flugfréttir

Hafa fundið aðskotahluti í annarri hverri MAX-flugvél

24. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Boeing 737 MAX þotur í geymslu sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina

Talið er að vandamálið varðandi þá aðskotahluti sem fundust hafa í eldsneytistönkum á nýjum Boeing 737 MAX þotum sé alvarlegra en talið var í fyrstu.

Það var í síðustu viku sem Boeing greindi starfsmönnum sínum frá því að aðskotahlutir hefðu fundist í tönkum í vængjum á nokkrum Boeing 737 MAX þotum sem eru tiltölulega nýkomnar úr framleiðslu.

Aðili, sem er kunnugur málinu, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að sennilega sé um helmingur af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum, sem bíða afhendingar á geymslusvæðum í Bandaríkjunum, með aðskotahluti í eldsneytistönkum.

Kemur fram að aðskotahlutir hafi fundist í eldsneytistönkum á um 50% af öllum þeim Boeing 737 MAX þotum sem hafa gengist undir skoðun sl. daga.

Nefnir sá aðili að um sé að ræða, verkfæri, bolta, hnoð, málmagnir og fleira sem starfsmenn hafa óvart skilið eftir við samsetningu, misst úr fórum sínum eða gleymst að þrífa.

Talsmaður Boeing sagði sl. föstudag nú fyrir helgi að staðfest væri að búið sé að finna aðskotahluti í eldsneytistönkum á 35 nýjum Boeing 737 MAX þotum sem hafa ennþá aldrei hafið sig á loft en Boeing segir að hver einasta Boeing 737 MAX þota verði tekin til skoðunar og skimað eftir aðskotahlutum.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að það sé ekki vitað hversu margar þotur hafa aðskotahluti í eldsneytistönkum en verið er að skoða allar þoturnar sem eru í geymslu.

„Við erum að taka skref til að vera vissir um að við náum að útiloka aðskotahluti í öllum flugvélunum. Þetta viðgengst ekki á neinum þeim þotum sem Boeing afhendir til viðskiptavina sinna“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.  fréttir af handahófi

AirAsia endurskoðar pöntun í 480 þotur hjá Airbus

29. apríl 2020

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia segir að verið sé að endurskoða pantanir sem félagið á inni hjá Airbus í nýjar farþegaþotur en flugfélagið á von á 480 nýjum þotum á næstu árum.

Air France mun hefja flug að nýju til 150 áfangastaða

12. júní 2020

|

Air France hefur gefið út yfirlýsingu varðandi fyrirhugaða flugáætlun fyrir sumarið 2020 og segir flugfélagið franska að byrjað verði að fljúga til 150 áfangastaða eftir nokkra daga.

Sá fyrsti til að fljúga atvinnuflug með sykursýki í Bandaríkjunum

28. júní 2020

|

Í seinustu viku átti sér stað fyrsta áætlunarflugið í Bandaríkjunum sem var flogið undir stjórn fyrsta flugstjórans sem fær að fljúga eftir að reglugerðum vestanhafs var breytt er varðar flugmenn með

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00