flugfréttir

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

- Kvarta undan ertingi eftir að hafa fengið þotueldsneyti yfir sig

20. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:41

Boeing 777 þotan frá Delta Air Lines þurfti að losa sig við þónokkuð magn af eldsneyti til að geta lent eftir á flugvellinum í Los Angeles

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti yfir nokkrum grunnskólum í borginni í kjölfar neyðartilfellis sem kom upp eftir flugtak.

Delta Air Lines hefur staðfest að flugvél á vegum félagsins hafi þurft að losa sig við eldsneyti en slíkt er gert í þeim tilgangi til að minnka þyngd vélarinnar svo hún geti lent aftur ef neyðaratvik kemur upp skömmu eftir brottför.

Lögfræðingur, sem fer með málið fyrir hönd fjögurra kvenna sem eru kennarar við grunnskólana, segir að skjólstæðingar sínir hafi fengið úða af eldsneyti upp í sig, í nefið, auk þess sem þeir fundu fyrir ertingi á húð og í augum. Þá segja kennararnir að þeir hafi þjást bæði af tilfinningalegum og líkamlegum óþægindum frá því að atvikið átti sér stað sl. miðvikudag.

Í málsókninni, sem var send til dómstóls í Los Angeles sl. föstudag, segir að þotueldsneyti sé hættulegt mönnum og sé vitnað í upplýsingar frá eiturefna- og sjúkdómavörnum Bandaríkjanna. Þá segir í málsókninni að þotueldsneyti geti valdið lifrarskemmdum, heyrnarskaða og geti skert ónæmiskerfi fólks.

Þá segja kennararnir að Delta Air Lines hefði í fyrsta lagi ekki átt að leyfa flugmönnunum að fara í loftið og að félagið hefði átt að stöðva brottförina og einnig saka þeir flugmennina um að hafa ekki fylgt reglugerðum.

Grunnskólakennararnir fjórir höfðuðu mál geng Delta Air Lines sl. föstudag

Samkvæmt lögum og reglugerðum í flugi er kemur að losun elsneytis, sem á flugmáli kallast á ensku „fuel jettisoning“ kemur fram að slíkt kerfi, sé það fyrir hendi, þurfi að geta losað flugvél við eldsneyti svo hægt sé að ná þyngd vélarinnar úr flugtaksþyngd (TOM - „Take-off Mass“) niður í lendingarþyngd (LM - „Landing Mass“) á 15 mínútum.

Farið er fram á að slíkt sé gert yfir svæði sem hentar til losunar og þá helst yfir sjó og það í yfir 10.000 feta hæð svo að eldsneytið nái að gufa upp í andrúmsloftinu áður en það nær að falla til jarðar.

Ef um alvarlegt neyðartilfelli er að ræða er flugmönnum heimilt að losa sig við eldsneyti tafarlaust og þá hvar sem er ef nauðsynlegt er að lenda sem fyrst.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvikið sem átti sér stað yfir Los Angeles en stofnunin segir að flugmenn vélarinnar hafi losað sig við eldsneytið án þess að ráðfæra sig við flugumferðarstjóra en samkvæmt upptöku frá samskiptum milli flugturns og flugmanna þá sögðu flugmennirnir að það væri ekki nauðsynlegt að losa sig við eldsneyti þegar þeir voru spurðir að því.

Þotan, sem var af gerðinni Boeing 777, var á leið til Shanghai en skömmu eftir flugtak kom upp vandamál með hægri hreyfil vélarinnar.  fréttir af handahófi

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

28. desember 2019

|

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhen

Air France staðfestir pöntun í 60 Airbus A220 þotur

18. desember 2019

|

Air France-KLM hefur staðfest pöntun í sextíu farþegaþotur af gerðinni Airbus A220 sem áður voru framleiddar undir nafninu CSeries hjá Bombardier.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00