki fylgir fréttinni hvort að farþeginn hafi náð að klára borðið í leiknum.
This guy has his video game plugged into one of the airport monitors.
— Stefan Dietz 🏍️🌎 . 🚒 . 🔧 (@coyotetrips) January 17, 2020
Seen yesterday at @flypdx. pic.twitter.com/9bTqc9i2Ya


15. desember 2020
|
Rússneska MC-21-300 farþegaþotan hefur flogið sitt fyrsta flug með rússnesku PD-14 hreyflunum sem framleiddir eru af hreyflaframleiðandanum Aviadvigatel.

26. desember 2020
|
Flugfélagið Montenegro Airlines, ríkisflugfélag Svartfjallalands, er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi og var síðasta áætlunarflugið farið á Jóladag sem var áætlunarflug á milli Be

22. desember 2020
|
Á meðan flest flugfélög hafa dregið úr áformum sínum um langflug til fjarlægra áfangastaða þá hefur kóreska flugfélagið T´way Air gert samkomulag við flugvélaleigufyrirtæki um leigu á þremur Airbus A

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.