flugfréttir

Fyrrum yfirmaður Airbus skorar á Boeing að hanna nýja þotu

- Segir samkeppnina hjá Boeing og Airbus frekar einsleita

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Barry Eccleston var forstjóri yfir Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018

Boeing þarf að blása nýju lífi í sína hlið á samkeppninni í flugvélaframleiðslunni og spila fram nýju spili á borð við nýja farþegaþotu. Þetta segir Barry Eccleston, fyrrum forstjóri Airbus í Ameríku, sem telur að Boeing ætti að koma með á markað minni útgáfu af þeirri farþegaþotu sem framleiðandinn hefur gefið í skyn að sé á teikniborðinu.

Eccleston segir að einokun Boeing og Airbus á farþegaþotumarkaðnum sé orðin frekar einsleit og dragi úr hvattningu til nýsköpunnar. Þetta sagði Eccleston í ræðu sinni sem hann hélt í gær á vegum International Aviation Club sem fram fór í Washington.

Eccleston, sem starfaði sem yfirmaður hjá Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018, sagði að það væri til hagsmuna fyrir alla - og líka fyrir Airbus - að koma Boeing 737 MAX þotunum sem fyrst í loftið og hvatti hann Boeing til þess að hrinda úr vör alveg nýrri tegund af farþegaþotu sem væri hönnuð frá grunni.

Eccleston segir að hann hafi aldrei haft trú á nýju þotunni sem nefnd hefur verið sem Boeing 797 þar sem að upphaflega átti hún að koma með sætum fyrir allt að 270 farþega og geta flogið 5.000 mílur (nm).

Í staðinn telur hann að Boeing muni hitta naglann á höfuðið með að hanna þotuna fyrir 160 til 240 farþega með flugdrægi upp á 3.000 til 5.000 mílur (nm) og mælir hann með að slík þota komi með einum gangi í stað þess að verða útfærð sem breiðþota.

Boeing hefur haft nóg á sinni könnu að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar þau vandamál sem snúa að Boeing 737 MAX og einnig við tilraunir á nýju Boeing 777X þotunni sem flaug sitt fyrsta flug á dögunum.

Hvað varðar nýja framtíðarþotu Boeing þá sagði David Calhoun, nýskipaður framkvæmdarstjóri Boeing, á fundi með fjárfestum þann 29. janúar sl. að um leið og Boeing væri komið að niðurstöðu varðandi þá útfærslu sem hentar best fyrir nýja farþegaþotu að þá verði tekið stórt skref áfram og þá myndu hlutirnir gerast hratt.

Á sömu ráðstefnu í Washington tók til máls Richard Aboulafia hjá fyrirtækinu Teal Group, einn helsti sérfræðingur í flugiðnaðinum, sem sagði að töluverð breyting hafi átt sér stað að undanförnu í ferðamynstri hjá farþegum sem vilja síður tengiflug og kjósa helst að fljúga í beinu flugi milli borga sem kallar á meðalstóra þotu sem er minni en þær breiðþotur sem flugfélög nota í dag en samt stærri en þotur á borð við Boeing 737.

„Þú færð fólk til þess að borga meira fyrir farmiðann ef um beint flug er að ræða og það sparast við það peningur þar sem þá er hægt að fljúga eina flugferð frekar í stað tveggja“, segir Aboulafia.  fréttir af handahófi

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00