flugfréttir

Aðskotahlutir finnast í eldsneytistönkum á 737 MAX

- Yfir 400 nýjar og óafhentar MAX-þotur verða skoðaðar

19. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:54

Nýsamsettar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að litlir aðskotahlutir hefðu fundist í eldsneytistönkum á nokkrum nýjum óafhentum Boeing 737 MAX þotum sem eru í geymslu en yfir 400 MAX-þotur hafa hrannast upp á nokkrum geymslusvæðum sem bíða þess að verða afhentar.

„Aðskotahlutir í eldsneytistönkum er eitthvað sem ar algjörlega óviðunandi og eitt slíkt tilfelli er of mikið“, sagði Mark Jenks, yfirmaður yfir Boeing 737 MAX deildinni í Renton, í skilaboðum til starfsmanna sinna í gær.

Aðskotahlutur í eldsneytistönkum og í eldsneytiskerfi á flugvélum getur skapað stórhættu og meðal annars stíflað eldsneytiskerfi eða valdið skemmdum í hreyfli með þeim afleiðingum að hann getur stöðvast í miðju flugi.

Ekki kemur fram hvaða tegund aðskotahlutirnir eru en meðal aðskotahluta sem sem geta fundist á nýjum þotum sem hafa ekki verið afhentar eru óhreinindi, agnir eða verkfæri eftir starfsmenn sem gleymst hafa í samsetningarferlinu í verksmiðjunni.

Frá verksmiðju Boeing í Renton

Fram kemur að Boeing ætli að rannsaka hvernig stendur á því að aðskotahlutir séu að greinast í eldsneytiskerfi á nýjum þotum sem hafa ekki enn verið afhentar en Boeing segir að þetta muni þó ekki valda seinkun á því að koma vélunum aftur í loftið að nýju.

Talið að rekja megi orsökina til gæðastjórnunar í lokasamsetningu í Renton

„Nú veltur það á ykkur að komast til botns í þessu. Við þurfum að vinna saman sem ein heild og hafa þetta í forgangi. Ég þakka ykkur fyrir þann dugnað og metnað í að hafa öryggi og gæði að leiðarljósi í öllu því sem þið gerið“, segir Jenks enn frekar í skilaboðum til starfsmanna.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að þau séu meðvituð um að Boeing hafi fundið aðskotahluti í eldsneytistönkum á nokkrum Boeing 737 MAX þotum og mun framleiðandinn framkvæma skoðanir á öllum þeim 400 þotum sem færðar hafa verið til geymslu eftir að þær komu út úr verksmiðjunni til að ganga úr skugga um hvort fleiri þotur hafi aðskotahluti í tönkunum.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa verið færðar til geymslu á fimm mismunandi stöðum í Bandaríkjunum

Fram kemur að það taki allt að fjóra daga að leita að frekari aðskotahlutum í eldsneytistönkum á hverri Boeing 737 MAX þotu en nýjar MAX-þotur hafa verið geymdar á fjórum mismunandi stöðum í Washington-fylki og einnig í San Antonio í Texas. Tæma þarf allt eldsneyti úr tönkunum og losa allar gufur í burtu úr tönkunum áður en hægt verður að hefjast handa.

Talið er að aðskotahlutina megi rekja til vandamála í gæðastjórnun í samsetningarsal Boeing í Renton en fram kemur að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem aðskotahlutur finnst í nýrri flugvél sem var nýbúin í samsetningu hjá Boeing.  fréttir af handahófi

Airbus A220 og Embraer E2 til skoðunar hjá SAS

28. febrúar 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) undirbýr sig nú til þess að taka ákvörðun um nýja flugvélategund sem notuð verður til að endurnýja minni farþegavélar félagsins sem notaðar eru á styttri flugleiðum.

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

23. mars 2020

|

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunu

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00