flugfréttir

LOT Polish Airlines kaupir þýska flugfélagið Condor

- Condor verður rekið áfram undir sama nafni eftir kaupin

27. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Ralf Techentrup, framkvæmdarstjóri Condor (til vinstri) og Rafal Milczarski, framkvæmdarstjóri LOT Polish Airlines (til hægri)

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines hefur keypt þýska flugfélagið Condor og mun félagið taka yfir allan rekstur þess en kaupsamningur var undirritaður á blaðamannafundi fyrir helgi.

Ralf Teckentrup, framkvæmdarstjóri Condor, segir að með sameiningu mun farþegafjöldi LOT Polish Airlines tvöfaldast og við yfirtökuna myndast mjög öflug liðsheild á lágfargjaldamarkaðnum í Evrópu.

LOT Polish Airlines þótti vera með besta yfirtökutilboðið í Condor en viðræður fóru einnig fram við bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Apollo og breska fjárfestingarfyrirtækið Greybull Capital en þá kom Lufthansa Group einnig til greina.

Fram kemur að flugfélagið muni halda áfram að heita Condor og verði engu breytt í markaðsímynd en rekstur Condor mun fara undir móðurfélagið, Polish Aviation Group.

Þá segir að lán, sem Condor fékk frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna, sem var nauðsynlegur liður í að tryggja rekstur félagsins eftir fall Thomas Cook, verði endurgreitt að fullu eftir kaupin.

Fram kemur að merki Condor muni halda sér óbreytt og verður félagið rekið áfram undir sama nafni

Gert er ráð fyrir að búið verði að ganga frá kaupunum í apríl í vor en framtíð Condor hefur verið í töluverðri óvissu eftir að Thomas Cook varð gjaldþrota í september.

Condor hefur 53 flugvélar í flota sínum og flýgur félagið milli 80 áfangastaða víðsvegar um heiminn en alls eru um 7 milljónir farþega sem hafa flogið með félaginu árlega og er Condor eitt af stærstu lágfargjaldafélögum í Þýskalandi.

Félagið flýgur meðal annars til áfangastaða í Karíbahafinu, suðurhluta Asíu, Norður-Ameríku, Afríku auk áfangastað í Evrópu og hefur félagið bækistöðvar í Frankfurt, Dusseldorf, Hamborg, Hanover, Leipzig, Munchen og í Stuttgart.  fréttir af handahófi

Búast við að met verði sett í fraktflugi í dag á Heathrow

21. apríl 2020

|

Met verður sett á Heathrow-flugvellinum í London er kemur að fjölda fraktflugferða um völlinn en gert er ráð fyrir að 70 fraktflugvélar muni lenda á Heathrow í dag.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00