flugfréttir

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

- Segja breska ríkið vera að mismuna öðrum breskum flugfélögum

22. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Flugvélar Flybe og Ryanair

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og fresta skattagreiðslum til þess að létta róður félagsins sem var á barmi gjaldþrots fyrr í þessum mánuði.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að um ólöglegar aðgerðir sé að ræða og sé verið að mismuna öðrum flugfélögum sem fá ekki að njóta sömu kjara er kemur að skattgreiðslum og álögum á innanlandsflug í Bretlandi og segir framkvæmdarstjórinn að með þessu sé verið að stuðla að óheilbrigðri samkeppni.

Þá hefur flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, sent formlega kvörtun til samkeppnistofnunnar Evrópusambandsins vegna ríkisaðstoðar bresku ríkisstjórnarinnar til Flybe.

Wille Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, segir að Flybe sé að fara fram á að skattgreiðendur bæti upp fyrir slæma stjórnun á flugfélaginu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, og Willie Walsh,
framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways

Breska ríkisstjórnin neitar því að hafa brotið reglur varðandi ríkisaðstoð og vísar í þá staðreynd að í 700.000 tilvikum hafi breska ríkið hliðrað tímasetningu varðandi greiðslur á sköttum fyrir fyrirtæki frá árinu 2018 til 2019 í þeim tilgangi að gefa fyrirtækjum tækifæri á að ná sér á strik í erfiðleikum.

Flybe hefur ekki birt afkomuskýrslu frá því að Connect Airways tók yfir rekstur þess í nóvember árið 2018 en Connect Airways er í eigu Stobart Group og Virgin Atlantic og hefur staðið til að breyta nafni flugfélagsins í Virgin Connect.

Bretar hafa tekið upp sérstaka umhverfisskatta á flugsamgöngur sem sagðar eru vera með þeim hæstu í heimi en með aðstoð breska ríkissins til Flybe mun félagið ekki þurfa að greiða eins háa tolla sem eru innifaldir í farþegasköttum í innanlandsflugi.

Michael O´Leary krefst þess að önnur flugfélög, sem sinna innanlandsflugi í Bretlandi, fái að njóta sömu kjara og segir að annað sé hrein mismunun. O´Leary gefur breska ríkinu frest í 7 daga til þess að svara bréfi hans en ellegar ætlar Ryanair að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir brot á breskum lögum, samkeppnisreglum Evrópusambandsins og fyrir brot á lögum um ríkisaðstoð.

Johan Lundgren, framkvæmdarstjóri easyJet, gagnrýnir einnig þá sérstöku meðferð sem Flybe fær hjá breskum stjórnvöldum og í sama streng tekur forstjóri Wizz Air.

Flybe hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugfélagið sé aðeins að fá frest vegna greiðslu á sköttum og sé það aðeins spurning um nokkra mánuði hvenær félagið muni greiða alla skatta að fullu. „Þetta er staðlað samkomulag sem hvaða fyrirtæki sem er hefur rétt á að notfæra sér“, segir í yfirlýsingu.  fréttir af handahófi

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Air Greenland sagt vera að skoða Airbus A330-800neo

18. desember 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni fá pöntun frá Air Greenland sem er sagt vera að íhuga að panta minni tegundina af Airbus A330neo þotunni.

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00