flugfréttir

Hafa fundið aðskotahluti í annarri hverri MAX-flugvél

24. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Boeing 737 MAX þotur í geymslu sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina

Talið er að vandamálið varðandi þá aðskotahluti sem fundust hafa í eldsneytistönkum á nýjum Boeing 737 MAX þotum sé alvarlegra en talið var í fyrstu.

Það var í síðustu viku sem Boeing greindi starfsmönnum sínum frá því að aðskotahlutir hefðu fundist í tönkum í vængjum á nokkrum Boeing 737 MAX þotum sem eru tiltölulega nýkomnar úr framleiðslu.

Aðili, sem er kunnugur málinu, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að sennilega sé um helmingur af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum, sem bíða afhendingar á geymslusvæðum í Bandaríkjunum, með aðskotahluti í eldsneytistönkum.

Kemur fram að aðskotahlutir hafi fundist í eldsneytistönkum á um 50% af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum sem hafa gengist undir skoðun sl. daga.

Nefnir sá aðili að um sé að ræða, verkfæri, bolta, hnoð, málmagnir og fleira sem starfsmenn hafa óvart skilið eftir við samsetningu, misst úr fórum sínum eða gleymst að þrífa.

Talsmaður Boeing sagði sl. föstudag nú fyrir helgi að staðfest væri að búið sé að finna aðskotahluti í eldsneytistönkum á 35 nýjum Boeing 737 MAX þotum sem hafa ennþá aldrei hafið sig á loft en Boeing segir að hver einasta Boeing 737 MAX þota verði tekin til skoðunar og skimað eftir aðskotahlutum.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að það sé ekki vitað hversu margar þotur hafa aðskotahluti í eldsneytistönkum en verið er að skoða allar þoturnar sem eru í geymslu.

„Við erum að taka skref til að vera vissir um að við náum að útiloka aðskotahluti í öllum flugvélunum. Þetta viðgengst ekki á neinum þeim þotum sem Boeing afhendir til viðskiptavina sinna“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.  fréttir af handahófi

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00