flugfréttir

Þrjár konur reyndust „of stórar“ fyrir Business Class farrýmið

- Ekki sáttar við að hafa verið mældar með málbandi innan um aðra farþega

27. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:02

Business Class farrýmið um borð í Dreamliner-þotum Thai Airways

Þremur konum var meinað að fljúga á Business Class farrými um borð í Dreamliner-þotu tælenska flugfélagsins Thai Airways á þeim forsendum að þær voru „of stórar“.

Hin 59 ára Huhana Iripa var að ferðast með dætrum sínum tveimur, Tere (37 ára) og Renall (28 ára) frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Bangkok og voru þær að ganga um borð þegar starfsfólk á vegum Thai Airways kom að þeim við innritunarborðið og hóf að mæla mittið á annarri dótturinni með málbandi.

Niðurstöður leiddu í ljós að allar konurnar voru af breiðvaxnar fyrir sætisbeltin á Business Class farrýminu á Boeing 787-9 og var þeim úthlutað sæti á almennu farrými fyrir 11 klukkstunda langt flug til Bangkok.

Huhana Iripa segir að atvikið hafi verið mjög neyðarlegt og niðurlægjandi þar sem mitti þeirra var mælt fyrir framan fjölda farþega við innritunina og hefur hún sent formlega kvörtun til Thai Airways en félagið hefur einungis boðist til þess að endurgreiða þeim mismuninn á farmiðanum.

Mæðgurnar, Renell Iripa (til vinstri), Tere Iripa (í miðjunni) og Huhana Iripa

Thai Airways innleiddi nýja reglugerð árið 2018 þar sem fram kemur farþegar, sem hafa mittisummál sem fer yfir 142 sentimetra, fá ekki að fljúga á Business Class farrýminu um borð í Boeing 787-9 þotunum.

Fram kemur að í flestum tilfellum sé hægt að nota framlengingu á sætisbelti ef um þéttvaxna farþega er að ræða en í þessu tilfelli þá koma sætin um borð í Boeing 787-9 með sérstöku loftpúðakerfi sem virkar ekki eins og það á að gera ef framlengingin á beltinu er notuð.  fréttir af handahófi

Sagt að 10 prósent starfsmanna verði sagt upp hjá Boeing

23. apríl 2020

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga uppsagnir og er haft eftir tveimur heimildarmönnum að flugvélaframleiðandinn ætli að segja upp 10 prósent af öllum þeim mannafla sem starfar í farþegaþotudeildinni.

Framleiðsla á 737 MAX er hafin á ný eftir 4 mánaða hlé

28. maí 2020

|

Boeing tilkynnti í gær að framleiðsla á Boeing 737 MAX þotunum væri hafin á ný eftir 4 mánaða hlé en framleiðandinn gerði hlé á framleiðslunni í byrjun ársins.

Lufthansa Group mun segja upp 22.000 manns

11. júní 2020

|

Lufthansa Group hefur gert áætlanir vegna kórónaveirufaraldursins sem gera ráð fyrir uppsögnum á alls 22.000 starfsmönnum og þá verður fækkað um 100 flugvélar í flota dótturfélaganna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00