flugfréttir

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

- Sjóflugvélaræningja leitað í Vancouver - Þrjár flugvélar skemmdust

vancouver, CA

24. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:41

Atvikið átti sér stað kl. 3:30 að staðartíma aðfaranótt fimmtudagsins

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Atvikið átti sér stað í Coal Harbour sjóflugvélahöfninni í Vancouver en lögregla fékk tilkynningu klukkan 3:30 aðfaranótt föstudagsins að einhver hefði sett sjóflugvél í gang í höfninni og væri búinn að klessa á tvær aðrar sjóflugvélar.

Fram kemur að sjóflugvélaþjófurinn hafi farið um borð í sjóflugvél af gerðinni de Havilland Canada DHC-2 Beaver í eigu flugfélagsins Seair sem sinnir farþegaflugi til áfangastaða í Bresku Kólumbíu og á Seattle/Vancouver-svæðinu.

Fram kemur að þjófurinn hafi ekki náð að hefja flugvélina á loft en hún hafi þó náð einhverri siglingu og rakst með vængina utan í tvær sjóflugvélar frá flugfélaginu Harbour Air sem skemmdust töluvert. Meðal annars þá brotnaði vængur á flugvél af gerðinni DHC-3T Vazar Turbine Otter sem lá við sömu bryggju.

Eins og sjá má þá vantar væng á a.m.k tvær sjóflugvélar en þjófurinn slapp og hefur ekki fundist

Flugvélaþjófsins er nú leitað en hann slapp undan lögreglu í Vancouver sem rannsakar atvikið. Töluverð röskun varð á fyrstu flugferðunum á föstudagsmorgninum og þurftu farþegar, sem áttu bókað með sjóflugvél, að fara til flugvallarins í Vancouver og taka hefðbundið áætlunarflug þaðan.

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að nefndin muni ekki rannsaka atvikið þar sem flugvélin hóf sig ekki á loft en grunur leikur á að það hafi verið áætlunarverk þjófsins að ná að fljúga.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Hafa lagt 120 þotum vegna kórónaveirunnar

2. mars 2020

|

Sagt er að um 70 prósent alls flugflota kínverska flugfélagsins Cathay Pacific sé kyrrsettur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar þar sem flugsamgöngur til og frá Kína hafa dregist verulega saman undanfa

Boeing flýgur 737 MAX til að prófa uppfærslur

13. febrúar 2020

|

Boeing hefur sl. daga flogið einni af Boeing 737 MAX tilraunarþotunum sínum nokkrar flugferðir í þeim tilgangi að prófa þær uppfærslur sem gerðar hafa verið fyrir MAX-vélarnar sl. mánuði.

7.000 starfsmönnum hjá Textron sagt upp tímabundið

19. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Textron hefur sagt upp tímabundið yfir 7.000 starfsmönnum sem verða á næstunni sendir heim vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00