flugfréttir
Talið að þota frá bandaríska hernum hafi farist í Afghanistan
- Fórst á svæði sem er undir stjórn Talíbana
Stél flaksins af flugvélinni sem brotlenti í fjalllendi í Deh Yak District héraðinu í Afghanistan
Talið er að flugvél, sem fórst í Afghanistan í dag, sé einkaþota sem tilheyrir bandaríska flughernum af gerðinni Bombardier E-11A.
Flugslysavefurinn Aviation Safety Network hefur uppfært skráningu í tengslum við slysið sem áður var tengt við þotu frá
Ariana Afghan Airlines og kemur núna fram að flugvélategundin sem um ræðir sé Bombardier Global Express (E-11A).
Myndir hafa verið birtar af flaki vélarinnar sem virðist vera illa farið og brunnið. Fram kemur að vélin hafi farist á fjallahéraði á Deh Yak District svæðinu, suðaustur af Kabúl, en svæðinu er stjórnað af Talíbönum.
Fram kemur að flugvélin sé af gerðinni Bombardier Global Express (E-11A)
Þá var rétt upp úr kl. 13:00 að íslenskum tíma birt myndband á Twitter sem sýnir flak vélarinnar og má sjá merki með stjörnu á stéli vélarinnar
sem er einkennismerki bandaríska flughersins.
Fram kemur að erfiðlega hefur tekist fyrir stjórnvöld að senda aðila og flugslysasérfræðinga á svæðið þar sem það er undir Talíbanastjórn auk
þess sem vegurinn að svæðinu er þakinn jarðsprengjum.
Þá kemur fram að hópur Talíbana hafi sagt að herskáar sveitir Talíbana hafi skotið þotuna niður er hún flaug yfir svæðið en þær fregnir hafa ekki fengist
staðfestar.
Ekki hefur enn komið fram hvaðan þotan fór í loftið og hvert förinni var heitið né hversu margir voru um borð.
Myndband:
It seems crashed plane in #ghazni belongs to Us Air force. Video via @TGhazniwal
— Aiman khosa (@Aimenkhosa) January 27, 2020
The tail resemblance to a Bombardier Global Express twin jet, often used as corporate jet and a.o. used by USAF (as E-11A)#Afghanistan #crash pic.twitter.com/mX6OdOWEK5
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.