flugfréttir

Hafa fundið aðskotahluti í annarri hverri MAX-flugvél

24. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Boeing 737 MAX þotur í geymslu sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina

Talið er að vandamálið varðandi þá aðskotahluti sem fundust hafa í eldsneytistönkum á nýjum Boeing 737 MAX þotum sé alvarlegra en talið var í fyrstu.

Það var í síðustu viku sem Boeing greindi starfsmönnum sínum frá því að aðskotahlutir hefðu fundist í tönkum í vængjum á nokkrum Boeing 737 MAX þotum sem eru tiltölulega nýkomnar úr framleiðslu.

Aðili, sem er kunnugur málinu, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að sennilega sé um helmingur af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum, sem bíða afhendingar á geymslusvæðum í Bandaríkjunum, með aðskotahluti í eldsneytistönkum.

Kemur fram að aðskotahlutir hafi fundist í eldsneytistönkum á um 50% af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum sem hafa gengist undir skoðun sl. daga.

Nefnir sá aðili að um sé að ræða, verkfæri, bolta, hnoð, málmagnir og fleira sem starfsmenn hafa óvart skilið eftir við samsetningu, misst úr fórum sínum eða gleymst að þrífa.

Talsmaður Boeing sagði sl. föstudag nú fyrir helgi að staðfest væri að búið sé að finna aðskotahluti í eldsneytistönkum á 35 nýjum Boeing 737 MAX þotum sem hafa ennþá aldrei hafið sig á loft en Boeing segir að hver einasta Boeing 737 MAX þota verði tekin til skoðunar og skimað eftir aðskotahlutum.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að það sé ekki vitað hversu margar þotur hafa aðskotahluti í eldsneytistönkum en verið er að skoða allar þoturnar sem eru í geymslu.

„Við erum að taka skref til að vera vissir um að við náum að útiloka aðskotahluti í öllum flugvélunum. Þetta viðgengst ekki á neinum þeim þotum sem Boeing afhendir til viðskiptavina sinna“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.  fréttir af handahófi

Sagt að 10 prósent starfsmanna verði sagt upp hjá Boeing

23. apríl 2020

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga uppsagnir og er haft eftir tveimur heimildarmönnum að flugvélaframleiðandinn ætli að segja upp 10 prósent af öllum þeim mannafla sem starfar í farþegaþotudeildinni.

Qantas frestar öllum afhendingum á nýjum þotum

11. maí 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar ekki að taka við neinum nýjum farþegaþotum í ár og hefur frestað afhendingum á bæði nýjum Boeing 787 þotum og Airbus A321XLR þotum.

Nota Brandenburg-flugvöll til að geyma flugvélar

12. mars 2020

|

Lufthansa er byrjað að leggja fjölda flugvéla úr flota sínum og flota dótturfélaganna á Brandenburg-flugvellinum í Berlín þar sem félagið hefur hafið niðurskurð og dregið saman umsvif sín tímabndið ve

  Nýjustu flugfréttirnar

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.