flugfréttir

FAA fyrirskipar uppfærslur á hugbúnaði á Boeing 737NG

- Gæti lækkað undir aðflugsgeisla í ILS-aðflugi án viðvarana

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:25

Boeing 737 þota Southwest Airlines

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstunni fara fram á sérstaka skoðun á þotum af gerðinni Boeing 737NG (Next-Generation) með tilheyrandi uppfærslum á hugbúnaði í tölvukerfi sem stjórnar stýrum vélanna.

Tilmælin, sem til stendur að gefa út, varðar þær Boeing 737NG þotur sem koma með tölvubúnaði sem inniheldur kerfi sem nefnist „operational programme software“ og beinast tilmælin til kerfa sem eru af gerðinni P8.0 og P9.0 sem framleidd voru af fyrirtækinu Rockwell Collins.

Í ljós hefur komið að vandamál getur komið með sjálfstýringuna í blindaðflugi (ILS) sem fellst í því að flugvélin nær ekki að „grípa“ aðflugsgeislann með þeirri nákvæmni sem til er ætlast sem veldur því að flugvélin getur haldið áfram að lækka flugið undir aðflugsgeislanum án þess að koma fram með neinar viðvaranir til flugmannanna.

Stjórnklefi á Boeing 737 í aðflugi

Ef slíkt á sér stað þurfa flugmennirnir að grípa inn í og leiðrétta aðflugsferilinn sjálfir en slíkt getur reynst varasamt í blindflugsskilyrðum í lendingu þegar skyggni er það takmarkað að flugmennirnir reiða sig alfarið á sjálfstýringuna og ILS aðflugið.

„Við þær aðstæður getur skapast mikil hætta sem endar með því að flugvél flýgur áfram og brotlendir í landslagið ef þær hafa ekki verið uppfærðar með uppfærslunni“, segir aðili innan FAA.

Boeing hefur nú þegar þróað uppfærslur fyrir kerfið og fara bandarísk flugmálayfirvöld fram á að þær Boeing 737NG þotur, sem málið varðar, verði uppfærðar í kjölfarið og hafa flugfélög og flugrekstaraðilar eitt ár til þess að bregðast við tilmælunum.

FAA segir að vandamálið nái til 520 Boeing 737 þotna af NG-tegund sem skráðar eru í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Icelandair-þota teiknaði hjarta yfir Reykjavík

19. apríl 2020

|

Boeing 767-300ER breiðþota Icelandair, sem var að koma frá Shanghai í Kína núna síðdegis í dag, „teiknaði“ hjarta yfir höfuðborginni rétt fyrir lendingu í Keflavík.

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00