flugfréttir

Dekk á Boeing 767 sprakk í flugtaki og fór inn í hreyfil

- Var á fimmtu klukkustund að brenna eldsneyti fyrir nauðlendingu

madríd

3. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:48

Þotan fór í loftið frá Madríd í dag en hefur verið að hringsóla í nágrenni borgarinnar í meira en 4 tíma til að brenna eldsneyti

Breiðþota af gerðinni Boeing 767 frá kanadíska flugfélaginu Air Canada þurfti að snúa við til Madrídar skömmu eftir flugtak í dag eftir dekk á hjólastelli vélarinnar sprakk og er talið að brak og gúmmí hafi farið inn í hreyfilinn.

Þotan var á leið frá Bajaras-flugvellinum í Madríd til Toronto í Kanada með 128 farþega innanborðs en skyndilega kom hvellur frá hreyflinum með eldglæringum í flugtakinu. Flugmennirnir hættu við flugtaksklifrið í 5.000 fetum en hækkuðu sig skömmu síðar up í 8.000 fet til að brenna upp eldsneyti til að gera vélina léttari fyrir lendingu aftur í Madríd.

Þotan yfir Madríd í dag

Orrustuþota af gerðinni F-18 frá spænska flughernum var send af stað og staðfestu herflugmennirnir að hjól á vinstra aðalhjólastelli væri sprungið. Það tók þotuna um fjóra og hálfa klukkustund að fljúga biðflug til að brenna eldsneyti.

Fjölmennt lið sjúkrabíla og slökkviliðsbíla var í viðbragðsstöðu og beið vélarinnar á flugvellinum en lendingin gekk greiðlega fyrir sig og sakaði engan.

Þotan átti að fara í loftið klukkan 11:55 að íslenskum tíma en seinkun varð á brottförinni sem sennilega má rekja til þess að tilkynnt var um dróna í nágrenni við Bajaras-flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Spánar.

Þotan fór í loftið klukkan skömmu eftir klukkan 14:00 en fljótlega eftir að hún lyfti sér frá brautinni kom upp bilun í hreyflinum. Einn farþegi sem var um borð í vélinni sagðist hafa heyrt mikinn hvell auk þess sem hann fann lykt eins og gúmmí væri að brenna.

Þotan lenti skömmu eftir klukkan 18:10 í kvöld og er þotan enn á brautinni í Madríd, umkringd slökkviliðsbílum og sjúkrabílum og þá hafa spítalar í borginni verið í viðbragsstöðu.

Fleiri myndir:Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

Biðja 27.000 starfsmenn um að taka sér 3 vikna launalaust leyfi

5. febrúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific hefur beðið allt starfsfólk sitt um að taka sér þriggja vikna launalaust leyfi en 27.000 manns eru á launaskrá hjá félaginu.

FAA fyrirskipar uppfærslur á hugbúnaði á Boeing 737NG

27. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstunni fara fram á sérstaka skoðun á þotum af gerðinni Boeing 737NG (Next-Generation) með tilheyrandi uppfærslum á hugbúnaði í tölvukerfi sem stjórnar stýrum

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00