flugfréttir

Þyrla Kobe Bryant var í sérlegu sjónflugi í mjög lélegu skyggni

- Svaraði ekki SoCall Approach og var komin of lágt til að sjást á ratsjá

27. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:57

Þyrlan sem fórst í gær norðvestur af Los Angeles var af gerðinni Sikorsky S-76B

Talið er líklegt að þyrluslysið í Los Angeles í Kaliforníu í gær, er Sikorsky S-76B þyrla með körfuboltamanninn Kobe Bryant innanborðs, auk dóttur hans, flugmanns og sex annarra um borð, hafi orsakast vegna slæmra veðursskilyrða og lélegs skyggnis en fram kemur að talið sé að þyrlan hafi verið að fljúga á móti rísandi landslagi í slæmu skyggni á leið á áfangastað þegar hún brotlenti.

Þyrlan hafði verið úthlutað sérlegu sjónflugsleyfi („special VFR“) sem þýðir að hún fékk sérstakt leyfi til þess að fljúga sjónflug þar sem lágmarksaðstæður með tilliti til skýjahæðar og skyggnis var komið niður fyrir lágmörk sem reglur segja til um er varðar sjónflug.

Þyrlan fór í loftið frá John Wayne flugvellinum í Santa Ana og var förinni heitið til Mamba Sports Academy íþróttamiðstöðvarinnar í Thousand Oaks, skammt norðvestur af Malibu.

Samkvæmt upptökum sem birtar hafa verið á Youtube af samskiptum þyrluflugmannsins við flugturninn í Burbank var skyggni orðið mjög slæmt en flugumferðarstjóri gaf þyrlunni leyfi til að fljúga „Special VFR“ og halda sig fyrir utan loftrými B og hringsóla í smástund þar sem að ein flugvél var nýbúin að hætta við lendingu og var í fráhvarfsflugi en þar að auki var ein einkaþota af gerðinni Cessna Citation á lokastefnu að sömu flugbraut.

Slökkviliðsbíll nálægt flaki þyrlunnar á vettvangi í gær

Samkvæmt METAR veðurupplýsingum á flugvellinum í Burbank var búið að gefa út sérstakar veðurupplýsingar (SPECI) á þessum tímapunkti þar sem skyggni var orðið mjög lítið vegna þoku í lágri hæð yfir jörðu og þá var alskýjað í 1.100 fetum.

Því næst gefur flugumferðarstjórinn þyrlunni, sem bar skráninguna N72EX, (stytt í 2EX í talstöðvarsamskiptum) leyfi til að halda áfram norður með því að fylgja hraðbrautinni Interstate 5 í sjónflugi til norðvesturs.

Flugumferðarstjóri biður aðra flugvél að bíða með því að hringsóla svo hægt sé að koma þyrlunni áfram þar sem 2EX hafði þegar hringsólað í 15 mínútur austur af Burbank-flugvelli (KBUR). 2EX er beðin um að viðhalda sérlegum sjónflugsskilyrðum í 2.500 fetum eða neðar eftir því sem hentar betur og fær leyfi til að fara í gegnum Bravo-flugrými (B airspace) í átt að Van Nuys.

Þyrlan sem fórst (N72EX)

Aðeins eitt loftfar má fara í gegnum viðeigandi loftrými er sérlegt sjónflug er veitt og fær 2EX leyfi til að fylgja Interstate 5 til norðvesturs að hraðbraut 118 og fylgja henni því næst beint til vesturs og skipta eftir það yfir á turntíðnina í Van Nuys á 119.000.

2EX hefur samband við Van Nuys og tilkynnir þyrlan sig í 1.400 feta hæð en þá var skýjahæðin á Van Nuys flugvelli alskýjað í 1.100 fetum (OVC011) og skyggni 2 1/2SM.

METAR KVNY 261651Z 00000KT 22 1/2SM HZ OVC011 12/09 A3016 RMK A02 SLP211 T01170089=

Flugumferðarstjóri segir 2EX að halda áfram eftir hraðbraut 118 („Highway 118) og fær hann einnig leyfi til að fljúga inn í Class D loftými norðurvestur af Van Nuys og er hann beðin að láta vita þegar hann er komin úr blindflugsskilyrðum og sér landslagið aftur.

Skömmu síðar fær 2EX leyfi til að hafa samband við SoCal Approach og segir flugmaðurinn að hann sé komin í sjónflugsskilyrði í 1.400 fetum og skiptir hann yfir á SoCal.

Þyrluflugmaðurinn Ara Zobayan

SoCal Approach tekur á móti 2EX og spyr hvort hann sé með 1200 kvakmerki og spyr hann einnig hvort hann vilji fá flugleiðbeiningar. Ekkert svar kemur frá þyrlunni og kallar SoCal Approach aftur í hann og spyr 2EX hvernig hann vilji haga sínu flugi.

Ekkert svar berst og segir flugumferðarstjóri að hann sé of lágt til að fá leiðbeiningar þar sem hann kemur ekki fram á ratsjá. „Þyrla 72EX, Socal?“, er kallað í þyrluna. Ekkert svar barst og heyrðist ekkert meira eftir það frá 2EX. Þyrlan fórst í hlíðum þar sem hæðir og lág fjöll aðskilja San Fernando dalinn og Thousand Oaks í um 20 kílómetra fjarlægð frá áfangastað.

Samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24 kemur fram að þyrlan hafi verið á um 161 kt hraða skömmu áður en hún brotlenti og með lækkunarhraða upp á 4.864 fet á mínútu. Um borð í þyrlunni voru níu manns. 8 farþegar auk þyrluflugmannsins og komst enginn lífs af úr slysinu.

Flugmaður þyrlunnar hét Ara Zoboyan og var hann 50 ára af armenskum uppruna. Þyrlan var skráð á fyrirtækið Island Express Helicopters sem hefur höfuðstöðvar í Fillmore í Kaliforníu.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa hafið rannsókn á slysinu en erfiðlega hefur gengið að komast að flaki þyrlunnar vegna staðsetningarinnar.

Hljóðupptaka af samtali milli þyrluflugmannsins og flugumferðarstjóra í Burbank, Van Nuys og SoCal Approach







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga