flugfréttir

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

- Sumir erlendir flugmenn í Kína með þreföld hærri laun

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:57

Fjöldi flugmanna í heiminum hafa verið að fljúga fyrir kínversk flugfélög en útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á starfsmöguleika þeirra

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Meðal flugfélaga sem hafa tilkynnt erlendum flugmönnum um að taka sér leyfi án launagreiðslna eru China Southern Airlines, Hainan Airlines, Tianjin Airlines, Xiamen Airlines, Beijing Capital Airlines, auk fleiri flugfélaga.

Fjölmargir flugmenn hafa sest að í Kína undanfarin ár vegna freistandi tækifæra í landinu en mikill uppgangur hefur verið í fluginu í Kína og hafa kínversk flugfélög leitað eftir flugmönnum í öðrum löndum til að anna eftirspurninni og boðið þeim vegleg laun.

China Southern Airlines segir í skilaboðum sínum til starfsmanna að allir erlendir flugmenn hafa veirð beðnir um að taka sér launalaust frí nú þegar strax.

Þar sem flest flugfélög í Kína hafa dregið saman seglin og minnkað umsvif sín sl. vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar þá hafa kínversku flugfélögin ekki lengur þörf fyrir erlendu flugmennina.

Margir flugmenn eru þegar farnir að huga að öðrum tækifærum og ætla að sækja um hjá öðrum flugfélögum og er því von á að margir munu yfirgefa Kína á næstunni.

„Það er gott að vera komin aftur heim en eins og allir aðrir þá þarf ég að greiða mína reikninga. Þannig að vera komin aftur heim um óákveðin tíma án þess að fá nein laun gengur ekki“, segir einn flugmaður í viðtali við fjölmiðla.

Fjöldi þeirra flugferða sem kínversk flugfélög hafa fellt niður skipta þúsundum en til að mynda þá hefur China Southern Airlines fellt niður yfir 7.900 flugferðir frá 23. janúar til 3. febrúar og á sama tímabili hefur Xiamen Airlines fellt niður 3.287 flugferðir og 2.967 flug voru felld niður hjá Hainan Airlines.

Erlendir flugmenn hafa verið mjög hátt launaðir og hafa margir hverjir verið með svipuð laun og flugmenn sem fljúga einkaþotum. Fram kemur að það sé ein ástæða þess að kínversku flugfélögin byrja á að láta erlenda flugmenn taka sér launalaust leyfi.  fréttir af handahófi

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Skaðabótagreiðslunni verður deilt með starfsfólkinu

3. janúar 2020

|

American Airlines hefur greint frá því að félagið hyggst deila skaðabótaupphæðinni, sem félagið á von á því að fá greidda frá Boeing venga kyrrsetningarinnar á 737 MAX þotunum, með starfsfólki félags

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00