flugfréttir

Pantanir í Airbus A321XLR nálgast 500 eintök

- Sjö mánuðir liðnir frá því þotan var kynnt til leiks

28. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:16

Airbus var komið með pantanir í 450 Airbus A321XLR þotur í byrjun desember fyrir áramót

Airbus nálgast brátt pantanir í 500 eintök af nýju Airbus A321XLR þotunni en aðeins eru rúmir 7 mánuðir frá því að Airbus kynnti þessa langdrægustu farþegaþotu heims til leiks í flokki þeirra sem koma með einum gangi.

Airbus var komið með pantanir í yfir 200 eintök strax á þriðja degi flugsýningarinnar í París í fyrra en viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa í dag 22 viðskiptavinir og flugfélög lagt inn pantanir í yfir 450 eintök af þotunni.

Mjög mikill áhugi hefur verið fyrir A321XLR meðal flugfélaga og sérstaklega meðal þeirra sem hafa verið í leit að meðalstórri farþegaþotu sem getur flogið álíka langt flug og breiðþotur en samt tekið færri farþega.

Þá hefur A321XLR verið mjög áhugaverður kostur í augum þeirra flugfélaga sem vilja fljúga lengri leiðir á borð við yfir Atlantshafið milli áfangastaða þar sem eftirspurn eftir flugsætum réttlætir samt ekki flug með breiðþotum.

Sumir vilja meina að A321XLR sé „heitasta“ flugvélin meðal þeirra farþegaþotna sem eru væntanlegar á markaðinn í sama flokki. Airbus byrjaði að þreifa fyrir sér með langdræga útgáfu af Airbus A321 árið 2014 og í janúar á því ári var kynnt til leiks Airbus A321neoLR en nafninu var síðar breytt í A321LR.

Í dag hefur Airbus fengið pantanir í yfir 150 eintök af Airbus A321LR og var fyrsta eintakið afhent til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines í nóvember árið 2018.

Sjö mánuðum síðar tilkynnti Airbus að búið væri að ákveða að koma með enn langdrægari útgáfu á markað sem nefnist A321XLR sem á að geta flogið allt að 8.700 kílómetra vegalengd í beinu flugi án þess að taka eldsneyti sem samsvarar beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Ekvador, Nairobi eða til Peking.

Airbus að ná að fylla „skarðið í miðjunni“ á meðan framtíðarþota Boeing fer á byrjunarreit

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli sér að endurskoða áform sín um nýja framtíðarþotu sem nefnist NMA sem stendur fyrir „New Midsize Airplane“, en talið er að sú þota átti að fá heitið Boeing 797.

Sú þota átti að fylla skarðið sem Boeing 757 skildi eftir sig eftir að framleiðslu hennar var hætt árið 2004 en margir vilja meina að Airbus sé að ná að fylla í það skarð með Airbus A321LR og A321XLR og hafa flugfélög, sem hafa haft Boeing 757 í flota sínum, verið að leita til Airbus.

Af þeim flugfélögum sem eiga von á Airbus A321LR og A321XLR þá eru sex flugfélög sem hafa Boeing 757 þotur í flota sínum í dag eða hafa haft og ætla að skipta þeim út fyrir A321LR/A321XLR. Þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Astana, American Airlines, Arkia Israel Airlines, Titan Airways og United.

Talið er að fleiri flugfélög eigi eftir að leggja inn pantanir í A321XLR á næstunni þar sem nokkur hafa verið að hugsa sig um og þá mun pöntunum fjölga í sumar þegar stóru flugsýningarnar erlendis fara fram.

American Airlines og United Airlines eiga von á flestum A321XLR vélunum en bæði félögin hafa pantað 50 eintök af þeim hvor. Þá eru þrjú flugfélög sem hafa pantað báðar útgáfurnar, A321LR og A321XLR, en þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Arabia og JetBlue.

Airbus hefur staðfest að ekki sé þörf fyrir sérstaka tegundaráritun fyrir nýju langdrægu Airbus A321XLR þotuna og sé stutt tveggja klukkustunda kynningarefni nóg fyrir flugmenn sem hafa tegundaráritun á aðrar þotur úr Airbus A320 og A320neo fjölskyldunni.

Airbus stefnir að því að fyrsta A321XLR þotan fari í lokasamsetningu árið 2021 og er gert ráð fyrir að afhendingar hefjist árið 2023.  fréttir af handahófi

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace til sölu

27. febrúar 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace er til sölu en fyrirtækið mun á næstunni óska eftir tilboðum frá traustum aðilum sem hafa áhuga á að taka yfir reksturinn.

Flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace til sölu

27. febrúar 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace er til sölu en fyrirtækið mun á næstunni óska eftir tilboðum frá traustum aðilum sem hafa áhuga á að taka yfir reksturinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00