flugfréttir

Áform um þriðju flugbrautina á Heathrow dæmd ólögmæt

- Segja framkvæmdirnar stangast á við skuldbindingu Breta í loftlagsmálum

27. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Fram kemur að breska ríkið sé ekki að standa við skuldabindingar sínar í loftslagssáttmála sínum með því að leyfa framkvæmdir við þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í dag áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar þar sem ekki séu tekið með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.

„Við höfum komst að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag stangast á við reglugerðir þar sem áætlanirnar eru ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um að framfylgja Parísarsáttmálanum sem varðar loftslagsbreytingar í heiminum sem ríkisstjórn Bretland samþykkti árið 2015“, segir í niðurstöðum dómstólsins.

Meðal þeirra sem undirrituðu og studdu við sáttmálann fyrir hönd Bretlands voru borgarstjóri Lundúna, Greenpeace, samtökin Friends of Earth og Plan B Earth en þetta er einnig tekið fram í sáttmála breskra stjórnvalda sem nefnist „Airports National Policy Statement“ (ANPS).

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur brugðist við yfirlýsingu áfrýjunardómstólsins og segir að það sé mjög auðvelt að leiðrétta ákvæði sem sennilega séu ekki nógu skýr í áformum varðandi þriðju flugbrautina er kemur að umhverfismálum og verði niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttardómstóls.

John Holland-Kaye, yfirmaður Heathrow-flugvallarins, varaði nýlega við því að ef áætlanir um þriðju flugbrautina yrðu felldar myndi Bretland standa frammi fyrir alvarlegum takmörkunum á flugsamgöngum og sennilega myndi þá Charles de Gaulle flugvöllurinn í París verða umsvifameiri en Heathrow innan tveggja ára.

Til stóð að senda inn formlega umsókn um framkvæmdirnar fyrir lok þessa árs

Þriðja flugbrautin á Heathrow hefur verið mikið hitamál undanfarin ár þar til árið 2018 að breska ríkisstjórnin gaf loksins grænt ljós á framkvæmdirnar og sagði Chris Grayling, þáverandi samgönguráðherra Bretlands, að um sögulegan viðburð að ræða að loksins væri komið leyfi til þess að hefjast handar við þriðju flugbrautina.

Í niðurstöðunni áréttar dómstóllinn að ekki sé með neinum hætti verið að draga úr verðleikum um áform um framkvæmdir á þriðju flugbrautinni og sé einungis verið að benda á þau atriði sem varðar stefnu stjórnvalda og skuldbindingar er kemur að loftslags- og umverfismálum sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Ef málinu verður áfrýjað og dæmt verður í málinu Heathrow-flugvelli í vil þá mun taka við 8 vikna samráðstímabil við almenning og íbúa á svæðinu sem mun standa yfir fram í júní en eftir það getur Heathrow-flugvöllur sent formlega inn umsókn til þess að hefja framkvæmdir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga