flugfréttir

Ætla að byrja alveg upp á nýtt

- Boeing stefnir á að byrja með hreint blað er varðar nýja framtíðarþotu

23. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:12

Í fyrra taldi Boeing að ný framtíðarþota myndi koma á markað um miðjan þennan áratug

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli að byrja alveg upp á nýtt varðandi þær áætlanir sem gerðar höfðu verið með drög að nýrri farþegaþota sem var komin á teikniborðið.

Boeing hefur kallað farþegaþotuna „New Mid-Market Aircraft“ en talið er að framtíðarþotan muni síðar fá nafnið Boeing 797. Búið var að setja saman sérstakan hóp af verkfræðingum og hönnuðum til þess að útfæra fyrstu skrefin auk þess sem viðræður voru hafnar við mögulega viðskiptavini til að ákveða stærð þotunnar og fjölda farþega.

Vegna ýmissa breytinga sem hafa átt sér stað í flugiðnaðinum hefur Boeing ákveðið að byrja upp á nýtt með hreint blað er kemur að nýrri framtíðarþotu og verður einblínt á flugvél með tilliti til flugmannanna er kemur að stjórnklefanum og eiginleikum.

„Við ætlum að fara nýjar leiðir. Við munum byrja eiginlega með hreint blað, aftur“, segir David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, aðspurður um hvað væri að frétta af nýju þotunni á blaðamannafundi sem fram fór í gær.

Calhoun segir að Boeing muni samt sem áður einblína á næstunni á núverandi vörumerki sem er Boeing 737 MAX og verður unnið að því að bæta þá þotu og auka öryggisstaðla fyrirtækisins og ímynd framleiðandans.

David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing

Nokkur ár eru síðan að Boeing tilkynnti að til stæði að setja nýja tegund af flugvél á teikniborðið sem myndi taka um 270 farþega og hafa flugdrægi upp á allt að 5.000 nm mílur (9.300 kílómetra) en þá stóð til að sú þota myndi koma á markaðinn um miðjan þennan áratug og verða sameiginlegur arftaki fyrir Boeing 757 og Boeing 767.

NMA-verkefnið hefur að undanförnu verið í biðstöðu þar sem Boeing hefur haft nóg á sinni könnu er varðar vandamál með Boeing 737 MAX en á meðan hefur Airbus kynnt nýja þotu til leiks, Airbus A321XLR, sem virðist ætla að taka yfir sama markað og NMA-flugvélin (Boeing 797).

Calhoun segir að það sé ljóst að Boeing verði að koma með nýja hönnun er kemur að stjórnkerfi og hugbúnaði og hvernig það vinnur með flugmönnum, eitthvað sem hefur verið mikið til umræðu er varðar Boeing 737 MAX.

„Við gætum þurft að byrja á hugmyndafræðinni með stjórnkerfi vélarinnar áður en við förum að hanna flugvélina sjálfa“, segir Calhoun sem bætir því við að öll ákvörðunartaka er kemur að hönnun þarf að taka inn í myndina öll tengsl milli flugmanns og flugvélarinnar.  fréttir af handahófi

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Spá því að það gæti tekið 4 ár að ná sama farþegafjölda

24. apríl 2020

|

Stjórn Gatwick-flugvallarins spáir því að það gæti tekið allt að 4 ár fyrir flugumferðina um völlinn að ná sömu hæðum og hún var áður en COVID-19 heimsfaraldurinn skall á.

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00