flugfréttir

Áform um þriðju flugbrautina á Heathrow dæmd ólögmæt

- Segja framkvæmdirnar stangast á við skuldbindingu Breta í loftlagsmálum

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Fram kemur að breska ríkið sé ekki að standa við skuldabindingar sínar í loftslagssáttmála sínum með því að leyfa framkvæmdir við þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í dag áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar þar sem ekki séu tekið með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.

„Við höfum komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag stangast á við reglugerðir þar sem áætlanirnar eru ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um að framfylgja Parísarsáttmálanum sem varðar loftslagsbreytingar í heiminum sem ríkisstjórn Bretland samþykkti árið 2015“, segir í niðurstöðum dómstólsins.

Meðal þeirra sem undirrituðu og studdu við sáttmálann fyrir hönd Bretlands voru borgarstjóri Lundúna, Greenpeace, samtökin Friends of Earth og Plan B Earth en þetta er einnig tekið fram í sáttmála breskra stjórnvalda sem nefnist „Airports National Policy Statement“ (ANPS).

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur brugðist við yfirlýsingu áfrýjunardómstólsins og segir að það sé mjög auðvelt að leiðrétta ákvæði sem sennilega séu ekki nógu skýr í áformum varðandi þriðju flugbrautina er kemur að umhverfismálum og verði niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttardómstóls.

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, varaði nýlega við því að ef áætlanir um þriðju flugbrautina yrðu felldar myndi Bretland standa frammi fyrir alvarlegum takmörkunum á flugsamgöngum og sennilega myndi þá Charles de Gaulle flugvöllurinn í París verða umsvifameiri en Heathrow innan tveggja ára.

Til stóð að senda inn formlega umsókn um framkvæmdirnar fyrir lok þessa árs

Þriðja flugbrautin á Heathrow hefur verið mikið hitamál undanfarin ár þar til árið 2018 að breska ríkisstjórnin gaf loksins grænt ljós á framkvæmdirnar og sagði Chris Grayling, þáverandi samgönguráðherra Bretlands, að um sögulegan viðburð að ræða að loksins væri komið leyfi til þess að hefjast handar við þriðju flugbrautina.

Í niðurstöðunni áréttar dómstóllinn að ekki sé með neinum hætti verið að draga úr verðleikum um áform um framkvæmdir á þriðju flugbrautinni og sé einungis verið að benda á þau atriði sem varðar stefnu stjórnvalda og skuldbindingar er kemur að loftslags- og umverfismálum sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ef málinu verður áfrýjað og dæmt verður í málinu Heathrow-flugvelli í vil þá mun taka við 8 vikna samráðstímabil við almenning og íbúa á svæðinu sem mun standa yfir fram í júní en eftir það getur Heathrow-flugvöllur sent formlega inn umsókn til þess að hefja framkvæmdir.  fréttir af handahófi

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00