flugfréttir

Áform um þriðju flugbrautina á Heathrow dæmd ólögmæt

- Segja framkvæmdirnar stangast á við skuldbindingu Breta í loftlagsmálum

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Fram kemur að breska ríkið sé ekki að standa við skuldabindingar sínar í loftslagssáttmála sínum með því að leyfa framkvæmdir við þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í dag áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar þar sem ekki séu tekið með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.

„Við höfum komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag stangast á við reglugerðir þar sem áætlanirnar eru ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um að framfylgja Parísarsáttmálanum sem varðar loftslagsbreytingar í heiminum sem ríkisstjórn Bretland samþykkti árið 2015“, segir í niðurstöðum dómstólsins.

Meðal þeirra sem undirrituðu og studdu við sáttmálann fyrir hönd Bretlands voru borgarstjóri Lundúna, Greenpeace, samtökin Friends of Earth og Plan B Earth en þetta er einnig tekið fram í sáttmála breskra stjórnvalda sem nefnist „Airports National Policy Statement“ (ANPS).

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur brugðist við yfirlýsingu áfrýjunardómstólsins og segir að það sé mjög auðvelt að leiðrétta ákvæði sem sennilega séu ekki nógu skýr í áformum varðandi þriðju flugbrautina er kemur að umhverfismálum og verði niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttardómstóls.

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, varaði nýlega við því að ef áætlanir um þriðju flugbrautina yrðu felldar myndi Bretland standa frammi fyrir alvarlegum takmörkunum á flugsamgöngum og sennilega myndi þá Charles de Gaulle flugvöllurinn í París verða umsvifameiri en Heathrow innan tveggja ára.

Til stóð að senda inn formlega umsókn um framkvæmdirnar fyrir lok þessa árs

Þriðja flugbrautin á Heathrow hefur verið mikið hitamál undanfarin ár þar til árið 2018 að breska ríkisstjórnin gaf loksins grænt ljós á framkvæmdirnar og sagði Chris Grayling, þáverandi samgönguráðherra Bretlands, að um sögulegan viðburð að ræða að loksins væri komið leyfi til þess að hefjast handar við þriðju flugbrautina.

Í niðurstöðunni áréttar dómstóllinn að ekki sé með neinum hætti verið að draga úr verðleikum um áform um framkvæmdir á þriðju flugbrautinni og sé einungis verið að benda á þau atriði sem varðar stefnu stjórnvalda og skuldbindingar er kemur að loftslags- og umverfismálum sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ef málinu verður áfrýjað og dæmt verður í málinu Heathrow-flugvelli í vil þá mun taka við 8 vikna samráðstímabil við almenning og íbúa á svæðinu sem mun standa yfir fram í júní en eftir það getur Heathrow-flugvöllur sent formlega inn umsókn til þess að hefja framkvæmdir.  fréttir af handahófi

Umsóknir streyma inn til flestra flugskóla vestanhafs

10. janúar 2021

|

Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri ums

Síðasta Boeing 737 þotan yfirgefur flota Air Baltic

17. desember 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur tekið úr umferð síðustu Boeing 737 þotuna og hefur þotan verið afhent til viðhalds- og eignarstýringarfyrirtækisins Magnetic MRO.

Hætta framleiðslu á GippsAero GA8 Airvan

23. nóvember 2020

|

Starfsemi flugvélaframleiðslunnar hjá GippsAero hefur verið hætt en þetta kemur fram í tilkynningu frá indverska flugvélaframleiðandanum Mahindra Aerospace.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00