flugfréttir

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

- Sumir erlendir flugmenn í Kína með þreföld hærri laun

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:57

Fjöldi flugmanna í heiminum hafa verið að fljúga fyrir kínversk flugfélög en útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á starfsmöguleika þeirra

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Meðal flugfélaga sem hafa tilkynnt erlendum flugmönnum um að taka sér leyfi án launagreiðslna eru China Southern Airlines, Hainan Airlines, Tianjin Airlines, Xiamen Airlines, Beijing Capital Airlines, auk fleiri flugfélaga.

Fjölmargir flugmenn hafa sest að í Kína undanfarin ár vegna freistandi tækifæra í landinu en mikill uppgangur hefur verið í fluginu í Kína og hafa kínversk flugfélög leitað eftir flugmönnum í öðrum löndum til að anna eftirspurninni og boðið þeim vegleg laun.

China Southern Airlines segir í skilaboðum sínum til starfsmanna að allir erlendir flugmenn hafa veirð beðnir um að taka sér launalaust frí nú þegar strax.

Þar sem flest flugfélög í Kína hafa dregið saman seglin og minnkað umsvif sín sl. vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar þá hafa kínversku flugfélögin ekki lengur þörf fyrir erlendu flugmennina.

Margir flugmenn eru þegar farnir að huga að öðrum tækifærum og ætla að sækja um hjá öðrum flugfélögum og er því von á að margir munu yfirgefa Kína á næstunni.

„Það er gott að vera komin aftur heim en eins og allir aðrir þá þarf ég að greiða mína reikninga. Þannig að vera komin aftur heim um óákveðin tíma án þess að fá nein laun gengur ekki“, segir einn flugmaður í viðtali við fjölmiðla.

Fjöldi þeirra flugferða sem kínversk flugfélög hafa fellt niður skipta þúsundum en til að mynda þá hefur China Southern Airlines fellt niður yfir 7.900 flugferðir frá 23. janúar til 3. febrúar og á sama tímabili hefur Xiamen Airlines fellt niður 3.287 flugferðir og 2.967 flug voru felld niður hjá Hainan Airlines.

Erlendir flugmenn hafa verið mjög hátt launaðir og hafa margir hverjir verið með svipuð laun og flugmenn sem fljúga einkaþotum. Fram kemur að það sé ein ástæða þess að kínversku flugfélögin byrja á að láta erlenda flugmenn taka sér launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

Talið að þota frá bandaríska hernum hafi farist í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Talið er að flugvél, sem fórst í Afghanistan í dag, sé einkaþota sem tilheyrir bandaríska flughernum af gerðinni Bombardier E-11A.

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.