flugfréttir

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

- Ætla að bjóða upp á næturlestir til Þýslands svo fólk þurfi ekki að fljúga

5. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:07

Lest á lestarstöðinni í Gautaborg í Svíþjóð

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugviskubiti“ meðal fólks.

Svíþjóð er það land sem hefur barist hvað mest fyrir minni flugsamgöngum og er landið leiðandi í „flugviskubits-byltingunni“ sem gengur út á að efla vitundarvakningu fólks um þá mengun sem Svíar telja að stafi af áætlunarflugi.

Orðið „flugskömm“ hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og þá einna helst í Svíþjóð en orðið vísar til þess samviskubits sem fólk fær er það hugsar um þau áhrif sem flugsamgöngur eiga að hafa áhrif á umverfið.

Sænska ríkisstjórnin hefur beðið samgönguráðuneytið um að kanna þá kosti sem eru í boði með að bjóða upp á lestarþjónustu á nóttunni með nýrri lestarleið sem fer frá Malmö til Kölnar í Þýskalandi með viðkomu í Danmörku.

Lestarferð frá Malmö til Köln mun taka um 11 klukkustundir

Þrátt fyrir að þessa sé ennþá einungis til skoðunar þá hefur sænska lestarfyrirtækið SJ (Statens Järnvägar) nú þegar gert drög að lestaráætlun með tímatöflu um næturlest sem mun fara frá Malmó kl. 19.40 og verður hún komin til Kölnar klukkan 06:00.

Áætlunin gerir ráð fyrir að farþegar geti náð lest til Bretlands beint frá Köln en það mun því taka um 17 klukkustundir að ferðast með lest frá Köln til Bretlands á meðan flugtíminn frá Malmö til Lundúna er um ein og hálf klukkustund.

Þá stefna sænsk stjórnvöld einnig á að sporna við flugsamgöngum til fleiri borgar í Evrópu með því að bjóða upp á sérstakar lestarferðir til Hamborgar, Frankfurt, Brussel, Berlínar og Basel á næstunni.

Samkvæmt nýrri könnun þá vilja 20% Svía velja annan samgöngumáta heldur en flug þar sem þeir hafa áhyggjur af umhverfismálum.  fréttir af handahófi

Kórónaveiran getur valdið röskun á afhendingum hjá Boeing

13. febrúar 2020

|

Boeing varaði við því í gær að áhrif útbreiðslu kórónaveirunnar gæti farið að hafa áhrif á afhendingar á nýjum farþegaþotum á fyrsta ársfjórðungi ársins og þá sérstaklega er kemur að afhendingum á fl

Sun ‘n Fun frestað fram í maí

16. mars 2020

|

Flughátíðinni Sun ‘n Fun 2020 hefur verið frestað fram í maí í vor vegna heimsfaraldursins vegna COVID-19.

Boeing 737 þota frá Pegasus fór út af braut á Istanbúl

5. febrúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 rann út af flugbraut í harðri lendingu í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00