flugfréttir

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

- Þrátt fyrir það er bjart framundan og tækifærin mörg

21. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:45

Þrátt fyrir mótbyr þá sér Avolon frá á mörg tækifæri í fluginu og þá sérstaklega er kemur að leigu á flugvélum

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverfismálum og loftlagsbreytingum.

„Á meðan við spenntum beltin og bjuggum okkur undir þetta árið 2019 þá verður 2020 árið sem við munum þræða okkur í gegnum ókyrrðina“. Þetta kemur fram í skýrslu sem Avolon gaf út síðastliðinn sunnudag.

Þar segir að „þoka“ í stjórnmálum muni hafa áhrif á flugiðnaðinn auk viðskiptahafta af hálfu Bandaríkjanna, aukinnar spennu í Miðausturlöndum og einnig vegna ástandsins í Hong Kong.

Í skýrslunni segir að „flugsamviskubit“ og „flugskömm“, þar sem farþegar eru hvattir til þess að sniðganga flugsamgöngur, hafi haft áhrif á flugfélög í norðurhluta Evrópu í fyrra og sé nauðsynlegt að flugfélög geri sitt besta til þess að bæta úr kolefnafórspori til að koma til móts við þessi hugtök og upplýsa almenning jafnóðum um þær aðgerðir sem gerðar eru í umhverfismálum.

Þrátt fyrir mótbyr þá sér Avolon frá á mörg tækifæri í fluginu og þá sérstaklega er kemur að leigu á flugvélum en þau eru í meirihluta þau flugfélög sem taka flugvélar á leigu í stað þess að kaupa beint frá framleiðanda.

Avolon telur að vandamálið með Boeing 737 MAX vélarnar eigi eftir að leysast á árinu

Avolon spáir því að flugfélög í heiminum eigi eftir að leggja inn pöntun upp á 150 milljarða bandaríkjadali á þessu ári sem samsvarar 18 þúsund milljörðum króna.

Yfir 20 flugfélög urðu gjaldþrota árið 2019 eða hættu starfsemi sinni en Avolon segir að flestallar þær flugvélar, sem þau félög höfðu á leigu, hafa verið leigðar út aftur til annarra flugfélaga sem endurspeglar eftirspurn eftir flugvélum.

Spá því að MAX vélarnar fljúga á ný á árinu

Avolon spáir því einnig að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á ný og það á þessu ári og að öll vandamál er varðar þá flugvél muni heyra sögunni til þegar árið 2020 er á enda.

„Boeing 737 MAX er komin til að vera. Boeing mun með öruggum hætti ná að koma henni eftir í loftið og fá tekjur af þeim á þessu ári og farþegar munu fljúga með vélunum“, segir í skýrslunni.

Avolon spáir því ekki að flugvélaframleiðendurnir eigi eftir að tilkynna um nýja flugvélategund þar sem bæði Boeing og Airbus eru með nóg á sinni könnu, annars vegar að koma Boeing 737 MAX aftur í umferð og Airbus mun einblína á fleiri pantanir í hina nýju, langdrægu, Airbus A321XLR.

Að lokum segir að Boeing muni ekki ýta úr vör nýrri farþegaþotu í ár sem kennt hefur verið við Boeing 797 en sennilega mun framleiðandinn koma með fleiri yfirlýsingar varðandi fyrirhugaða þotu þar sem Boeing er undir þrýstingi frá Airbus sem ætlar að koma með A321XLR á markaðinn.  fréttir af handahófi

Óljósar upplýsingar varðandi flugslys í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að flugslys hafi átt sér stað í Afghanistan í dag og sé um að ræða farþegaþotu með yfir 80 farþega um borð en aðrir fréttamiðlar segja að 110 manns séu um borð.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Avianca afpantar tuttugu Airbus A320neo þotur

8. janúar 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í tuttugu farþegaþotur af gerðinni Airbus A320neo og seinkað afhendingum á fleiri A320neo þotum fram til ársins 2025.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00