flugfréttir

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

- 23 eru flokkuð sem alvarleg atvik og 8 af þeim voru flugslys

21. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

48 mál voru tekin til rannsóknar sem áttu sér stað árið 2019 en 23 af þeim eru flokkuð sem alvarleg flugatvik og flugslys

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Töluverð fjölgun varð á tilkynningum sem bárust nefndinni er kemur að flugslysum og flugatvikum en alls bárust 3.619 tilkynningar um flugatvik, alvarleg flugatvik og flugslys í fyrra en tekið er fram að oft er um að ræða fleiri en eina tilkynningu um sama atvikið.

Fjöldinn er þó töluvert meiri en endanfarin ár og bárust til að mynda þrefalt fleiri tilkynningar í fyrra samanborið við árið 2010 þegar nefndinni bárust um 1.200 tilkynningar. Árið á undan, árið 2018, bárust 2.984 tilkynningar.

Árið 2006 var tekin í gildi reglugerð um aukna tilkynningaskyldu atvika í flugi og var árið 2007 fyrsta árið sem slíkar tilkynningar bárust og voru þá 554 talsins. Atvikin eru tilkynnt til Samgöngustofu og fær RNSA afrit af þeim og í kjölfarið ákveðið hvaða atvik eru tekin til rannsóknar eftir alvarleika.

Flest flugatvikin í fyrra áttu sér stað yfir sumarmánuðina en þá viðrar best til flugs á Íslandi og flest loftför hefja sig þá til lofts

Árið 2019 voru 48 mál rannsökuð og voru 23 af þeim alvarleg flugatvik, flugumferðaratvik eða flugslys.

Tvö banaslys áttu sér stað í fyrra, hið fyrra í Múlakoti og hið síðara á Haukadalsmelum en það gerðist einnig árið 2015 en þá brotlenti flugvél af gerðinni DHC-2 Beaver í Barkárdal í ágúst það árið en hið síðara átti sér stað í nóvember er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.

Helmingur atvika og slysa áttu sér stað í júní, júlí og ágúst

Flest atvikin og slysin í fyrra áttu sér stað yfir sumarmánuðina en tæplega helmingur allra atvika og flugslysa árið 2019 átti sér stað í júní, júlí og ágúst eða 22 atvik.

Júlí kom langverst út en þá áttu sér stað 3 flugslys á einni viku og þar af tvö slys á sama flugvelli. Þann 20. júlí nauðlenti fis nálægt flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi, fimm dögum síðar hlekktist flugvél af gerðinni Cessna Skylane á í flugtaki á Haukadalsmelum og tveimur dögum síðar brotlenti flugvél af gerðinni Cessna Piper PA-12 Replica á sama flugvelli.

Banaslys í flugi á Íslandi sl. ár

Í seinna slysinu á Haukadalsmelum lést einn flugmaður og var það annað banaslysið í fluginu í fyrra sem átti sér stað í kjölfar flugslyss í Múlakoti þann 9. júní þar sem þrír létu lífið.

Fjórum dögum eftir slysið í Múlakoti brotlenti kennsluflugvél af gerðinni Diamond DA40 á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að sólónemi í yfirlandsflugi lenti í hrakkningum í niðurstreymi við Látrabjarg.

Þá voru tvö önnur flugslys sem áttu sér stað í fyrra þar sem tvær flugvélar úr sama flugklúbbi eyðilögðust í tveimur slysum. Annars vegar er TF-KAY hlekktist á í flugtaki í Svefneyjum á Breiðafirði þann 15. ágúst og það síðara þann 17. september er TF-KAJ brotlenti á Skálafellsöxl, austur af Esjunni.

Yfir helmingur atvika í almannaflugi skiptist jafnt milli einkaflugvéla og kennsluvéla

Sex alvarleg flugumferðaratvik voru skráð í fyrra en í fimm tilfellum var um að ræða tvær flugvélar sem fóru of nálægt hvor annarri eða flugu í veg fyrir hvor aðra en öll atvikin áttu sér stað við og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar.

Flugvöllurinn á Sandskeiði

Tíu atvik komu upp með farþegaþotur Icelandair af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 af ýmsum toga og þá voru skráð tvö atvik þar sem íslensk loftför áttu í hlut á erlendri grund en þau atvik áttu sér stað á Kanarýeyjum og í Marokkó og þá voru skráð sex atvik sem varða erlend loftför á íslenskri grund eða í íslenskri lofthelgi.

Airbus A319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli

27 atvik sem áttu sér stað í fyrra tilheyra almannaflugi þar sem litlar flugvélar áttu í hlut en af þeim voru 15 tilvik þar sem um einkaflug var að ræða og í tólf tilfellum var um að ræða kennsluflug.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) lauk við rannsókn á 42 málum árið 2019 sem hafa átt sér stað á sl. árum en af þeim var fimm málum lokið með útgáfu lokaskýrslu, 8 málum var lokið með bókun, þrjú mál voru sameinuð öðrum málum og 26 mál voru ekki rannsökuð frekar þar sem ekki þótti tilefni til að aðhafast frekar.

Listinn í heild sinni:  fréttir af handahófi

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Talið að þota frá bandaríska hernum hafi farist í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Talið er að flugvél, sem fórst í Afghanistan í dag, sé einkaþota sem tilheyrir bandaríska flughernum af gerðinni Bombardier E-11A.

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00