flugfréttir

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

- Telja að 7.600 nýjar einkaþotur verði afhentar þennan áratug

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:25

Mun fleiri einkaþotur verða pantaðar næsta áratuginn miðað við þann fjölda flugmanna sem til þarf til þess að fljúga þeim

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratuginn.

Flestar spár gera ráð fyrir aukningu í farþegaflugi í heiminum á næstu árum þrátt fyrir sveiflur í flugiðnaðinum en ákveðin hópur einstaklega, sem hafa nógan aur milli handanna, vill losna við allt það umstang sem fylgir því að fara í gegnum stóra flugvelli til að ferðast með farþegaflugi.

Þótt flest okkar látum það nægja að ferðast með áætlunarflugi þá fer þeim sífellt fjölgandi sem eru vel efnaðir og festa kaup á sinni eigin flugvél eða einkaþotu til að komast á milli staða en fjöldi flugmanna sem eru á lausu til að fljúga þeim eru mun færri en þær pantanir sem á eftir að leggja inn til flugvélaframleiðanda næstu árin.

Mun fleiri flugmenn sækjast í að fljúga fyrir flugfélögin heldur en að fljúga
einkþaotum

Ríka og fræga fólkið notar fimmtung af öllum einkaþotum

Honeywell Aerospace telur að 7.600 nýjar einkaþotur og einkaflugvélar eigi eftir að hefja sig til flugs næsta áratuginn sem bætast við þær 4.600 einkaþotur sem eru nú þegar í umferð í heiminum en slíkur fjöldi flugvéla mun kosta þá viðskiptavini sem eru að kaupa þær samtals um það bil 32 þúsund milljarða króna eða um 4 milljarða króna á hverja flugvél.

Talið er að um fimmtungur af þessum einkaþotum verði pantaðar til þess að fljúga frægu fólki og „ofurríkum“ einstaklingum á milli heimila sinna eða til þeirra staða í heiminum sem þau vilja fara til hverju sinni en einnig eru einkaþotur notaðar af stórum fyrirtækjum til þess að fljúga stjórnarmeðlimum og forstjórum á milli staða og þá oft í viðskiptaerindum.

Söngkonan Nicki Minaj fyrir framan einkaþotu á flugvellinum í Prag

Eftirspurnin ræðst oft af því að nýjar tegundur af einkaþotum koma á markaðinn með nýrri hönnun sem fellur í kramið hjá viðskiptavinum. - „Fólk vill oft hafa það nýjasta og það besta“, segir Gaetan Handfield, markaðssérfræðingur hjá Honeywell Aerospace.

Handfield telur að eftirspurnin eigi eftir að aukast áfram á þessu ári og árið 2021 en talið er að hún muni dvína svo örlítið árið 2022 þar sem einkaþoturmarkaðurinn er seinna að bregðast við sveiflum samanborið við farþegaflugið.

Flestir nýútskrifaðir atvinnuflugmenn stefna á að fljúga fyrir flugfélögin

Vandamálið hinsvegar er að ekki eru til nógu margir flugmenn til þess að fljúga öllum þessum einkaþotum þar sem flestir þeir sem hafa útskrifast sem atvinnuflugmenn stefna á að starfa við að fljúga stórum farþegaflugvélum fyrir flugfélögin sem getur oft boðið upp á hærri laun og stöðugri vinnutíma.

Margir flugmenn hafa þó sérstaklega kosið að fljúga einkaþotum og nefna ýmsa kosti við það starf samanborið við að fljúga farþegaþotum

Mismunandi rannsóknir og spár hafa verið gerðar varðandi hversu mikil þörf er fyrir nýja flugmenn á næstu árum í heiminum og hafa spár tilgreint að það vanti allt að 98.000 nýja flugmenn til ársins 2038 á meðan aðrar spár gera ráð fyrir að þörf sé fyrir nokkuð hundruð þúsundir flugmanna í framtíðinni en Boeing telur að þörf sé fyrir 800.000 nýja flugmenn til ársins 2040.

Fyrirtækið Colibri Aircraft segir að í 70% tilfella, sem fyrirtækið hefur viðskipti með einkaþotur, koma upp vandamál með að finna áhafnir til þess að fljúga þeim fyrir flugrekendur og eigendur en fyrir 5 árum síðan komu slík vandamál upp í 20 prósent tilfella sem þykir endurspegla þörf fyrir fleiri flugmenn til að fljúga einkaþotum.  fréttir af handahófi

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Piaggio Aerospace fær leyfi til að selja fyrirtækið

25. nóvember 2019

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace hefur fengið grænt ljós frá ríkisstjórn Ítalíu fyrir sölu á fyrirtækinu en framleiðandinn leitar enn að kaupanda til að taka yfir reksturinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.