flugfréttir

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

- Fella niður 4.000 brottfarir í ár og hætta flugi til nokkurra bæjar

18. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:06

Dash 8 Q300 flugvél Widerøe á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan.

Widerøe mun fækka brottförum í innanlandsflugi um 15 prósent sem samsvarar 4.000 brottförum í ár auk þess sem félagið mun hætta flugi til nokkurra áfangastaða.

Rekstarumhverfi Widerøe hefur versnað að undanförnu og eru margar flugleiðir í innanlandsfluginu ekki lengur arðbærar og fækkar þeim áfangastöðum sífellt sem skila félaginu hagnaði.

Bombardier-flugvélar Widerøe á flugvellinum í Bergen

Widerøe segir að ein helsta orsökin séu háir skattar á innanlandsflug í Noregi sem gerir félaginu erfitt fyrir að halda úti áætlunarflugi en þá spilar gengi norsku krónunnar einnig stórt hlutverk auk þess sem ferðamynstur Norðmanna hefur breyst á undanförnum árum.

„Eigum ekki annarra kosta völ“

„Því miður þá verðum við að skera niður bráðnauðsynlegar flugsamgöngur til nokkurra svæða í Noregi. Ástandið er mjög alvarlegt og það bitnar á mörgum samfélögum en við höfum hreinlega engra annarra kosta völ“, segir Stein Nielsen, framkvæmdarstjóri Widerøe.

Widerøe hafði varað við því í ágúst í fyrra að félagið myndi þurfa að fella niður hátt í 40 flugleiðir í innanlandsfluginu í Noregi ef norska ríkisstjórnin myndi hækka skatta og álögur á flugsamgöngur eina ferðina enn en margar flugleiðir hættu að vera arðbærar árið 2015 þegar skattar bættust við innanlandsflugið það árið.

Stjórnklefinn um borð í Dash 8 Q300 flugvél félagsins

Frá og með 4. maí næstkomandi mun Widerøe fjarlægja 4.000 brottfarir úr leiðarkerfinu á ári sem samsvarar 15% samdráttar í áætlunarflugi á stuttum flugleiðum. Þá mun félagið einnig hætta að fljúga á milli Evenes, Bodø og Andenes og þá verður aðeins flogið yfir sumartímann til nokkurra flugvalla sem hingað til hefur verið flogið til allt árið um kring.

Meðal annars verður flugferðum fækkað á milli Bodø og Svolvær, milli Florø og Oslóar og Bergen, milli Tromsö, Vadsø og Alta og einnig verður dregið úr tíðni á milli Oslóar og Hovden og á milli Hammerfest og Tromsö.

Þær flugleiðir sem verða lagðar af er áætlunarflug frá Osló til Brønnøysund, Leknes, Mo I Rana, Namsos, Sandnessjøen og til Svolvær.  fréttir af handahófi

Öllum flugvélum hjá Ernest hefur verið flogið í geymslu

10. janúar 2020

|

Svo virðist vera sem að rekstur ítalska flugfélagsins Ernest Airlines sé að liðast í sundur eftir að flugmálayfirvöld á Ítalíu tilkynntu að félagið muni missa flugrekstarleyfið þann 13. janúar ef fél

Ætla að hætta flugrekstri vegna skorts á flugmönnum

2. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Trans States Airlines hefur tilkynnt öllu starfsfólki sínu að félagið muni leggja árar í bát og hætta flugrekstri fyrir lok þessa árs.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

1. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow

31. mars 2020

|

Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabun

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00