flugfréttir

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

- Felldu niður 70 flugferðir í dag þar sem þrýstingur fór niður fyrir 948 hPa

10. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:06

Bombardier Dash 8 flugvél Widerøe í lendingu á Gardermoen-flugvellinum í Osló á dögunum

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Lægðin sem hefur valdið storminum Ciara, sem hefur valdið usla á Bretlandseyjum um helgina og í gær, er nú stödd yfir Noregi en þar hefur loftþrýstingur víðast hvar farið niður í 940 millibör sem er með því lægsta sem norskir veðurfræðingar hafa séð í nokkra áratugi.

Flugferðirnar sjötíu, sem Widerøe þurfti að fella niður í dag eiga það sameiginlegt að nota átti Bombardier Dash 8 flugvélar til flugsins.

Tæknilega séð hefðu flugvélarnar geta flogið í dag en loftþrýstingurinn hefur verið það lágur í dag í norðurhluta Noregs að þrýstingurinn fór á mörgum stöðum niður fyrir það lægsta sem hægt er að stilla hæðarmælana um borð í vélunum.

Skjáskot af frétt í norska ríkissjónvarpinu þar sem flugmaður hjá Widerøe útskýrir hæðarmælin

Í kvöld var loftþrýstingurinn á flugvellinum í Bodø til að mynda í 950 hPa klukkan 22:20 og 946 á flugvellinum í Bardufoss og 945 á flugvellinum í Tromsø. Loftþrýstingurinn fór samt enn neðar fyrr í dag á mörgum flugvöllum í norðurhluta Noregs sem eiga það sameiginlegt að vera flestir áfangastaðir í leiðarkerfi Widerøe sem notar Dash 8 flugvélar til flugsins.

Bombardier Dash 8 flugvélar Widerøe hafa stillanlega hæðarmæla eins og flestar aðrar flugvélar sem notaðir eru til þess að stilla loftþrýsting miðað við sjávarmál (QNH) en neðri mörk mælanna eru 948 hPa (millibör).

Rétt stilling á mælunum er nauðsynleg til þess að tryggja að flugvélarnar séu í réttri flughæð til að viðhalda aðskilnaði bæði gagnvart öðrum flugvélum og frá hæð lands yfir sjávarmáli.

Lægðin eins og hún leit út í dag yfir Noregi

Á mörgum stöðum í Noregi fór loftþrýstingurinn langt niður fyrir þessi mörk sem gerist ekki á hverjum degi í Noregi en met var sett á 22 norskum veðurathugunarstöðvum í dag er kemur að lágum loftþrýstingi.

Þrátt fyrir þetta var ekki met slegið á landsvísu og stendur en norska metið er loftþrýstingur fór niður í 938.5 hPa en það gerðist árið 1907.  fréttir af handahófi

Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak í Vestur-Darfúr

3. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er súdönsk herflutningaflugvél af gerðinni Antonov An-12 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í El Geneina, höfuðborg Vestur-Darfúr, í gær.

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

1. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.