flugfréttir

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

- Segja breska ríkið vera að mismuna öðrum breskum flugfélögum

22. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Flugvélar Flybe og Ryanair

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og fresta skattagreiðslum til þess að létta róður félagsins sem var á barmi gjaldþrots fyrr í þessum mánuði.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að um ólöglegar aðgerðir sé að ræða og sé verið að mismuna öðrum flugfélögum sem fá ekki að njóta sömu kjara er kemur að skattgreiðslum og álögum á innanlandsflug í Bretlandi og segir framkvæmdarstjórinn að með þessu sé verið að stuðla að óheilbrigðri samkeppni.

Þá hefur flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, sent formlega kvörtun til samkeppnistofnunnar Evrópusambandsins vegna ríkisaðstoðar bresku ríkisstjórnarinnar til Flybe.

Wille Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, segir að Flybe sé að fara fram á að skattgreiðendur bæti upp fyrir slæma stjórnun á flugfélaginu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, og Willie Walsh,
framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways

Breska ríkisstjórnin neitar því að hafa brotið reglur varðandi ríkisaðstoð og vísar í þá staðreynd að í 700.000 tilvikum hafi breska ríkið hliðrað tímasetningu varðandi greiðslur á sköttum fyrir fyrirtæki frá árinu 2018 til 2019 í þeim tilgangi að gefa fyrirtækjum tækifæri á að ná sér á strik í erfiðleikum.

Flybe hefur ekki birt afkomuskýrslu frá því að Connect Airways tók yfir rekstur þess í nóvember árið 2018 en Connect Airways er í eigu Stobart Group og Virgin Atlantic og hefur staðið til að breyta nafni flugfélagsins í Virgin Connect.

Bretar hafa tekið upp sérstaka umhverfisskatta á flugsamgöngur sem sagðar eru vera með þeim hæstu í heimi en með aðstoð breska ríkissins til Flybe mun félagið ekki þurfa að greiða eins háa tolla sem eru innifaldir í farþegasköttum í innanlandsflugi.

Michael O´Leary krefst þess að önnur flugfélög, sem sinna innanlandsflugi í Bretlandi, fái að njóta sömu kjara og segir að annað sé hrein mismunun. O´Leary gefur breska ríkinu frest í 7 daga til þess að svara bréfi hans en ellegar ætlar Ryanair að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir brot á breskum lögum, samkeppnisreglum Evrópusambandsins og fyrir brot á lögum um ríkisaðstoð.

Johan Lundgren, framkvæmdarstjóri easyJet, gagnrýnir einnig þá sérstöku meðferð sem Flybe fær hjá breskum stjórnvöldum og í sama streng tekur forstjóri Wizz Air.

Flybe hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugfélagið sé aðeins að fá frest vegna greiðslu á sköttum og sé það aðeins spurning um nokkra mánuði hvenær félagið muni greiða alla skatta að fullu. „Þetta er staðlað samkomulag sem hvaða fyrirtæki sem er hefur rétt á að notfæra sér“, segir í yfirlýsingu.  fréttir af handahófi

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

19. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

Brasilíska flugfélagið GOL hættir við 34 MAX-þotur

15. apríl 2020

|

Brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aéreas Inteligentes hefur hætt við pöntun í 34 Boeing 737 MAX þotur og náð samkomulagi um skaðabótagreiðslur frá Boeing vegna þeirra áhrifa sem vandamálið með MAX-þo

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00