flugfréttir

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

- Segja breska ríkið vera að mismuna öðrum breskum flugfélögum

22. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Flugvélar Flybe og Ryanair

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og fresta skattagreiðslum til þess að létta róður félagsins sem var á barmi gjaldþrots fyrr í þessum mánuði.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að um ólöglegar aðgerðir sé að ræða og sé verið að mismuna öðrum flugfélögum sem fá ekki að njóta sömu kjara er kemur að skattgreiðslum og álögum á innanlandsflug í Bretlandi og segir framkvæmdarstjórinn að með þessu sé verið að stuðla að óheilbrigðri samkeppni.

Þá hefur flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, sent formlega kvörtun til samkeppnistofnunnar Evrópusambandsins vegna ríkisaðstoðar bresku ríkisstjórnarinnar til Flybe.

Wille Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, segir að Flybe sé að fara fram á að skattgreiðendur bæti upp fyrir slæma stjórnun á flugfélaginu.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, og Willie Walsh,
framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways

Breska ríkisstjórnin neitar því að hafa brotið reglur varðandi ríkisaðstoð og vísar í þá staðreynd að í 700.000 tilvikum hafi breska ríkið hliðrað tímasetningu varðandi greiðslur á sköttum fyrir fyrirtæki frá árinu 2018 til 2019 í þeim tilgangi að gefa fyrirtækjum tækifæri á að ná sér á strik í erfiðleikum.

Flybe hefur ekki birt afkomuskýrslu frá því að Connect Airways tók yfir rekstur þess í nóvember árið 2018 en Connect Airways er í eigu Stobart Group og Virgin Atlantic og hefur staðið til að breyta nafni flugfélagsins í Virgin Connect.

Bretar hafa tekið upp sérstaka umhverfisskatta á flugsamgöngur sem sagðar eru vera með þeim hæstu í heimi en með aðstoð breska ríkissins til Flybe mun félagið ekki þurfa að greiða eins háa tolla sem eru innifaldir í farþegasköttum í innanlandsflugi.

Michael O´Leary krefst þess að önnur flugfélög, sem sinna innanlandsflugi í Bretlandi, fái að njóta sömu kjara og segir að annað sé hrein mismunun. O´Leary gefur breska ríkinu frest í 7 daga til þess að svara bréfi hans en ellegar ætlar Ryanair að fara í mál við bresk stjórnvöld fyrir brot á breskum lögum, samkeppnisreglum Evrópusambandsins og fyrir brot á lögum um ríkisaðstoð.

Johan Lundgren, framkvæmdarstjóri easyJet, gagnrýnir einnig þá sérstöku meðferð sem Flybe fær hjá breskum stjórnvöldum og í sama streng tekur forstjóri Wizz Air.

Flybe hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugfélagið sé aðeins að fá frest vegna greiðslu á sköttum og sé það aðeins spurning um nokkra mánuði hvenær félagið muni greiða alla skatta að fullu. „Þetta er staðlað samkomulag sem hvaða fyrirtæki sem er hefur rétt á að notfæra sér“, segir í yfirlýsingu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga