flugfréttir

Fresta afhendingum á 78 nýjum breiðþotum frá Airbus

- Eitt stærsta lágfargjaldafélag Asíu dregur snögglega saman seglin

3. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:46

Airbus A330 breiðþotur Air Asia X á Don Mueang flugvellinum í Thailandi

Malasíska lágfargjaldaflugfélagið Air Asia X ætlar að fresta afhendingum á 78 breiðþotum sem félagið hefur pantað sem eru af gerðinni Airbus A330neo.

Flugfélagið hefur neyðst til þess að draga saman seglin og það allverulega þar sem afkoma ársins 2019 var afar slæm en félagið tapaði 11 milljörðum króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins.

Air Asia X hefur í dag 24 breiðþotur í flotanum af gerðinni Airbus A330-300 en félagið pantaði 78 þotur af gerðinni Airbus A330-900 og átti sú fyrsta að afhendast á þessu ári.

Þá er félagið einnig að íhuga að selja tvær Airbus A330 þotur úr flotanum og jafnvel stendur til að skila fimm þotum sömu gerðar til baka til flugvélaleigufyrirtækja.

Félagið býr sig undir enn verri tíma framundan vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og er félagið í viðræðum við leigusala um að lækka leigugjöld á Airbus A330 þotum félagsins um allt að 30 prósent.

Móðurfélagið, Air Asia, fékk sína fyrstu Airbus A330neo þotu afhenta í fyrra

Einnig er félagið að skoða möguleika á að taka í notkun Airbus A321 þotur og skipta þeim út fyrir nokkrar A330 breiðþotur á einstaka flugleiðum.

Air Asia telur nokkur flugfélög sem starfrækt eru í nokkrum Asíulöndum en fá flugfélög í Asíu hafa aukið umsvif sín sl. ár eins mikið líkt og Air Asia og Lion Air í Indónesíu.

Óvíst er hversu lengi Air Asia X ætlar sér að fresta afhendingum á Airbus A330-900 þotunum en félagið segir að það velti á því hversu útbreiðsla kórónaveirunnar stendur lengi yfir og hvenær eftirspurn eftir flugsætum fer að aukast á ný.  fréttir af handahófi

FAA: Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr heldur en síðar

27. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr en áætlanir Boeing gera ráð fyrir.

Hækka leigugjöld fyrir tvo svifflugklúbba um 550 prósent

9. mars 2020

|

Tveir elstu og sögufrægustu svifflugsklúbbarnir í Sydney í Ástralíu segja að mögulega stefni í að klúbbarnir neyðist til þess að hætta eftir 80 ára starfsemi þar sem að flugvallarfyrirtækið og eigand

Talið að kveikt hafi verið í einkaþotu í Toronto

3. mars 2020

|

Lögreglan í Kanada rannsakar nú dularfullan eldsvoða þar sem talið er að kveikt hafi verið í einkaþotu af gerðinni Dassault Falcon 50 sem brann til kaldra kola á Buttonville-flugvellinum í Toronto.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00