flugfréttir

Pantanir í Airbus A321XLR nálgast 500 eintök

- Sjö mánuðir liðnir frá því þotan var kynnt til leiks

28. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:16

Airbus var komið með pantanir í 450 Airbus A321XLR þotur í byrjun desember fyrir áramót

Airbus nálgast brátt pantanir í 500 eintök af nýju Airbus A321XLR þotunni en aðeins eru rúmir 7 mánuðir frá því að Airbus kynnti þessa langdrægustu farþegaþotu heims til leiks í flokki þeirra sem koma með einum gangi.

Airbus var komið með pantanir í yfir 200 eintök strax á þriðja degi flugsýningarinnar í París í fyrra en viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa í dag 22 viðskiptavinir og flugfélög lagt inn pantanir í yfir 450 eintök af þotunni.

Mjög mikill áhugi hefur verið fyrir A321XLR meðal flugfélaga og sérstaklega meðal þeirra sem hafa verið í leit að meðalstórri farþegaþotu sem getur flogið álíka langt flug og breiðþotur en samt tekið færri farþega.

Þá hefur A321XLR verið mjög áhugaverður kostur í augum þeirra flugfélaga sem vilja fljúga lengri leiðir á borð við yfir Atlantshafið milli áfangastaða þar sem eftirspurn eftir flugsætum réttlætir samt ekki flug með breiðþotum.

Sumir vilja meina að A321XLR sé „heitasta“ flugvélin meðal þeirra farþegaþotna sem eru væntanlegar á markaðinn í sama flokki. Airbus byrjaði að þreifa fyrir sér með langdræga útgáfu af Airbus A321 árið 2014 og í janúar á því ári var kynnt til leiks Airbus A321neoLR en nafninu var síðar breytt í A321LR.

Í dag hefur Airbus fengið pantanir í yfir 150 eintök af Airbus A321LR og var fyrsta eintakið afhent til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines í nóvember árið 2018.

Sjö mánuðum síðar tilkynnti Airbus að búið væri að ákveða að koma með enn langdrægari útgáfu á markað sem nefnist A321XLR sem á að geta flogið allt að 8.700 kílómetra vegalengd í beinu flugi án þess að taka eldsneyti sem samsvarar beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Ekvador, Nairobi eða til Peking.

Airbus að ná að fylla „skarðið í miðjunni“ á meðan framtíðarþota Boeing fer á byrjunarreit

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli sér að endurskoða áform sín um nýja framtíðarþotu sem nefnist NMA sem stendur fyrir „New Midsize Airplane“, en talið er að sú þota átti að fá heitið Boeing 797.

Sú þota átti að fylla skarðið sem Boeing 757 skildi eftir sig eftir að framleiðslu hennar var hætt árið 2004 en margir vilja meina að Airbus sé að ná að fylla í það skarð með Airbus A321LR og A321XLR og hafa flugfélög, sem hafa haft Boeing 757 í flota sínum, verið að leita til Airbus.

Af þeim flugfélögum sem eiga von á Airbus A321LR og A321XLR þá eru sex flugfélög sem hafa Boeing 757 þotur í flota sínum í dag eða hafa haft og ætla að skipta þeim út fyrir A321LR/A321XLR. Þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Astana, American Airlines, Arkia Israel Airlines, Titan Airways og United.

Talið er að fleiri flugfélög eigi eftir að leggja inn pantanir í A321XLR á næstunni þar sem nokkur hafa verið að hugsa sig um og þá mun pöntunum fjölga í sumar þegar stóru flugsýningarnar erlendis fara fram.

American Airlines og United Airlines eiga von á flestum A321XLR vélunum en bæði félögin hafa pantað 50 eintök af þeim hvor. Þá eru þrjú flugfélög sem hafa pantað báðar útgáfurnar, A321LR og A321XLR, en þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Arabia og JetBlue.

Airbus hefur staðfest að ekki sé þörf fyrir sérstaka tegundaráritun fyrir nýju langdrægu Airbus A321XLR þotuna og sé stutt tveggja klukkustunda kynningarefni nóg fyrir flugmenn sem hafa tegundaráritun á aðrar þotur úr Airbus A320 og A320neo fjölskyldunni.

Airbus stefnir að því að fyrsta A321XLR þotan fari í lokasamsetningu árið 2021 og er gert ráð fyrir að afhendingar hefjist árið 2023.  fréttir af handahófi

Laun starfsmanna Emirates hækka aftur í sömu upphæð

6. september 2020

|

Emirates ætlar að hækka laun allra starfsmanna upp í sömu upphæð sem þeir fengu útborgað í mars fyrir launalækkun vegna kórónaveirufaraldursins.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Starfsmenn á Heathrow boða til verkfalls

10. ágúst 2020

|

Starfsmenn á Heathrow-flugvellinum í London hafa boðað til verkfallsaðgerða og hóta þeir að leggja niður störf sín til þess að mótmæla „óheiðarlegum launalækkunum“ og skerðingu á kjörum og fríðindum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00