flugfréttir

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

- Árekstur milli Piper Seminole og Beechcraft Travel Air

19. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:19

Flugvélarnar rákust saman í 4.000 feta hæð skammt frá flugvellinum í bænum Mangalore

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Vélarnar voru báðar litlar tveggja hreyfla flugvélar, önnur af gerðinni Beechcraft D95A Travel Air og hin af gerðinni Piper PA-44 Seminole. Tveir voru um borð í hvorugum vélunum fyrir sig og komst enginn lífs af.

Seminole-flugvélin var kennsluflugvél frá Moorabbin Aviation flugskólanum sem hafði farið í loftið frá Mangalore-flugvellinum með flugkennara innanborðs og atvinnuflugmannsnema sem var í verklegri þjálfun á fjölhreyflaflugvél.

Flak Piper Seminole flugvélarinnar

Beechcraft flugvélin var í eigu flugklúbbsins Peninsula Aero Club og hafði sú vél farið í loftið frá Tyabb-flugvellinum, suður af Melbourne. Flugmálayfirvöld telja að sú vél hafi verið á leið til Mangalore-flugvallarins til þess að lenda eða æfa aðflug að vellinum en báðar flugvélarnar höfðu sent inn blindflugsáætlun.

Orsök slyssins eru enn ókunn en lögregluþjónn í Viktoríu-ríki segir í samtali við ástralska fjölmiðla að skýjahula hafi verið yfir í þeirri hæð sem vélarnar rákust saman og mögulega hafi flugmenn beggja vélanna ekki séð hvorn annan.

Flugvélarnar sem rákust saman. VH-JQF (Piper Seminole) og VH-AEM (Beechcraft Travel Air)

Flugvöllurinn í Mangalore er óstjórnaður flugvöllur og láta flugmenn vita af fyrirætlunum sínum með að tilkynna sig í talstöðinni og einnig ef þeir eru í nágrenni flugvallarins.

Önnur flugvélin féll strax til jarðar á meðan hin náði að svífa lengur og brotlenti sú vél í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hinni en flök vélanna voru mjög illa farin.

Slysið átti sér stað um klukkan 00:25 í gærkvöldi að íslenskum tíma

Flugslysasérfræðingar frá Brisbane, Melbourne og frá Sydney voru sendir á staðinn skömmu eftir að fregnir bárust af slysinu sem átti sér stað klukkan 11:25 að áströlskum tíma (klukkan 00:25 að íslenskum tíma).

Fram kemur að þetta sé fyrsta flugslysið í Ástralíu í meira en áratug þar sem flugvélar rekast á í miðju flugi en seinast átti sambærilegt slys sér stað árið 2008 suðvestur af Sydney.  fréttir af handahófi

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

737 MAX í framleiðslu á ný í maí

26. mars 2020

|

Boeing stefnir á að hefja framleiðslu á Boeing 737 MAX á ný í maí en hlé var gert á framleiðslunni í janúar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00