flugfréttir

LOT Polish Airlines kaupir þýska flugfélagið Condor

- Condor verður rekið áfram undir sama nafni eftir kaupin

27. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Ralf Techentrup, framkvæmdarstjóri Condor (til vinstri) og Rafal Milczarski, framkvæmdarstjóri LOT Polish Airlines (til hægri)

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hefur keypt þýska flugfélagið Condor og mun félagið taka yfir allan rekstur þess en kaupsamningur var undirritaður á blaðamannafundi fyrir helgi.

Ralf Teckentrup, framkvæmdarstjóri Condor, segir að með sameiningu mun farþegafjöldi LOT Polish Airlines tvöfaldast og við yfirtökuna myndast mjög öflug liðsheild á lágfargjaldamarkaðnum í Evrópu.

LOT Polish Airlines þótti vera með besta yfirtökutilboðið í Condor en viðræður fóru einnig fram við bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Apollo og breska fjárfestingarfyrirtækið Greybull Capital en þá kom Lufthansa Group einnig til greina.

Fram kemur að flugfélagið muni halda áfram að heita Condor og verði engu breytt í markaðsímynd en rekstur Condor mun fara undir móðurfélagið, Polish Aviation Group.

Þá segir að lán, sem Condor fékk frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna, sem var nauðsynlegur liður í að tryggja rekstur félagsins eftir fall Thomas Cook, verði endurgreitt að fullu eftir kaupin.

Fram kemur að merki Condor muni halda sér óbreytt og verður félagið rekið áfram undir sama nafni

Gert er ráð fyrir að búið verði að ganga frá kaupunum í apríl í vor en framtíð Condor hefur verið í töluverðri óvissu eftir að Thomas Cook varð gjaldþrota í september.

Condor hefur 53 flugvélar í flota sínum og flýgur félagið milli 80 áfangastaða víðsvegar um heiminn en alls eru um 7 milljónir farþega sem hafa flogið með félaginu árlega og er Condor eitt af stærstu lágfargjaldafélögum í Þýskalandi.

Félagið flýgur meðal annars til áfangastaða í Karíbahafinu, suðurhluta Asíu, Norður-Ameríku, Afríku auk áfangastað í Evrópu og hefur félagið bækistöðvar í Frankfurt, Dusseldorf, Hamborg, Hanover, Leipzig, Munchen og í Stuttgart.  fréttir af handahófi

Delta leggur 300 flugvélum

13. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines ætlar að leggja allt að 300 flugvélum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

EasyJet leggur 100 þotum

16. mars 2020

|

EasyJet hefur lagt um 100 farþegaþotum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og segir félagið að svo gæti farið að nauðsynlegt verði að leggja flestum þotunum í flotanum þegar á líður.

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00