flugfréttir

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

- Allar Airbus A380 þoturnar verða farnar úr flota Air France árið 2022

20. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:40

Airbus A380 risaþota Air France

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur árum.

Air France hefur aðeins flogið risaþotunum í 10 ár sem er tiltölulega stuttur tími fyrir nýja tegund af farþegaþotu en flest flugfélög sjá fram á að nota nýjar þotur í þónokkuð lengri tíma en í einn áratug.

Flugfélagið franska pantaði upphaflega 12 risaþotur en ákvað að síðar meir að tíu risaþotur væri nóg fyrir félagið.

Air France segir að félagið hafi nú þegar eytt 17 milljörðum króna í að flýta fyrir ferlinu sem það tekur að losa sig við Airbus A380 en gert er ráð fyrir að risaþoturnar verða ekki lengur í notkun árið 2022 og mun líftími risaþotnanna því telja 13 ár í flota Air France sem tók þær í notkun árið 2009.

Air France á aðeins eina A380 risaþotu en hinar eru allar í eigu flugvélaleigufyrirtækja og fer meðal annars mikill kostnaður í að flýta fyrir ferlinu þar sem félagið kýs að stytta leigutímann auk þess sem breytingar á rekstri hafa aukinn kostnað í för með sér.

Air France mun leysa einhverja risaþotuáfangastaði af hólmi með nýju Airbus A350 þotunum en aðalvinnuhestur Air France á löngum flugleiðum er Boeing 777-300ER þotan en félagið hefur 43 slíkar í flotanum.

Air France segir að Boeing 777-300ER sé mun hagkvæmari í rekstri enda tveggja hreyfla og brennir minna eldsneyti en til samanburðar þá taka Boeing 777-300ER þotur Air France allt að 468 farþega á meðan Airbus A380 risaþoturnar taka 516 farþega.

Flugfélagið stefnir að því að árið 2023 muni langflugsfloti Air France samanstanda af Airbus A350, A330, Boeing 787 og Boeing 777 þotum.  fréttir af handahófi

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

23. mars 2020

|

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00