flugfréttir

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

- Air Italy sem áður hét Meridiana hætti rekstri í dag

11. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:13

Airbus A330 breiðþota Air Italy á Malpensa-flugvellinum í Mílanó

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Air Italy var annað stærsta flugfélagið á Ítalíu á eftir ríkisflugfélaginu Alitalia og hafði félagið þrettán þotur í flotanum af gerðinni Airbus A330, Airbus A320, Boeing 737-800 auk þess sem félagið hafði fengið þrjár Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar.

Félagið segir að önnur flugfélög munu sinna áætlunarflugi til nokkurra áfangastaða félagsins fram til
25. febrúar en farþegar sem eiga bókað flug eftir þann dag munu fá flugmiðann endurgreiddan.

Sögu Air Italy má rekja 56 ár aftur í tímann en félagið var stofnað árið 1963 sem Meridana Fly og en síðar var nafni þess breytt í Meridiana og þekktu langflestir félagið undir því nafni. Í febrúar árið 2018 var nafninu breytt í Air Italy eftir að Qatar Airways keypti helmingshlut í Meridiana.

Qatar Airways sagði að félagið myndi styðja reksturinn svo lengi sem að allir hluthafar myndu leggja sig fram við að leggja hönd á plóg en þrátt fyrir það gekk reksturinn brösulega.

Meridiana var stofnað árið 1963 og var félagið lengi eitt af stærstu flugfélögunum á Ítalíu

Qatar Airways segir í yfirlýsingu sinni að félagið hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að tryggja áframhaldandi rekstur Air Italy með því að verða þeim úti um flugvélar, aðstoða félagið við leiðarkerfið auk þess að leggja til fé í reksturinn.

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, tilkynnti árið 2017 að Air Italy myndi fara í beina samkeppni við ríkisflugfélagið Alitalia og stóð til að nýja flugfélagið muni söðla undir sig Ítalíu á mjög skömmum tíma á næstu árum en þær áætlanir fóru á annan veg.  fréttir af handahófi

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Yfirflaug ranga flugbraut í go-aroundi í mikilli þoku

31. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á flugvellinum í Lyon fyrr í þessum mánuði er þota af gerðinni Bombardier CRJ700 var í aðflugi í lélegu skyggni.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00