flugfréttir

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

- Kórónaveiran hefur meiri áhrif á flug til Asíu en Finnair sá fram á

18. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:50

Airbus A350 þota Finnair á flugvellinum í Hong Kong

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Stór hluti leiðarkerfis Finnair í millilandaflugi eru áfangastaðir í Asíu og þar á meðal í Kína þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hvað skæðust.

Finnair aflýsti fyrr í þessum mánuði öllu flugi frá Helsinki til Kína að minnsta kosti til enda marsmánaðar en félagið hefur flogið til fimm kínverskra borga sem eru Peking, Guanzhou, Nanjing, Shanghai og Xian.

Þar sem að áhrif veirunnar virðast ætla að ílengjast hefur Finnair hafi viðræður við um 700 flugmenn, sem fljúga breiðþotum til fjarlægra áfangastaða, og beðið þá um að taka sér launalaust leyfi tímabundið en viðræður hefjast að fullu í næstu viku.

Topi Manner, framkvæmdarstjóri Finnair, sagði í seinustu viku, er afkomuskýrsla félagsins fyrir árið 2019 var kynnt, að hann gerði ráð fyrir því að félagið yrði yfirmannað með breiðþotuflugmenn og væri mögulegt að hægt væri að nýta tímann í þjálfun en nú lítur út fyrir að staðan sé verri þar sem áhrif veirunnar virðist ætla að dragast á langinn.

Finnair mun hefja formlegar viðræður við flugmenn sína í næstu viku

Päivyt Tallqvist, talsmaður Finnair, segir að félagið verði að haga seglum eftir vindi og endurskoða þá þörf sem félagið hefur fyrir flugmenn hverju sinni.

Flestir af stærstu flugvöllum Kína er í dag lamaðir þar sem flest flugfélög hafa hætt flugi til Kína og á það einnig við innanlandsflug í landinu.

Meðal erlenda flugfélag sem hafa hætt að fljúga til Kína vegna kórónaveirunnar eru Air France, American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Delta Air Lines, Egyptair, Iberia, KLM, Qatar Airways, United Airlines og þá hefur Air Canada, Emirates, Etihad Airways, Qantas, Singapore Airlines og Virgin skorið niður flug til Kína.  fréttir af handahófi

Ferðabannið hefur áhrif á 17.000 flugferðir yfir Atlantshafið

12. mars 2020

|

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem mun taka í gildi á morgun, mun hafa áhrif á allt að 17.000 flugferðir sem fyrirhugaðar er fram og til baka yfir Atlantshafið næstu 30 daga.

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

Óljósar upplýsingar varðandi flugslys í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að flugslys hafi átt sér stað í Afghanistan í dag og sé um að ræða farþegaþotu með yfir 80 farþega um borð en aðrir fréttamiðlar segja að 110 manns séu um borð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00