flugfréttir

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

- Margir höfðu greitt milljónir króna fyrir samtvinnað atvinnuflugnám

20. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:53

Nemendur í ATPL námi við Ottawa Aviation Services flugskólann árið 2018

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Flugskólinn hætti starfsemi sinni á dögunum eftir að flugmálayfirvöld í Kanada sviptu flugskólann réttindum til þess að halda úti flugkennslu eftir að í ljós kom að flugskólinn uppfyllti ekki kröfur flugmálayfirvalda sem einkarekinn flugskóli.

Ottawa Aviation Services hefur verið starfræktur frá árinu 2015 og segir John Richardson, einn flugkennari sem ráðinn var til starfa til skólans fyrir tveimur árum síðan, að hann hafi byrjað að taka eftir vandamálum í rekstri sl. sumar.

Einn af nemendum skólans í samtvinnuðu atvinnuflugnámi

Richardson segir að fyrstu vísbendingarnar voru þær að skólinn hætti að greiða starfsfólki laun og segir hann að skólinn skuldi sér um 2.8 milljónir króna í laun. Richardson segir að margir flugkennarar hafi yfirgefið skólann vegna launamála en margir hafi þó haldið áfram vegna samkenndar við nemendur.

Einn af nemendum við skólann er Simon Hanington, 39 ára gamall viðskiptaráðgjafi sem ákvað að breyta til og elta drauminn um að verða atvinnuflugmaður en hann hefur greitt skólanum um 500.000 krónur á mánuði til þess að taka allt flugnámið á 18 mánuðum. Hanington var tjá að ómögulegt væri að vera í fullri vinnu með náminu vegna þess hversu strangt námið væri með þessu fyrirkomulagi en samtvinnað atvinnuflugnám krefst mikils aga og tíma að öllu jöfnu.

Þar sem Simon er viðskiptaráðgjafi ákvað hann að grenslast nánar fyrir um orsök vandamálsins hjá flugskólanum og komst hann að því að margir nemendur höfðu aðeins flogið örfáum sinnum en samt greitt 500.000 krónur á mánuði en sjálfur var hann komin með 20 flugtíma þegar skólinn lokaði dyrunum.

Erlendir nemendur hafi orðið verr úti en sumir þeirra sem koma frá löndum á borð við Kína höfðu greitt skólanum um 11 milljónir króna fyrir námið. Einhverjir hafa náð að skrá sig í flugnám að nýju hjá öðrum flugskólum en vegna þess hversu mikil aðsókn er í flugnám í Kanada vegna skorts á flugmönnum í heiminum þá er víða fullbókað hjá öðrum flugskólum.

Simon Hanington er einn þeirra sem hefur þurft að leita nýrra leiða til þess að klára flugnámið

Talið er að flugfélög og flugiðnaðurinn í Kanada þurfi á 7.300 nýjum atvinnuflugmönnum að halda á næstu fimm árum sem er 3.000 fleiri flugmenn en flugskólarnir í landinu ná að útskrifa.

Menntamálaráðuneytið í Kanda segist ætla að sjá til þess að nemendur við skólann fái aðgang að sérstökum menntasjóði til þess að halda flugnáminu áfram í héraðinu og verði veitt aðstoð til þess að fá það endurgreitt sem þeir höfðu þegar borgað fyrir hjá Ottawa Aviation Services.

Um 125 nemendur stunduðu flugnám við skólann rétt áður en hann hætti starfsemi sinni og voru um 40% nemenda erlendir flugnemar.

Fram kemur að vonast sé til þess að flugskólinn geti hafið starfsemi sína að nýju með nýjum eigendum fyrir lok þessa mánaðar en Richardson, flugkennari, efast um að það gangi upp þar sem flugskólinn hafi ekki neinar kennsluvélar lengur og enga flugkennara.

Aðsókn í atvinnuflugnám hefur aukist til muna víðsvegar í heiminum á undanförnum árum en atvinnumöguleikar í fluginu eru almennt mjög góðir þar sem gríðarleg eftirspurn er eftir nýjum flugmönnum sem spáð er að muni aukast á næstu árum.  fréttir af handahófi

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

19. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00