flugfréttir

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

- Kórónaveiran hefur meiri áhrif á flug til Asíu en Finnair sá fram á

18. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Airbus A350 þota Finnair á flugvellinum í Hong Kong

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Stór hluti leiðarkerfis Finnair í millilandaflugi eru áfangastaðir í Asíu og þar á meðal í Kína þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hvað skæðust.

Finnair aflýsti fyrr í þessum mánuði öllu flugi frá Helsinki til Kína að minnsta kosti til enda marsmánaðar en félagið hefur flogið til fimm kínverskra borga sem eru Peking, Guanzhou, Nanjing, Shanghai og Xian.

Þar sem að áhrif veirunnar virðast ætla að ílengjast hefur Finnair hafi viðræður við um 700 flugmenn, sem fljúga breiðþotum til fjarlægra áfangastaða, og beðið þá um að taka sér launalaust leyfi tímabundið en viðræður hefjast að fullu í næstu viku.

Topi Manner, framkvæmdarstjóri Finnair, sagði í seinustu viku, er afkomuskýrsla félagsins fyrir árið 2019 var kynnt, að hann gerði ráð fyrir því að félagið yrði yfirmannað með breiðþotuflugmenn og væri mögulegt að hægt væri að nýta tímann í þjálfun en nú lítur út fyrir að staðan sé verri þar sem áhrif veirunnar virðist ætla að dragast á langinn.

Finnair mun hefja formlegar viðræður við flugmenn sína í næstu viku

Päivyt Tallqvist, talsmaður Finnair, segir að félagið verði að haga seglum eftir vindi og endurskoða þá þörf sem félagið hefur fyrir flugmenn hverju sinni.

Flestir af stærstu flugvöllum Kína er í dag lamaðir þar sem flest flugfélög hafa hætt flugi til Kína og á það einnig við innanlandsflug í landinu.

Meðal erlenda flugfélag sem hafa hætt að fljúga til Kína vegna kórónaveirunnar eru Air France, American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Delta Air Lines, Egyptair, Iberia, KLM, Qatar Airways, United Airlines og þá hefur Air Canada, Emirates, Etihad Airways, Qantas, Singapore Airlines og Virgin skorið niður flug til Kína.  fréttir af handahófi

Ryanair flaug aðeins 20 flugferðir á dag í apríl

5. maí 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt að félagið flaug aðeins 600 flugferðir í aprílmánuði sem leið sem jafngildir um 20 flugferðum á dag en í apríl í fyrra flaug félagið alls 75.501 flugferð.

Maður á flugbraut varð fyrir farþegaþotu í lendingu í Texas

8. maí 2020

|

Maður lést er hann varð fyrir farþegaþotu í lendingu á flugvellinum í Austin í Texas í gærkvöldi en maðurinn var staddur á flugbrautinni þegar vélin lenti.

Fækka Boeing 767 um helming og hætta með Airbus A319

22. apríl 2020

|

Austrian Airlines mun fækka Boeing 767 breiðþotunum í flota félagsins um helming og taka allar Airbus A319 þoturnar úr umferð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00