flugfréttir

Flybe varð gjaldþrota í nótt

- 4. stærsta flugfélag Bretlands kveður flugheiminn

5. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:08

Síðasta áætlunarflug Flybe var flug frá Southampton til Glasgow

Breska flugfélagið Flybe varð gjaldþrota í nótt eftir árangurslausar tilraunir forsvarsmanna félagsins til þess að bjarga rekstrinum á síðustu stundu.

Fyrstu fregnir varðandi yfirvofandi gjaldþrot félagsins komu í gær eftir að ríkisstjórn Bretlands ákvað að hætta við að bjarga félaginu með neyðarláni upp á 16 milljarða króna en rekstur félagsins hefur að öðru leyti gengið brösulega fyrir sig sl. misseri.

Flybe var stærsta svæðisflugfélag (regional) flugfélag Evrópu og 4. stærsta flugfélag Bretlands og einnig umsvifamesta flugfélag Bretlands er kemur að innanlandsflugi.

Fyrstu fregnir um staðfest gjaldþrot Flybe komu um klukkan 3 í nótt en Mark Anderson, framkvæmdarstjóri Flybe, lét þá um 2.300 starfsmenn félagsins vita að saga Flybe væri á enda.

Dash 8 Q400 flugvél kemur að stæði á flugvellinum í Glasgow í gærkvöldi eftir síðasta flug félagsins sem var flug frá Southampton

Eftirspurn eftir flugsætum hafði dvínað töluvert undanfarna mánuði en þá kemur fram að útbreiðsla kórónaveriunnar, Covid-19, hafi sett síðasta naglann í kistuna.

Þúsundir farþega eru strandglópar víðsvegar um Evrópu en einhverjar flugvélar náðu að fljúga á leiðarenda á meðan öðrum flugvélum var beint til annarra flugvalla þar sem þær voru gerðar upptækar og innsiglaðar að beiðni eigenda vélanna sem eru flugvélaleigur.

Þá voru einverjir farþegar sem voru komnir um borð í flugvélarnar og biðu heillengi þar til að þeim var tilkynnt að flugvélarnar væru ekki að fara neitt og var dráttavélum og öðrum vinnuvélum lagt fyrir aftan sumar flugvélarnar til að tryggja kyrrsetniningu þeirra.

Tilkynning varðandi kyrrsetningu var límd á flugvélar og sjá má hvar búið var að leggja dráttarvél fyrir aftan flugvélina skömmu eftir að hún lagði á stæði

Fréttamaður sjónvarpstöðvarinnar ITV, Peter Smith, sagði á Twitter-vefsíðu sinni í gær: „Flybe varð gjaldþrota beint fyrir framan augun á mér“, en hann átti bókað flug til Birmingham. Þá segir ein kona, sem var farþegi í einni vélinni, að flugstjórinn hefði sjálfur komið aftur í vél og sagt við farþega að því miður væru þau ekki að fara neitt þar sem félagið varð gjaldþrota rétt í þessu.

Margir farþegar áttu þrátt fyrir það góðar stundir með áhöfn um borð í einni vélinni í Manchester á meðan beðið var um borð en sumar áhafnir vissu heldur ekki strax hvað framhaldið væri þar sem enn var verið að reyna allt til að bjarga rekstrinum og framhaldið óvissa.

Tveir flugmenn, flugstjórinn Adam Stafford, og aðstoðarflugmaðurinn Jonathan Smith, gáfu einum farþega tækifæri á að taka myndir af sér er þeir kvöddu farþega á flugvellinum í Manchester og brostu þeir við myndatökuna þrátt fyrir að vera nýbúnir að komast að því að þeir voru búnir að missa vinnuna sína.

Til vinstri: Sonur eins flugstjóra, sem hafði flogið í 28 ár hjá Flybe, tók mynd af föður sínum taka síðasta kaffibollann á vinnustaðnum klukkan 3 í nótt / Til hægri: Tveir flugmenn brosa fyrir farþega sem tók mynd af þeim, eftir að þeir yfirgáfu flugvélina.

Oliver Raichardson, formaður verkalýðsfélagsins Unite, segir galið að breska ríkisstjórnin hafi ekki lært neitt eftir gjaldþrot flugfélaga á borð við Thomas Cook og Monarch sem bæði urðu gjaldþrota nýlega og segir hann starfsfólk Flybe og aðra meðlimi verkalýðsfélagsins vera mjög reiða yfir því að Flybe hafi verið látið fara.

Flybe lætur eftir sig flugflota sem taldi 63 flugvélar en félagið var með langflestar De Havilland Dash 8 Q400 flugvélar í Bretlandi eða alls 54 flugvélar af þeirri gerð og einnig níu þotur af gerðinni Embraer 175.

Flugfreyja ein hjá Flybe rifjar upp góðar minningar með myndasyrpu á Instagram-reikningi sínum. Hún segir að það hafi verið æðislegt að starfa hjá félaginu

Sögu Flybe má rekja 40 ár aftur í tímann en félagið var stofnað þann 1. nóvember árið 1979 sem Jersey European Airways og varð félagið til við samruna Intra Airways og Express Air Services. Félagið óx hratt á tíunda áratugnum og var nafni þess breytt í British European árið 2000 en tveimur árum síðar, árið 2002, tók félagið upp núverandi nafn, Flybe.

Áfangastaðir Flybe voru 56 talsins og flaug félagið meðal annars til Frakklands, Austurríkis, Þýskalands, Írlands, Ítalíu, Lúxemborgar, Hollands og til Sviss.

Félagið var mjög umsvifamikið á Bretlandseyjum en félagið hafði starfsstöðvar í Aberdeen, Belfast, Birmingham, Edinborg, Exeter, Glasgow, Inverness, Manchester, Newquay og í Southampton.

Joakim Bosved er einn af þeim fjölmörgu flugmönnum sem kveður Flybe en hann flaug Embraer-þotum félagsins og hafði flogið fyrir Flybe í fjögur og hálft ár







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga