flugfréttir

FAA fyrirskipar uppfærslur á hugbúnaði á Boeing 737NG

- Gæti lækkað undir aðflugsgeisla í ILS-aðflugi án viðvarana

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:25

Boeing 737 þota Southwest Airlines

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstunni fara fram á sérstaka skoðun á þotum af gerðinni Boeing 737NG (Next-Generation) með tilheyrandi uppfærslum á hugbúnaði í tölvukerfi sem stjórnar stýrum vélanna.

Tilmælin, sem til stendur að gefa út, varðar þær Boeing 737NG þotur sem koma með tölvubúnaði sem inniheldur kerfi sem nefnist „operational programme software“ og beinast tilmælin til kerfa sem eru af gerðinni P8.0 og P9.0 sem framleidd voru af fyrirtækinu Rockwell Collins.

Í ljós hefur komið að vandamál getur komið með sjálfstýringuna í blindaðflugi (ILS) sem fellst í því að flugvélin nær ekki að „grípa“ aðflugsgeislann með þeirri nákvæmni sem til er ætlast sem veldur því að flugvélin getur haldið áfram að lækka flugið undir aðflugsgeislanum án þess að koma fram með neinar viðvaranir til flugmannanna.

Stjórnklefi á Boeing 737 í aðflugi

Ef slíkt á sér stað þurfa flugmennirnir að grípa inn í og leiðrétta aðflugsferilinn sjálfir en slíkt getur reynst varasamt í blindflugsskilyrðum í lendingu þegar skyggni er það takmarkað að flugmennirnir reiða sig alfarið á sjálfstýringuna og ILS aðflugið.

„Við þær aðstæður getur skapast mikil hætta sem endar með því að flugvél flýgur áfram og brotlendir í landslagið ef þær hafa ekki verið uppfærðar með uppfærslunni“, segir aðili innan FAA.

Boeing hefur nú þegar þróað uppfærslur fyrir kerfið og fara bandarísk flugmálayfirvöld fram á að þær Boeing 737NG þotur, sem málið varðar, verði uppfærðar í kjölfarið og hafa flugfélög og flugrekstaraðilar eitt ár til þess að bregðast við tilmælunum.

FAA segir að vandamálið nái til 520 Boeing 737 þotna af NG-tegund sem skráðar eru í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Farþegaþota rann út á hraðbraut eftir lendingu í Íran

27. janúar 2020

|

Farþegaþota frá Caspian Airlines endaði út á miðri umferðargötu í Íran í morgun eftir að þotan rann út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í borginni Mahshahr í suðvesturhluta landsins.

Flybe gæti heyrt sögunni til á næstu vikum

4. mars 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe er komið aftur á barm gjaldþrots eftir að ríkisstjórn Bretlands breytti ákvörðun sinni um að bjarga rekstri flugfélagsins sem til stóð að gera með neyðarláni.

Austrian Airlines fellir niður allt áætlunarflug

17. mars 2020

|

Austrian Airlines hefur ákveðið að aflýsa öllu áætlunarflugi tímabundið frá og með 18. mars næstkomandi vegna heimsfaraldursins af völdum kórónaveirunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00