flugfréttir

Flybe varð gjaldþrota í nótt

- 4. stærsta flugfélag Bretlands kveður flugheiminn

5. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:08

Síðasta áætlunarflug Flybe var flug frá Southampton til Glasgow

Breska flugfélagið Flybe varð gjaldþrota í nótt eftir árangurslausar tilraunir forsvarsmanna félagsins til þess að bjarga rekstrinum á síðustu stundu.

Fyrstu fregnir varðandi yfirvofandi gjaldþrot félagsins komu í gær eftir að ríkisstjórn Bretlands ákvað að hætta við að bjarga félaginu með neyðarláni upp á 16 milljarða króna en rekstur félagsins hefur að öðru leyti gengið brösulega fyrir sig sl. misseri.

Flybe var stærsta svæðisflugfélag (regional) flugfélag Evrópu og 4. stærsta flugfélag Bretlands og einnig umsvifamesta flugfélag Bretlands er kemur að innanlandsflugi.

Fyrstu fregnir um staðfest gjaldþrot Flybe komu um klukkan 3 í nótt en Mark Anderson, framkvæmdarstjóri Flybe, lét þá um 2.300 starfsmenn félagsins vita að saga Flybe væri á enda.

Dash 8 Q400 flugvél kemur að stæði á flugvellinum í Glasgow í gærkvöldi eftir síðasta flug félagsins sem var flug frá Southampton

Eftirspurn eftir flugsætum hafði dvínað töluvert undanfarna mánuði en þá kemur fram að útbreiðsla kórónaveriunnar, Covid-19, hafi sett síðasta naglann í kistuna.

Þúsundir farþega eru strandglópar víðsvegar um Evrópu en einhverjar flugvélar náðu að fljúga á leiðarenda á meðan öðrum flugvélum var beint til annarra flugvalla þar sem þær voru gerðar upptækar og innsiglaðar að beiðni eigenda vélanna sem eru flugvélaleigur.

Þá voru einverjir farþegar sem voru komnir um borð í flugvélarnar og biðu heillengi þar til að þeim var tilkynnt að flugvélarnar væru ekki að fara neitt og var dráttavélum og öðrum vinnuvélum lagt fyrir aftan sumar flugvélarnar til að tryggja kyrrsetniningu þeirra.

Tilkynning varðandi kyrrsetningu var límd á flugvélar og sjá má hvar búið var að leggja dráttarvél fyrir aftan flugvélina skömmu eftir að hún lagði á stæði

Fréttamaður sjónvarpstöðvarinnar ITV, Peter Smith, sagði á Twitter-vefsíðu sinni í gær: „Flybe varð gjaldþrota beint fyrir framan augun á mér“, en hann átti bókað flug til Birmingham. Þá segir ein kona, sem var farþegi í einni vélinni, að flugstjórinn hefði sjálfur komið aftur í vél og sagt við farþega að því miður væru þau ekki að fara neitt þar sem félagið varð gjaldþrota rétt í þessu.

Margir farþegar áttu þrátt fyrir það góðar stundir með áhöfn um borð í einni vélinni í Manchester á meðan beðið var um borð en sumar áhafnir vissu heldur ekki strax hvað framhaldið væri þar sem enn var verið að reyna allt til að bjarga rekstrinum og framhaldið óvissa.

Tveir flugmenn, flugstjórinn Adam Stafford, og aðstoðarflugmaðurinn Jonathan Smith, gáfu einum farþega tækifæri á að taka myndir af sér er þeir kvöddu farþega á flugvellinum í Manchester og brostu þeir við myndatökuna þrátt fyrir að vera nýbúnir að komast að því að þeir voru búnir að missa vinnuna sína.

Til vinstri: Sonur eins flugstjóra, sem hafði flogið í 28 ár hjá Flybe, tók mynd af föður sínum taka síðasta kaffibollann á vinnustaðnum klukkan 3 í nótt / Til hægri: Tveir flugmenn brosa fyrir farþega sem tók mynd af þeim, eftir að þeir yfirgáfu flugvélina.

Oliver Raichardson, formaður verkalýðsfélagsins Unite, segir galið að breska ríkisstjórnin hafi ekki lært neitt eftir gjaldþrot flugfélaga á borð við Thomas Cook og Monarch sem bæði urðu gjaldþrota nýlega og segir hann starfsfólk Flybe og aðra meðlimi verkalýðsfélagsins vera mjög reiða yfir því að Flybe hafi verið látið fara.

