flugfréttir

Áform um þriðju flugbrautina á Heathrow dæmd ólögmæt

- Segja framkvæmdirnar stangast á við skuldbindingu Breta í loftlagsmálum

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Fram kemur að breska ríkið sé ekki að standa við skuldabindingar sínar í loftslagssáttmála sínum með því að leyfa framkvæmdir við þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í dag áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar þar sem ekki séu tekið með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.

„Við höfum komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag stangast á við reglugerðir þar sem áætlanirnar eru ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um að framfylgja Parísarsáttmálanum sem varðar loftslagsbreytingar í heiminum sem ríkisstjórn Bretland samþykkti árið 2015“, segir í niðurstöðum dómstólsins.

Meðal þeirra sem undirrituðu og studdu við sáttmálann fyrir hönd Bretlands voru borgarstjóri Lundúna, Greenpeace, samtökin Friends of Earth og Plan B Earth en þetta er einnig tekið fram í sáttmála breskra stjórnvalda sem nefnist „Airports National Policy Statement“ (ANPS).

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur brugðist við yfirlýsingu áfrýjunardómstólsins og segir að það sé mjög auðvelt að leiðrétta ákvæði sem sennilega séu ekki nógu skýr í áformum varðandi þriðju flugbrautina er kemur að umhverfismálum og verði niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttardómstóls.

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, varaði nýlega við því að ef áætlanir um þriðju flugbrautina yrðu felldar myndi Bretland standa frammi fyrir alvarlegum takmörkunum á flugsamgöngum og sennilega myndi þá Charles de Gaulle flugvöllurinn í París verða umsvifameiri en Heathrow innan tveggja ára.

Til stóð að senda inn formlega umsókn um framkvæmdirnar fyrir lok þessa árs

Þriðja flugbrautin á Heathrow hefur verið mikið hitamál undanfarin ár þar til árið 2018 að breska ríkisstjórnin gaf loksins grænt ljós á framkvæmdirnar og sagði Chris Grayling, þáverandi samgönguráðherra Bretlands, að um sögulegan viðburð að ræða að loksins væri komið leyfi til þess að hefjast handar við þriðju flugbrautina.

Í niðurstöðunni áréttar dómstóllinn að ekki sé með neinum hætti verið að draga úr verðleikum um áform um framkvæmdir á þriðju flugbrautinni og sé einungis verið að benda á þau atriði sem varðar stefnu stjórnvalda og skuldbindingar er kemur að loftslags- og umverfismálum sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ef málinu verður áfrýjað og dæmt verður í málinu Heathrow-flugvelli í vil þá mun taka við 8 vikna samráðstímabil við almenning og íbúa á svæðinu sem mun standa yfir fram í júní en eftir það getur Heathrow-flugvöllur sent formlega inn umsókn til þess að hefja framkvæmdir.  fréttir af handahófi

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Hóta að segja upp öllum flugmönnum og endurráða einhverja aftur

8. júní 2020

|

British Airways hefur lýst því yfir að mögulega muni félagið grípa til þess ráðs að segja upp öllum flugmönnum félagsins, alls 4.300 flugmönnum, og endurráða einhverja af þeim aftur undir nýjum kja

Icelandair-þota teiknaði hjarta yfir Reykjavík

19. apríl 2020

|

Boeing 767-300ER breiðþota Icelandair, sem var að koma frá Shanghai í Kína núna síðdegis í dag, „teiknaði“ hjarta yfir höfuðborginni rétt fyrir lendingu í Keflavík.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00