flugfréttir

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

- Felldu niður 70 flugferðir í dag þar sem þrýstingur fór niður fyrir 948 hPa

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:06

Bombardier Dash 8 flugvél Widerøe í lendingu á Gardermoen-flugvellinum í Osló á dögunum

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Lægðin sem hefur valdið storminum Ciara, sem hefur valdið usla á Bretlandseyjum um helgina og í gær, er nú stödd yfir Noregi en þar hefur loftþrýstingur víðast hvar farið niður í 940 millibör sem er með því lægsta sem norskir veðurfræðingar hafa séð í nokkra áratugi.

Flugferðirnar sjötíu, sem Widerøe þurfti að fella niður í dag eiga það sameiginlegt að nota átti Bombardier Dash 8 flugvélar til flugsins.

Tæknilega séð hefðu flugvélarnar geta flogið í dag en loftþrýstingurinn hefur verið það lágur í dag í norðurhluta Noregs að þrýstingurinn fór á mörgum stöðum niður fyrir það lægsta sem hægt er að stilla hæðarmælana um borð í vélunum.

Skjáskot af frétt í norska ríkissjónvarpinu þar sem flugmaður hjá Widerøe útskýrir hæðarmælin

Í kvöld var loftþrýstingurinn á flugvellinum í Bodø til að mynda í 950 hPa klukkan 22:20 og 946 á flugvellinum í Bardufoss og 945 á flugvellinum í Tromsø. Loftþrýstingurinn fór samt enn neðar fyrr í dag á mörgum flugvöllum í norðurhluta Noregs sem eiga það sameiginlegt að vera flestir áfangastaðir í leiðarkerfi Widerøe sem notar Dash 8 flugvélar til flugsins.

Bombardier Dash 8 flugvélar Widerøe hafa stillanlega hæðarmæla eins og flestar aðrar flugvélar sem notaðir eru til þess að stilla loftþrýsting miðað við sjávarmál (QNH) en neðri mörk mælanna eru 948 hPa (millibör).

Rétt stilling á mælunum er nauðsynleg til þess að tryggja að flugvélarnar séu í réttri flughæð til að viðhalda aðskilnaði bæði gagnvart öðrum flugvélum og frá hæð lands yfir sjávarmáli.

Lægðin eins og hún leit út í dag yfir Noregi

Á mörgum stöðum í Noregi fór loftþrýstingurinn langt niður fyrir þessi mörk sem gerist ekki á hverjum degi í Noregi en met var sett á 22 norskum veðurathugunarstöðvum í dag er kemur að lágum loftþrýstingi.

Þrátt fyrir þetta var ekki met slegið á landsvísu og stendur en norska metið er loftþrýstingur fór niður í 938.5 hPa en það gerðist árið 1907.  fréttir af handahófi

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

23. mars 2020

|

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunu

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

EasyJet leggur 100 þotum

16. mars 2020

|

EasyJet hefur lagt um 100 farþegaþotum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og segir félagið að svo gæti farið að nauðsynlegt verði að leggja flestum þotunum í flotanum þegar á líður.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00