Flybe lætur eftir sig flugflota sem taldi 63 flugvélar en félagið var með langflestar De Havilland Dash 8 Q400 flugvélar í Bretlandi eða alls 54 flugvélar af þeirri gerð og einnig níu þotur af gerðinni Embraer 175.

Flugfreyja ein hjá Flybe rifjar upp góðar minningar með myndasyrpu á Instagram-reikningi sínum. Hún segir að það hafi verið æðislegt að starfa hjá félaginu

Sögu Flybe má rekja 40 ár aftur í tímann en félagið var stofnað þann 1. nóvember árið 1979 sem Jersey European Airways og varð félagið til við samruna Intra Airways og Express Air Services. Félagið óx hratt á tíunda áratugnum og var nafni þess breytt í British European árið 2000 en tveimur árum síðar, árið 2002, tók félagið upp núverandi nafn, Flybe.

Áfangastaðir Flybe voru 56 talsins og flaug félagið meðal annars til Frakklands, Austurríkis, Þýskalands, Írlands, Ítalíu, Lúxemborgar, Hollands og til Sviss.

Félagið var mjög umsvifamikið á Bretlandseyjum en félagið hafði starfsstöðvar í Aberdeen, Belfast, Birmingham, Edinborg, Exeter, Glasgow, Inverness, Manchester, Newquay og í Southampton.

Joakim Bosved er einn af þeim fjölmörgu flugmönnum sem kveður Flybe en hann flaug Embraer-þotum félagsins og hafði flogið fyrir Flybe í fjögur og hálft ár  fréttir af handahófi

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Ernir hættir að fljúga til Vestmannaeyja

1. september 2020

|

Flugfélagið Ernir hefur tilkynnt að áætlunarflugi til Vestmannaeyja verði hætt á næstunni.

Luis Gallego tekur við stjórn IAG af Willie Walsh

9. september 2020

|

Wille Walsh hefur formlega látið af störfum sem framkvæmdarstjóri yfir IAG (International Airlines Group), móðurfélagi British Airways, Iberia og Aer Lingus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Lufthansa staðfestir endalok risaþotunnar

21. september 2020

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli að losa sig við allar Airbus A380 þoturnar

Kaupa 24 Boeing 757 þotur sem verður breytt í fraktflugvélar

19. september 2020

|

Bandaríska fyrirtækið AerSale hefur fest kaup á 24 farþegaþotum af gerðinni Boeing 757-200 en til stendur að breyta flestum þeirra í fraktþotur á meðan nokkrar verða rifnar niður í varahluti.

Eina fjögurra hreyfla þotan sem á sér framtíð hjá Lufthansa

19. september 2020

|

Júmbó-þotan, Boeing 747-8, er eina fjögurra hreyfla flugvélin sem á sér örugga framtíð hjá Lufthansa.

Fokker 50 út af braut í Sómalíu

19. september 2020

|

Flugslys átti sér stað í dag á flugvellinum í höfuðborg Sómalíu er flugvél af gerðinni Fokker 50 fór út af braut og hafnaði á steinvegg sem liggur milli flugbrautarinnar og strandlengjunnar.

Fella niður eina af hverjum fimm flugferðum í október

18. september 2020

|

Ryanair hefur tilkynnt um enn frekari niðurskurð á flugáætlun sinni í næsta mánuði og ætlar félagið að fækka flugferðum um 20 prósent í október.

Hverfi nálægt Heathrow gætu breyst í draugabæi

17. september 2020

|

Varað er við því að fækkun farþega um Heathrow-flugvöll og langvarandi ástand vegna COVID-19 heimsfaraldursins gæti orðið til þess að íbúum eigi eftir að snarfækka í nokkrum hverfum nálægt flugvellinu

Leggja 130 þotum þar sem vafi leikur á þyngd þeirra

17. september 2020

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur tekið tímabundið úr umferð 130 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 vegna misvísandi upplýsinga um tómaþyngd vélanna.

Laun flugmanna lækka um helming hjá Turkish Airlines

16. september 2020

|

Laun flugmanna hjá Turkish Airlines munu lækka um helming út næsta ár en stjórn flugfélagsins tyrkneska hefur náð að gera kjarasamning við starfsmannafélög í Tyrklandi um allt að 50% kjaraskerðingu

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

15. september 2020

|

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00