flugfréttir

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

- Air Italy sem áður hét Meridiana hætti rekstri í dag

11. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:13

Airbus A330 breiðþota Air Italy á Malpensa-flugvellinum í Mílanó

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Air Italy var annað stærsta flugfélagið á Ítalíu á eftir ríkisflugfélaginu Alitalia og hafði félagið þrettán þotur í flotanum af gerðinni Airbus A330, Airbus A320, Boeing 737-800 auk þess sem félagið hafði fengið þrjár Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar.

Félagið segir að önnur flugfélög munu sinna áætlunarflugi til nokkurra áfangastaða félagsins fram til
25. febrúar en farþegar sem eiga bókað flug eftir þann dag munu fá flugmiðann endurgreiddan.

Sögu Air Italy má rekja 56 ár aftur í tímann en félagið var stofnað árið 1963 sem Meridana Fly og en síðar var nafni þess breytt í Meridiana og þekktu langflestir félagið undir því nafni. Í febrúar árið 2018 var nafninu breytt í Air Italy eftir að Qatar Airways keypti helmingshlut í Meridiana.

Qatar Airways sagði að félagið myndi styðja reksturinn svo lengi sem að allir hluthafar myndu leggja sig fram við að leggja hönd á plóg en þrátt fyrir það gekk reksturinn brösulega.

Meridiana var stofnað árið 1963 og var félagið lengi eitt af stærstu flugfélögunum á Ítalíu

Qatar Airways segir í yfirlýsingu sinni að félagið hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Air Italy með því að verða þeim úti um flugvélar, aðstoða félagið við leiðarkerfið auk þess að leggja til fé í reksturinn.

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, tilkynnti árið 2017 að Air Italy myndi fara í beina samkeppni við ríkisflugfélagið Alitalia og stóð til að nýja flugfélagið muni söðla undir sig Ítalíu á mjög skömmum tíma á næstu árum en þær áætlanir fóru á annan veg.  fréttir af handahófi

Fyrsta Superjet-þotan með vænglingum afhent

20. desember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Sukhoi hefur afhent fyrstu Sukhoi Superjet 100 þotuna sem kemur með vænglingum („winglets“) en framleiðandinn kallar vænglingana „sabrelet“.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.