flugfréttir

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

- Segjast hafa verið svikin og vilja skila þotunum og fara fram á bætur

14. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:03

Fyrirtækin vilja skila þotunum, fá þær að fullu endurgreiddar auk þess sem farið er fram á skaðabótagreiðslur.

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýslu í Seattle en þetta er í fyrsta sinn sem málsókn á hendur flugvélaframleiðandanum fer fyrir hæstarétt vegna Boeing 737 MAX.

Það er lögfræðifyrirtækið Lane Powell PC sem fer með málið fyrir hönd skjólstæðinganna sem eru bandarísku fyrirtækin F&L Aviation og Brilliant Aviation en fyrirtækin tvö segja að þau hefðu ekki lagt inn pantanir í Boeing Business Jet útgáfur af 737 MAX ef þau hefði vitað að vélarnar svipuðu ekki til Boeing 737NG vélanna eins og Boeing hafði upplýst um.

Í málsókninni kemur fram að fyrirtækin vilja skila þotunum en fyrri þotan var afhent í nóvember árið 2018 skömmu eftir fyrra flugslysið hjá Lion Air í Indónesíu og sú síðari var afhent í janúar 2019, tveimur mánuðum áður en seinna flugslysið átti sér stað í Eþíópíu.

Fyrirtækin segja að þau hafi ekki verið meðvituð um að vélarnar kæmu með sérstökum búnaði sem nefnist MCAS og treystu þau á að Boeing 737 MAX væri nokkurnveginn alveg eins og Boeing 737NG þoturnar og hefðu svipaða flugeiginleika.

Málsóknin, sem telur 44 blaðsíður, segir að um svindl hafi verið að ræða og Boeing hafi ekki sett öll spilin á borðið í söluferlinu og er sagt að um brot á kaupsamningi sé að ræða. Fyrirtækin fram á að skila þotunum, fá þær að fullu endurgreiddar auk þess sem farið er fram á skaðabótagreiðslur.  fréttir af handahófi

Sukhoi prófar rússneskt loftkerfi fyrir Superjet-þotuna

17. febrúar 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi hefur hafið prófanir á nýju rússnesku loftræstikerfi fyrir Sukhoi Superjet 100 þotuna en markmiðið er að fjölga þeim íhlutum í þotunni sem eru smíðaðir í heima

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

Air New Zealand selur afgreiðslupláss sitt á Heathrow

9. mars 2020

|

Air New Zealand hefur selt afgreiðsluplássin sín á Heathrow-flugvellinum í London fyrir um 3.4 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00