flugfréttir

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

- Forstjóri Asiana Airlines ætlar að greiða til baka 40% af sínum launum

26. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:29

Rekstur Asiana Airlines gekk erfiðlega árið 2019 og ekki er útlitið betra fyrir árið 2020

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárhagserfiðleikum.

Han Chan-soo, framkvæmdarstjóri Asiana Airlines, ætlar að endurgreiða 40% af launum sínum til síðustu 12 mánaða til baka á meðan aðrir stjórnarformenn ætla að greiða til baka ýmist 20 eða 30 prósent af sínum launum.

Asiana Airlines stendur frammi fyrir mjög erfiðum tímum þar sem mikill samdráttur hefur orðið í farmiðasölu hjá félaginu en í fyrra gerðu pólitískir erfiðleikar milli Suður-Kóreu og Japans félaginu erfitt fyrir en núna er það útbreiðsla kórónaveirunnar sem er að hafa áhrif á reksturinn.

Han Chan-soo, framkvæmdarstjóri Asiana Airlines

Suður-Kórea er það land þar sem langflest tilvik af Covid-19 veirunni hafa greinst fyrir utan Kína en þar hafa komið upp 1.261 tilvik af verunni og hafa 12 látist vegna hennar.

Asiana Airlines hefur einnig beðið allt starfsfólk sitt um að taka sér 10 daga launalaust leyfi á meðan félagið vinnur hörðum höndum að því að draga úr öllum þeim hliðum í rekstrinum sem eru ekki að skila félaginu hagnaði.

Þá hefur félagið skorið niður áætlunarflug frá Suður-Kóreu til Kína um 79 prósent og áætlunarflug til áfangastaða í suðausturhluta Asíu hefur dregist saman um fjórðung.

Asiana Airlines er annað stærsta flugfélag Suður-Kóreu á eftir Korean Air og hefur félagið 86 flugvélar í flotanum og flýgur félagið til 90 áfangastaða.  fréttir af handahófi

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Flugturninum á Chicago Midway lokað vegna smits

18. mars 2020

|

Flugturninum á Midway-flugvellinum í Chicago hefur verið lokað tímabundið eftir að tveir tæknimenn í turninum greindust með kórónaveiruna.

Ryanair ætlar að panta fleiri Boeing 737 MAX þotur

4. febrúar 2020

|

Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem Boeing hefur gengið í gegnum með Boeing 737 MAX vélarnar þá hefur Ryanair fulla trú á því að þotan eigi eftir að hafa yfirburða eiginleika þegar hún verður komin af

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00