flugfréttir

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

- Margir höfðu greitt milljónir króna fyrir samtvinnað atvinnuflugnám

20. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:53

Nemendur í ATPL námi við Ottawa Aviation Services flugskólann árið 2018

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Flugskólinn hætti starfsemi sinni á dögunum eftir að flugmálayfirvöld í Kanada sviptu flugskólann réttindum til þess að halda úti flugkennslu eftir að í ljós kom að flugskólinn uppfyllti ekki kröfur flugmálayfirvalda sem einkarekinn flugskóli.

Ottawa Aviation Services hefur verið starfræktur frá árinu 2015 og segir John Richardson, einn flugkennari sem ráðinn var til starfa til skólans fyrir tveimur árum síðan, að hann hafi byrjað að taka eftir vandamálum í rekstri sl. sumar.

Einn af nemendum skólans í samtvinnuðu atvinnuflugnámi

Richardson segir að fyrstu vísbendingarnar voru þær að skólinn hætti að greiða starfsfólki laun og segir hann að skólinn skuldi sér um 2.8 milljónir króna í laun. Richardson segir að margir flugkennarar hafi yfirgefið skólann vegna launamála en margir hafi þó haldið áfram vegna samkenndar við nemendur.

Einn af nemendum við skólann er Simon Hanington, 39 ára gamall viðskiptaráðgjafi sem ákvað að breyta til og elta drauminn um að verða atvinnuflugmaður en hann hefur greitt skólanum um 500.000 krónur á mánuði til þess að taka allt flugnámið á 18 mánuðum. Hanington var tjá að ómögulegt væri að vera í fullri vinnu með náminu vegna þess hversu strangt námið væri með þessu fyrirkomulagi en samtvinnað atvinnuflugnám krefst mikils aga og tíma að öllu jöfnu.

Þar sem Simon er viðskiptaráðgjafi ákvað hann að grenslast nánar fyrir um orsök vandamálsins hjá flugskólanum og komst hann að því að margir nemendur höfðu aðeins flogið örfáum sinnum en samt greitt 500.000 krónur á mánuði en sjálfur var hann komin með 20 flugtíma þegar skólinn lokaði dyrunum.

Erlendir nemendur hafi orðið verr úti en sumir þeirra sem koma frá löndum á borð við Kína höfðu greitt skólanum um 11 milljónir króna fyrir námið. Einhverjir hafa náð að skrá sig í flugnám að nýju hjá öðrum flugskólum en vegna þess hversu mikil aðsókn er í flugnám í Kanada vegna skorts á flugmönnum í heiminum þá er víða fullbókað hjá öðrum flugskólum.

Simon Hanington er einn þeirra sem hefur þurft að leita nýrra leiða til þess að klára flugnámið

Talið er að flugfélög og flugiðnaðurinn í Kanada þurfi á 7.300 nýjum atvinnuflugmönnum að halda á næstu fimm árum sem er 3.000 fleiri flugmenn en flugskólarnir í landinu ná að útskrifa.

Menntamálaráðuneytið í Kanda segist ætla að sjá til þess að nemendur við skólann fái aðgang að sérstökum menntasjóði til þess að halda flugnáminu áfram í héraðinu og verði veitt aðstoð til þess að fá það endurgreitt sem þeir höfðu þegar borgað fyrir hjá Ottawa Aviation Services.

Um 125 nemendur stunduðu flugnám við skólann rétt áður en hann hætti starfsemi sinni og voru um 40% nemenda erlendir flugnemar.

Fram kemur að vonast sé til þess að flugskólinn geti hafið starfsemi sína að nýju með nýjum eigendum fyrir lok þessa mánaðar en Richardson, flugkennari, efast um að það gangi upp þar sem flugskólinn hafi ekki neinar kennsluvélar lengur og enga flugkennara.

Aðsókn í atvinnuflugnám hefur aukist til muna víðsvegar í heiminum á undanförnum árum en atvinnumöguleikar í fluginu eru almennt mjög góðir þar sem gríðarleg eftirspurn er eftir nýjum flugmönnum sem spáð er að muni aukast á næstu árum.  fréttir af handahófi

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Kennsla hafin í nýrri flugakademíu Qantas í Ástralíu

29. janúar 2020

|

Qantas hefur tekið í notkun sinn eigin flugskóla á Toowoomba Wellcamp flugvellinum í Ástralíu en þar er gert ráð fyrir að hægt verði að þjálfa 250 nýja flugmenn á ári.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00