flugfréttir

Ætla að hætta flugrekstri vegna skorts á flugmönnum

- Trans States Airlines nær ekki að ráða nægilegan fjölda af flugstjórum

2. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Embraer 145 þota Trans States Airlines

Bandaríska flugfélagið Trans States Airlines hefur tilkynnt öllu starfsfólki sínu að félagið muni leggja árar í bát og hætta flugrekstri fyrir lok þessa árs.

Trans States Airlines flýgur um 240 flugferðir á dag milli 70 borga vestanhafs en félagið flýgur minni farþegaflugvélum fyrir bandarísk flugfélög á borð við United Express.

Ástæðan fyrir því að félagið ætlar að hætta starfsemi sinni er sögð vera vegna skorts á flugmönnum en félagið glímir einnig við fjárhagserfiðleika sem er önnur ástæðan fyrir fyrirhuguðum rekstarlokum.

Um 350 flugmenn starfa hjá Trans States Airlines, sem hefur höfuðstöðvar sínar í St. Louis, en fyrstu teikn á lofti um erfiðleika í rekstri var ákvörðun félagsins um að hætta við pöntun í 50 Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotur.

Flugfélagið er í eigu Trans States Holding sem á einnig flugfélögin Compass Airlines og GoJet Airlines en þau flugfélög fljúga undir merkjum Delta Connection og American Eagle.

Rick Leach, framkvæmdarstjóri Trans States Holding, sagði í skilaboðum til starfsmanna sinna að Trans States Airlines hafi ekki tekist að laða að nægilegan fjölda af flugstjórum til að halda í jafnt hlutfall af flugmönnum og gengur reksturinn því ekki lengur með þeim hætti.

Skortur á flugmönnum vestanhafs hefur orðið til þess að félagið hætti við þjálfun sem var þegar hafin á nýjum flugmönnum sem voru að undirgangast tegundaráritun.

Þá hefur félagið ekki náð að fljúga öllum Embraer 145 þotunum sínum og munu einhverjar af þeim þotum fara yfir til flugfélagsins ExpressJet Airlines sem flýgur einnig fyrir United Express.  fréttir af handahófi

Lágmarksverð sett á fargjöld til og frá Austurríki

9. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Austurríki hefur kynnt nýja reglugerð þar sem farið verður fram á lágmarksverð á fargjöldum fyrir þau flugfélög sem fljúga til og frá landinu en það er gert til þess að koma í veg fy

Eldur kom upp í verksmiðjum Bombardier í Belfast

25. maí 2020

|

Mikill eldur kom upp í verksmiðjum flugvélaframleiðandans Bombardier í Norður-Írlandi í gær en í verksmiðjunum eru meðal annars íhlutir framleiddir fyrir Airbus A220 þotuna á borð við vængi vélanna.

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00