flugfréttir

MAX-vandinn mun kosta Boeing um 2.310.000.000.000 krónur

- Taprekstur Boeing fyrir árið 2019 nam 422 milljörðum króna

29. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:44

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur á Boeing Field í vikunni

Boeing telur að kostnaðurinn við kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum eigi eftir að kosta framleiðandann um 18.6 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar yfir 2 þúsundum og þrjú hundruð milljörðum króna (2.310.000.000.000 kr).

Þetta kemur fram í ársskýrslu sem Boeing birti í dag fyrir afkomu á árinu 2019 en í fyrra var fyrsta tapár framleiðandans í heil 20 ár.

Tap Boeing fyrir árið 2019 nam 3,4 milljörðum bandaríkjadollurum sem jafngildir 422 milljörðum króna en til að mynda þá hagnaðist Boeing um 10.5 milljarða dali (1.304 milljarða króna) árið 2018.

Boeing gerir ráð fyrir að aukakostnaður vegna lagfæringa, uppfærslna og allrar þeirrar vinnu sem fer í að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið nemi 6.3 milljörðum bandaríkjadölum en nú þegar hefur Boeing varið 3.6 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 í þá vinnu og er talið að framleiðandinn muni verja 2.6 milljörðum til viðbótar.

Þá gerir Boeing ráð fyrir því að viðbótarkostnaður vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX muni nema 4 milljörðum USD (496 milljörðum króna) en sá kostnaður er vegna stöðvunar á framleiðslu á MAX þotunum og einnig sá kostnaður sem fer í að hefja framleiðsluna aftur.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikil vinna framundan hjá okkur. Við einblínum núna á að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið og stefnum á að endurheimta það traust sem einkennir Boeing sem flugvélaframleiðanda“, segir David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing.

Til samanburðar þá kostaði Harpan um 17 milljarða og mætti því reisa 135 slík tónlistarhús fyrir þá upphæð sem vandamálið með Boeing 737 MAX mun kosta framleiðandann.  fréttir af handahófi

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Hóf flugtak með fótstig í fastri stöðu og fór út af braut

27. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf í vikunni út skýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað í Bandaríkjunum er lítil einshreyfils Cessna fór út af flugbraut í flugtaksbruni í sm

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00